18.4.2012 | 07:27
Ómerkingurinn Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson, Utanríkisráðherra, er frægur að endemum fyrir ýmsar yfirlýsingar sínar, fullyrðingar, ýkjur og hrein ósannindi um ýmis mál sem heyra undir hans ráðuneyti og þá alveg sérstaklega varðandi innlimunarferli Íslands að ESB.
Nýlega óskaði ESB eftir því við EFTAdómstólinn að sambandið fengi að gerast stefnandi með ESA í málaferlum gegn Íslandi og til að minnka vægi þeirrar gjörðar kallar ráðuneytið slíkt "meðalgöngu" í stað þess að kalla athæfið sínu rétta nafni sem er einfaldlega "ákærandi".
Össur fagnaði þátttöku ESB í ákærunni með þeim rökum að hún kæmi Íslandi alveg sérstaklega vel, enda sýndi hún fram á veikleika málshöfðunarinnar og auðveldaði vörn Íslands til mikilla muna og vitnaði í því sambandi til verjendateymisins, eða eins og m.a. kom fram í tilkynningu frá ráðuneytinu fyrir fáeinum dögum: "Aðalmálflytjandinn og málflutningsteymið hafa fjallað ítarlega um málið. Mörg sjónarmið komu þar til skoðunar en þegar til þess var litið að málflutningi framkvæmdastjórnarinnar yrði ekki á annan hátt svarað skriflega var það einróma niðurstaða þeirra að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu."
Í gær gerðist það svo að ráðuneytið sendi ESA mótmæli sín vegna þessarar fyrirhuguðu aðild ESB að ákærunni og málarekstrinum gegn Íslandi og því vaknar sú spurning hvort þar með sé verið að lýsa yfir vantrausti á verjendateyminu eða, hafi eitthvað verið að marka fyrri málflutning Össurar, að viljandi sé verið að veikja stöðu Íslands í þessum málaferlum. Utanríkisráðuneytið skuldar þjóðinni skýringar á þessum viðsnúningi málsmeðferðarinnar á þessum fáu dögum sem liðið hafa frá fyrri yfirlýsingum.
Líklegast er þó að þetta sé enn eitt dæmið um að Össur Skarphéðinsson sé ekkert annað en ómerkingur, sem ætti að víkja úr embætti tafarlaust.
Hafa mótmælt afskiptum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur hinn fláráði utanríkisráðherra Íslands er marg staðinn að því að tala tungum tveim og sitt með hvorri, allt hvað hentar ESB trúboðinu hans hverju sinni og hvort hann er staddur í Brussel eða Reykjavík !
Það stenst honum enginn snúning í fláræðinu og smjaðrinu og svo flokkar hann lygina og þvæluna sína samviskusamlega niður eftir því hvar og hvenær hann sagði hana.
Sumt er til svokallaðs "heimabrúks" annað er til "innanflokksbrúks" en annað til Ömmabrúks, þegar hann talar smeðjulega til "vinar" síns Ögmundar sem hann hefur nú dregið á asnaeyrunum í heil 3 ár. Þessi fjölbreytta og frjálslega "brúkun" á sannleikanum kallast einu orði "siðleysi" og afleiðingarnar eru alvarleg misnotkun á fjölda fólks og heilli þjóð.
Gunnlaugur I., 18.4.2012 kl. 08:22
Já ég mundi vilja fá að vita hvernig þetta mótmælabréf hljóðaði. Vita það vegna þess að það er ekki til vottur af trausti til þessa manns hjá Þjóðinni það er til Össurar og þegar hann segir svona þá gæti alveg eins verið um þakkarbréf að ræða. Þetta er svo siðlaus einstaklingur að það hálfa væri nóg...
Upp á borð með þetta bréf takk fyrir...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.4.2012 kl. 08:24
Heyr, heyr, öll, upp með bréfið annað er ekki í boði! Hvenær var bréfið sent, eftir að andmælafresturinn rann út? Kannski var þetta bara eftirá sent þakkarbréf eins þú Ingibjörg veltir upp sem möguleika.
Sólbjörg, 18.4.2012 kl. 08:50
Ef einhver er ennþá í vafa um að maðurinn sé óhæfur, þá horfi sá hinn sami á viðtal Al Jezeera við manninn um Palestínu. Eftir að hafa fyrst farið með þvílíkt málskrúð og gífuryrði um Ísland sem nokkurs konar Messías og frelsara Palestínu, sem myndi fá Obama með sér í lið og blah blah blah...yfirlýsingar sem urðu til þess að allir viðstaddir (Palestínumenn) roðnuðu og skömmuðust sín fyrir að hafa fengið manninn í þáttinn, því hann var til skammar. Þessar yfirlýsingar komu eftir faglegar úttektir Palestínsk fræðimanns þar sem meðal annars kom fram að Ísland væri eitt áhrifalausasta og minnst mikilvæga land heimsins í pólítísku samhengi. Síðan var farið almennt yfir stöðu mála og framtíðarhorfur og sýnt myndband þar sem maður sem talinn var líklegur til að verða næsti forseti Bandaríkjanna fór með yfirlýsingar eins og að "Palestína er ekki til" og sagði hann landið tóman hugarburð og Palestínumenn sögulega ímyndun og algjörlega réttlausa. Össur, sem skilur mjög illa ensku, og hefur á henni lélegt vald, eins og sendibréf sem hann skrifaði til Sameinuðu Þjóðanna til að mæla með miklum hrunvaldi í starf meðal þeirra kemur upp um, en það liggur við að hann segi þar "It all comes with the cold water", so full af beinþýðingum úr íslenskum orðasamböndum sem eru algjörlega óskiljanleg fyrir enskumælandi fólki, er hið illa skrifaða og málfræðilega vafasama bréf hans, toppaði þarna sjálfan sig. Já....haldið ekki bara að maðurinn, sem roðnaði og blánaði til skiptist, hafi ekki sagt þetta um ræðu ofur-zionistans Bandaríska "Yes, we agree with him too!"...en það sem ofur-zionistinn hafði sagt var að Palestína væri ekki til og svo framvegis. Sem sagt, skv Össuri á Al Jezeera lýsa Íslendingar yfir stuðningi við Palestínu, sem stjórnað er af hryðjuverkasamtökunum Hamas sem viðurkenna ekki tilverurétt Ísraelsríkis (ásamt fleiri skrautlegum hlutum eins og að lýsa því yfir að Oddfellow reglan og Rotary hreyfingin ásamt frímúrurum séu sérlegir óvinir Palestínu og ekki velkomin þar í landi...en þegar hin nýja sjálfstæða Palestína verður til undir þeirra stjórn, ef það verður, má enginn gyðingur koma þangað nokkurn tíman (sem sagt, ástæðan fyrir að vitrari og eldri þjóðir þessa heims hafa ekki lýst yfir stuðningi við Palestínu undir stjórn þessara manna, er ekki skortur á samúð, mannúð eða skilningi, .......heldur sú að landinu er stjórnað af vitfirringum í anda Anders Bering Brevik!!! )....en já, Össur hélt því þarna fram við hefðum lýst yfir stuðningi við Hamas-veldið ....en værum þó sammála öfga-zionistum (zionisti í sjálfu sér er ekkert glæpayrði, það er munur á zionista og zionista, rétt eins og hægrimanni og hægrimanni eða vinstrimanni og vinstrimanni) um að landið væri ekki til og þjóðin algjörlega réttlaus og einkisverð (skoðun sem nær engir gyðingar hafa, en furðu margir Bandarískir kristnir ofsatrúarmenn eins og þessi forsetaframbjóðandi...og deilir hann henni með amk tveimur af fjórum vinsælustu forsetaframbjóðendum repúblikanaflokksins nú um stundir). Sem sagt, lýsti Össur því yfir, á einni stærstu og mikilvægustu sjónvarpsstöð heims, að Íslendingar séu vitfirringar sem hafi kosið sér vitfirrtan mann sem utanríkisráðherra, og vilji endilega lýsa yfir stuðningi við ímyndaða þjóð og land sem ekki er til í raunveruleikanum og á enga samúð skilið. Er heil brú í þessu? Nei? Og er heil brú í þjóð sem velur sér utanríkisráðherra sem talar ekki ensku? Að sjálfsögðu ekki? Ekki frekar en að velja sér mállausa flugfreyju sem skilur ekki orð sem sagt er við hana á fínni og fágaðri ensku en töluð er í sápuóperum eða þarf til að starfa sem flugfreyja, en í dag fengi þessi nær mállausa kona vart störf sem slík. Góða þjóð, plís sýnið betri dómgreind næst og kjósið eigi yfir ykkur vitfirringa!!! Takk fyrir!
Heimsborgari (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 09:52
Ef einhver skilur ekki samhengið, þá er það ekki ég sem er að segja að Palestína sé ekki til etc...en það var það sem ofurzionistinn öfgakristni sem Össur lýsti því yfir um þjóð sína að "We agree with him too" sagði, og hafði hann nákvæmlega ekkert annað um málið að segja...Sem sagt virkaði þetta sem slíkt að við vildum endilega, ein meðal siðaðra þjóð heimsins, styðja þjóð, þó henni sé stjórnað af flokki sem er skilgreindur á alþjóðavísu sem hryðjuverkasamtök og hefur á stefnuskrá sinni gereyðingu annarar þjóðar, þ.e.a.s Ísrael, heimalands 1/3 gyðinga þessa heims, og fjölda minnihlutahópa frá öllum heimshornum, þar að auki, sérstaklega minnihlutahópa sem eru ofsóttir í öðrum löndum miðausturlanda, svo sem drúsar og aðrir trúflokkar sem þola ofsóknir alls staðar á þessu svæði nema í Ísrael, (nokkuð sem er að sjálfsögðu ekki venjulegum Palestínumönnum að kenna eða skerðir mannhelgi þeirra á nokkurn hátt)...en um leið trúi Íslendingar því þjóðin Palestína sé réttlaus og ekki til í raunveruleikanum.
Kæra þjóð. Afneitun er lífshættuleg. Horfumst í augu við að maðurinn hefur gert okkur að fífli um allan heim og mun hafa af okkur mannorðið um aldur og æfi ef við losnum ekki við hann sem fyrst. Framtíð hans á opinberum vettvangi verður að vera lokið, með þjóðarheill í huga. Ef ekki fer illa fyrir okkur öllum. Gangi honum vel og megi honum hlotnast mikil hamingja á vettvangi þar sem hann er ekki hættulegur almannaheill og framtíð landsins og afkomenda okkar.
Heimsborgari (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 09:59
Já rétt er Össur er mesti óþveri gagnvart þjóð vori og ómerkilegur maður,við verðum að losna við hann fyrir fult og alt úr Pólitíkinni,aldrei á þing með hann meir...
Vilhjálmur Stefánsson, 18.4.2012 kl. 14:42
Var nú að lesa áðan að mótmælin fyrir þessu hafi eingöngu verið munnleg...
Munnleg mótmæli og hvað segir það okkur hinum, jú að enn ein froðusnakkvélinn var í gangi hjá Utanríkisráðherra sem er greinilega að setja sjálfan sig út í horn með þessari framgöngu sinni í þessu máli....
Þessi Ríkisstjórn hunsar gjörsamlega vilja meirihluta Þjóðarinnar og hefur gert það frá upphafi sem er mjög alvaralegt vegna þess að Ríkisstjórnin er búin að sitja í rúm 3 ár og það er ekkert búið að gera til þess að koma atvinnuhjólunum í gang til þess að efnahagur Þjóðarinnar gæti farið að batna. Það eina sem búið er að gera er að hækka skatta og gjöld uppúr öllu valdi og þrengja enn frekar að Þjóðinni sem var komin út í horn fyrir ásamt því að breyta öllu stjórnskipulagi hér fyrir ESB og jú ekki má gleyma launahækkunum og launaleiðréttingu sem Ráðamönnum þótti rétt að fá vegna hagsældar sem þeir sáu vera komna og enginn annar...
Ríkisstjórnin er gjörsamlega vanhæf og er hún að vinna Þjóðinni ómældum skaða með þessum vinnibrögðum sínum og hreint ótrúlegt að Forseti vor skuli ekki vera búinn að blanda sér í málið og í það minnsta að fara fram á að það verði vilji Þjóðarinnar sem ráði næsta skrefi svo það komi friður og sátt hér...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.4.2012 kl. 16:28
Hvers virði eru munnleg mótmæli, send eftir að svarfrest líkur og eftir að skriflegt samþykki hafi verið sent?
Gunnar Heiðarsson, 18.4.2012 kl. 20:12
Allt þetta mál er með miklum ólíkindum, eins og flest annað hjá þessari örmu ríkisstjórn.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2012 kl. 20:16
Ekki eitt orð í kvöldfréttum RÚV um meint munnlegt mótmæli sem Össur segist hafa komið á framfæri. Það þó hann utanríkisráðherra sem heldur á fjöreggi þjóðarinnar í vörnum okkar sé búinn að skandlisera svo að "Ingjaldsfílfið" ber af í samanburði. Hér eru engar fréttir sagðar!
Styttist í að allt þetta fréttalið fái að fjúka.
Sólbjörg, 18.4.2012 kl. 20:32
Axel mér þykir þú lítillátur með því að setja orðið flest inn á milli í þessa setningu.
Sindri Karl Sigurðsson, 18.4.2012 kl. 20:41
Skoðun mín á Össuri og samstarfsmönnum hans kemur fram hér:
Utanríkisþjónusta Íslands í höndum vangefinna trúða ?
Loftur Altice Þorsteinsson
Samstaða þjóðar, 19.4.2012 kl. 14:56
Sköruglega mælt í pistlinum, Loftur.
Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2012 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.