20.4.2012 | 12:29
Ætlar Össur að gefast upp í makrílstríðinu?
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, lýsti þeirri furðulegu skoðun sinni og ráðherra í ríkisstjórninni að deilan um makrílveiðarnar komi innlimunarferlinu að væntanlegu stórríki ESB ekkert við, þrátt fyrir að allar ákvarðanir um fiskveiðar einstakra hreppa stórríkisins, væntanlega, séu og verði ákarðaðar af kommisörunum í Brussel.
Fulltrúar í sjávarútvegsnefnd ESB eru hins vegar á allt öðru máli en íslensku ráðherrarnir, enda hafa þeir farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að lýst verði yfir efnahagsstríði gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílsins og að umræðum um innlimunarskilmála Íslands verði hætt þangað til Íslendingar gefist upp fyrir og samþykki skilmála ESB skilyrðislaust.
Struan Stevenson, ESBþingmaður, hefur lýst þeim kröfum sjávarútvegsnefndarinnar að algert viðskiptabann verði sett á Ísland og Færeyjar og skip landanna útilokuð frá öllum höfnum í Evrópu, eða eins og eftir honum var haft í fréttum: "Þá sagði Stevenson að sjávarútvegsnefndin væri að fara yfir tillögur að refsiaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum sem fælu í sér að allur útflutningur frá þeim á fiski til ríkja Everópusambandsins yrði bannaður og að skip ríkjanna tveggja yrðu bönnuð í höfnum sambandsins."
Össur Skarphéðinsson er þegar farinn að linast í makríldeilunni og m.a. rekið formann íslensku samninganefndarinnar, enda hefur sá staðið fullfast á málstað Íslendinga að mati Össurar og húsbænda hans í ESB.
Hvenær skyldi Össur, aðrir ráðherrar og hinn fámenni flokkur ESBgrúppía á Íslandi, sjá ljósið í þessu máli.
Gæti haft áhrif á aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í ógnarstjórn Jóhönnu og Steingríms er saman safn af rugluðu liði - hættulgt landi og þjóð. Hvenær ætlar stjórnarandstaðan að vakna og henda þeim út !
Benedikta E, 20.4.2012 kl. 13:12
Það hryggir mig að segja þetta, því ég lít á ESB sem svo stóru afsali sjálfstæðis og sjálfræði, að ég held þeir muni meira að segja reyna að skipa okkur fyrir um það, hvernig ljósaperur við megum og megum ekki nota. En að þeir gangi hart fram á móti okkur núna, þýðir bara að þeir muni vernda hagsmuni okkar með öllu valdi ef við göngum til þeirra. Þetta er töpuð umræða fyrir fólk sem er á móti ESB og best að hætta henni.
Karl (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 13:56
@ Kalli - Barnaskapur er þetta í þér, ef við göngum í þetta valdhroka bandalag ESB, þá munum við verða að sitja og standa eins og stóru herrarnir þar skipa og knékrjúpa fyrir þessu liði, með 0,8% valdahlutfall á valdalitlu ESB þinginu og með 0,06% valdahlutfall í framkvæmdastjórninni og það án neitunarvalds.
Sérðu hvernig Grikkir voru barðir og niðurlægðir til hlýðni og undirgefni. Næstu kynslóðir Grikkja munu búa við óöryggi og sára fátækt, til þess að stórkapítal Evrópu geti hirt þjóðareignir þeirra á brunaútsölu og mergsogið komandi kynslóðir Grikkja til að fá sem mest upp í ógætilegar og kæruleysislegar lánveitingar þeirra sjáfra til Grikklands.
Gunnlaugur I., 20.4.2012 kl. 14:13
Þegar öll önnur rök þraut, sneru ESBgrúppíurnar sér að því að níða niður krónuna og reyna með öllum brögðum að sannfæra fólk um að Íslendingar hefðu verið, væru og myndu verða mikið betur settir með evruna sem gjaldmiðil. Ekki bjargaði evran Írum, Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum eða öðrum evruríkjum sem nú eru í efnahagskreppu, eða eru að sigla inn í slíka.
P.s. Kalli, ESB hefur þegar ákveðið hvernig ljósaperur við megum og megum ekki nota.
Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2012 kl. 15:32
Það á að semja um makrílinn eins og annað!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2012 kl. 20:13
Að sjálfsögðu þarf að semja um makrílinn, eins og annað, en það er ekki það sama og að þurfa að sæta afarkostum að viðlögðu efnahagsstríði af hálfu 27 Evrópuþjóða.
Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2012 kl. 20:23
Auðvitað á að semja ummakrílinn, Anna, en það er ekki samningur þegar annar aðilinn nauðgar hinum! Samningur milli þjóða verður einungis til ef báðir aðilar eru jafnir og farið er að alþjóðalögum. Það er nokkuð langt frá því sem ESB gerir. Þar er afl hins stóra sem gildir, aflsmunar neytt. Það kallast nauðgun!!
Gunnar Heiðarsson, 21.4.2012 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.