24.4.2012 | 11:31
Hvar eru prófarkalesararnir?
Íslensk málnotkun líður fyrir sífellt minni tilfinningu á tilbrigðum tungumálsins og fjölbreytileika. Þetta leiðir til notkunar færri orða og hugtaka og kennsla í málfræði virðist vera síminnkandi í íslenska skólakerfinu.
Ein afleiðing þessa er afkáraleg beyging orða og nægir þar að nefna orðin diskur og fiskur því til staðfestingar. Nú er orðið landlægt að segja "disknum" í staðinn fyrir "diskinum" og eins virðist vera að fara fyrir "fiskinum", eins og sjá má í meðfylgjandi frétt, en þar er sagt að "fisknum" hafi verið mokað um borð í báta í netarallinu.
Ef ekki eru gerðar kröfur til blaðamanna lengur um góða kunnáttu í sínu eigin tungumáli, verður a.m.k. að gera kröfur til þess að prófarkalesarar hafi hana og "ritskoði" fréttir illa talandi fréttamanna.
Líklega er orðið of seint að bjarga þessum orðum frá misþyrmingu og að fast sé að verða í málinu að fisknum sé einfaldlega leyft að rotna á disknum.
Fisknum mokað um borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel.
Þó svo þú lítir á að það sé landlægt að skrifa fiskinum er fisknum ekki rangt. Þetta hefðir þú getað fundið út með afar einföldum hætti, þ.e notað Google.
http://is.wiktionary.org/wiki/fiskur
http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=fiskur
Hvoru tveggja er leyfilegt, fiskinum og fisknum. Nema það séu einfaldlega engar kröfur gerðar til starfsmanna Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Anna Kristín Newton (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 11:45
Ef Árnastofnun viðurkennir beyginguna "fisknum" sýnir það einfaldlega hve hrörnun tungumálsins er komin á alvarlegt stig. Í gamla daga var krökkum kennt að setja orðið "hestur" í staðinn fyrir annað orð í sama beygingarflokki, ef vafi lék á hvernig orðið skyldi beygt.
Vonandi verðu þess langt að bíða að farið verði að segja og skrifa: "Knapinn situr fallega á HESTNUM"
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2012 kl. 12:07
Hvað sem líður fisknum/fiskinum (sem ég verð nú að segja frá mínum bæjarhóli séð að sé smáatriði, talandi um íslenskt mál), þá er ég samt alveg sammála þér Axel. Slök málkennd fréttaritara er hræðileg. Ég fékkst við prófarkalestur í "gamla daga" og það gengur fram af mér oft á hverjum einasta degi. Mér er nær að halda að t.d. mbl.is sé alls ekki prófarkalesið. Það sem ég hnýt oftast um er: ruglingur á að og af ("ég var að leita af þér" segja menn og "ræninginn gekk næstum því að honum dauðum"); smáorðum sleppt, t.d.nafnháttarmerkinu (eg er að reyna gera....) og eignarfallsfælni (menn láta t.d. forsetningarnar til og vegna stýra þágufalli eða jafnvel þolfalli í stað eignarfalls). Sumum finnst ekkert að því að segja "vegna þessarar auglýsingu fór ég á skemmtunina". Dagblöð og aðrir fjölmiðlar eru fleytifull(ir) af slíku málfari. Úff!
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.4.2012 kl. 13:15
Alveg sammála þér Magnús, að málvitund fólks er að verða skelfilega brengluð. Hafa skal í huga, að þó að "fisknum" sé ef til vill smáatriði í þessu samhengi, þá gerir margt smátt eitt stórt.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2012 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.