Banna fuglaveiðar til að semja svo um þær við ESB?

Enn einn ótrúlegur angi af samningum ríisstjórnarinnar um innlimun landsins í ESB er að komast í dagsljósið, en það er hugmynd Svandísar Svavarsdóttur um fuglaveiðibann í þeim tilgangi að setja inn í innlimunarsamninginn að Íslendingum verði frjálst að leyfa fuglaveiðar í trássi við reglur stórríkisins.

Svandís ber því reyndar við að hún vilji friða blessaða fuglana frá veiðimönnum vegna þess að ýmsir fuglastofnar séu að svelta í hel vegna ætisskorts og verður það að teljast furðuleg umhyggja fyrir skepnunum að vilja forða þeim veiðimönnum til þess eins að drepast svo úr hor.

Innlimunarruglið tekur sífellt á sig furðulegri myndir.


mbl.is Stjórni áfram svartfuglsveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

  Stjórnarfar her er líkt og í Rússlandi hinu forna- við erum að skáka þeim  því þeir hefðu aldrei afsalað ser fullveldi sínu fyrir eitthvað sem enginn veit hvað er-

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.5.2012 kl. 08:22

2 identicon

Þetta er lýsandi dæmi með þetta fólk. Mér finnst að það sé kominn tími til og fyrir langa löngu, að setja bann á þessa FURÐUFUGLA sem á alþingi sitja. Sú fuglategund er hættulegust okkur íslendingum í dag.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband