Þessir þingmenn eiga að skammast sín og segja af sér

Björn Valur Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon, Þór Saari og fleiri þingmenn hafa sýnt mikinn hroka í dag, eftir áfellisdóm Landsdóms yfir pólitískri haturs- og hefndaraðgerð 33 þingmanna á hendur Geir H. Haarde með því að ákæra hann fyrir falskar sakargiftir.  Þann hroka hafa þeir sýnt með svörum sínum við niðurstöðu Landsdóms og með því að viðurkenna ekki skömm sína vegna aðildar sinnar að málinu.

Eftirtaldir 33 þingmenn urðu sjálfum sér og Alþingi til ævarandi skammar með því að samþykkja þessa einstæðu pólitísku sakargiftir, sem vitnað mun verða til svo lengi sem land byggist sem mestu niðurlægingar löggjafarþings Íslands:

Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Huld Aðalbjarnardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.

Ef þessir þingmenn hafa nokkurn snefil af manndómi, þá munu þeir allir segja af sér þingmennsku strax á morgun. Það er eina leiðin til að endurvekja virðingu Alþingis eftir þennan ömurlega og skammarlega gjörning.


mbl.is Full ástæða fyrir málarekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin er á réttri leið inn í Nýja Ísland. Baldur Innherji situr í fangelsi og representerar þar náhirðina og Eimreiðarhópinn. Geir Haarde er búinn að fá dóm fyrir að brjóta stjórnarskrána, fyrstur allra ráðherra lýðveldisins. Gífurlegt áfall fyrir Íhaldið. Auðvitað hefði Davíð Oddsson átta að vera á sakamannabekknum við hlið Geirs, en “shit happens”. Eftir nokkrar vikur verður svo Ólafi Ragnar vísað á dyr á Bessastöðum, þótt mér þyki líklegt að hann verði þá búinn að draga framboð sitt til baka, til að koltapa ekki fyrir Þóru.

Og næsta sumar sendir þjóðin Sjallana og hækjuna aftur í fjögurra ára útlegð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 19:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru greinilega fleiri en þessir tilteknu þingmenn sem ekki hafa nokkurn snefil af sómatilfinningu. Þessi Haukur er t.d. dæmi um einn slíkan.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2012 kl. 19:38

3 identicon

Í dag fékk ég inn um luguna vikublaðið Akureyri, sem ég hef ekki séð áður. Þar fann ég leiðara eftir ritstjórann, Björn Þorláksson. Ég leyfi mér að birta hluta af honum, en hann á erindi til allra. Ekki síst á þessum tímamótum, er vanhæfir embættismenn hafa verið dæmdir sekir fyrir græðgi og heimsku.

Björn Þorláksson: 

Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifaði í Fréttablaðið 5. apríl sl. að afl friðar væri jöfnuður og gjafmildi en afl ófriðar væri græðgi og heimska. Ekki er hægt að lýsa síðustu árunum fyrir hrun betur en með hugtökunum græðgi og heimska, sem kosta mun þjóðina lífsgæði mörg ár fram í tímann. Þeir sem trúa að eigingirnin sem frjálshyggjan sem rekin var hér á landi fyrir hrun boðaði væri manninum í blóð borin ættu að íhuga eftirfarandi orð úr pistli Gunnars Hersveins: “Andstætt því sem ætla mætti er gjöfin lykillinn að velgengni og farsæld þjóðar”. Við skulum ekki láta þar við sitja að horfa grannt til okkar smæstu íslsnku bræðra og systra heldur skulum við einnig huga betur að þróunaraðstoð og hvernig koma má fátækustu ríkjum heims til hjálpar. Ávinningurinn er margþættur, því eins og Gunnar hersveinn orðar það: “Ef þjóð gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni með það að markmiði að bæta heiminn batnar hún sjálf”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 20:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hlýtur að þurfa alveg sérstaka gerð af hugmyndaflugi til að tengja þennan texta við gerðír þeirra óvönduðu þingmanna sem stóðu að umræddri hatursherferð gegn Geir H. Haarde og hvort þeir hafi næga sómatilfinningu til að segja sig frá þingstörfum vegna afglapa sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2012 kl. 20:57

5 identicon

Sammála. Það væri ekki óeðlilegt að þessir þingmenn hugsuðu sína stöðu. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvað þessir þingmenn ætla sér að gera eftir að þeirra pólitísku vist líkur. Það virðist samt vera að margir vilji draga einhverja til ábyrgðar. Því miður hefur það ekki verið venjan á Íslandi að menn beri ábyrgð allavega er það ekki staðan. Ég held að ég geti verið sammála Davíð nokkrum Oddsyni að það er lítið um alvöru leiðtoga á Alþingi Íslendinga í dag.

Guðmundur (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 21:06

6 identicon

Axel Jóhann, hefur þú slysast ínn í tímavél? Þú virðist vera fastur í fortíðinni. Í dag er 23. apríl 2012 og klukkan er rúmlega 10 að kvöldi. Í dag féll landsdómur í máli Geirs Haarde og hann sakfelldur fyrir einn ákærulið.

“Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins, eins og nánar greinir hér að framan, með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar“

Í Landsdómi áttu sæti 15 dómendur, en á meðal þeirra var enginn af þeim þingmönnum sem þú telur upp hér fyrir ofan. Reyndu að komast til baka inn í framtíðina. Styðja á einhvern takka. Koma svo Axel.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 22:10

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, þessir ofstopamenn á Alþingi suðu saman fimm ákæruliði, sem litu út fyrir að snúast um alvarleg brot á lögum og starfsskyldum. Tveim þeirra var vísað frá dómi vegna þess hversu óskýrir og ruglingslegir þeir voru og síðan sýknaði Landsdómur vegna hinna þriggja.

Sektardómurinn vegna þess að bankamálin voru ekki sett sem formlegur dagskrárliður á ríkisstjórnarfund er smávægilegur, enda sakborningi ekki gerð nein refsins fyrir brotið og honum dæmdar tæpar 25 milljónir króna í málsvarnarlaun úr ríkissjóði. Hvorugt er nú algengt við sakfellingar fyrir dómstólum.

Haukur, þú þyrftir að komast inn í nútímann og helst skilja það sem er þar að gerast.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2012 kl. 22:17

8 identicon

ég hnaut sérstaklega um þau orð Geirs H. Haarde þar sem hann sagðist vera búin að standa í þessu í tvö ár.  Hugsið ykkur í tvö helv...... ár.  Á sama tíma og tveimur árum lengur er ég búin að vera í því að borga af mínum lánum sem hafa stökkbreyst frá hruni og sé ekki en fyrir endann á því. Um hver mánaðarmót stendur maður sjálfan sig að því að vera að telja síðustu aurana upp úr buddunni í von um að geta borgað alla reikninga. Síðastliðin fjögur ár hefur maður lifað einskonar rússneska rúlletu þar sem maður hefur ekki vitað hvort maður gæti borgað af íbúðinni eða ekki. Ekki gerði þetta mannflón eitt né neitt í þessu þó svo að hann hafi vitað að þjóðin sogaðist að feigðarósi hægt og bítandi  (skv. grein Bjarna Ben og Illuga Gunnars í feb. 2008  http://blog.eyjan.is/larahanna/2012/01/30/hvitflibbavafningar-refsilausrar-elitu/ .  )  Sem betur fer hef ég þó haft vinnu allan tímann og er það meira en margur annar. Svo geta svona andsk.... fífl eins og Geir H, Haarde komið og vælt eins og stunginn grís þegar búið er að dæma manninn fyrir afglöp í starfi. Og að svona aumingi skuli leggjast svo lágt að tala um að þetta sé pöntuð niðurstaða o.sv frv. er þessum manni til ævarandi skammar. Menn töluðu hér á sínum tíma um Svíaheilkennið er það ekki, nú tel ég að komið sem fram nýtt heilkenni en það er Sjálfstæðisflokks-heilkennið en það liggur í því að menn afneita öllum asökunum samanber Geir H. Haarde og Árni Johnsen.

thin (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 01:03

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Geir var sýknaður af öllum ákærum, öðrum en að hafa ekki rætt bankamálin með formlegum hætti á ríkisstjórnarfundum. Hann var sem sagt sýknaður af öllum ákærum sem sneru að bankahruninu, enda taldi Landsdómur að ríkisstjórnin hefði ekki verið í færum til að forða því.

Þess vegna hlýtur það að teljast skot yfir markið að ætla að kenna Geir H. Haarde, eða ríkisstjórn hans, um yfirskuldsetningu heimila landsins, sem dönsuðu með vitleysunni sem viðgekkst í landinu árin fyrir hrun.

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2012 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband