Vændisruglið

Sölvi Tryggvason, þáttagerðarmaður á Skjá 1, mun á morgun sýna afrakstur falskrar vændisauglýsingar sinnar þar sem honum tókst, með aðstoð ungrar stúlku, að lokka fjölda karlmanna til að setja sig í samband við hina meintu vændiskonu með viðskipti í huga.

Í myndbandinu, sem fylgir fréttinni, spyr Sölvi hvaða starfsemi eigi sér stað á "súlustöðunum" fyrst búið sé að banna nektardans og gefur þar með í skyn að nú snúist starfsemin eingöngu um vændissölu, enda "hafi lengi verið talið" að súlustaðirnir væru í raun vændishús.

Ekki er annað að sjá af fréttinni en að Sölvi afsanni þessa kenningu sína sjálfur, því hann setti auglýsingu inn á netið þar sem hann auglýsti sína vændissölu og enginn "súlustaður" kom þar við sögu.

Vændi hefur löngum verið kallað "elsta atvinnugrein í heimi" og blómstrar enn, bæði hér á landi og annarsstaðar og engar ráðstafanir opinberra aðila hafa getað komið í veg fyrir þá starfsemi og mun aldrei takast, hvort sem súlustöðum verður lokað endanlega, eða ekki.

Við lestur fréttarinnar vaknar sú spurning hvort Sölvi sé ekki sjálfur orðinn sekur um lögbrot með því að hvetja aðra til þess að brjóta lög, jafnvel þó um gabb hafi verið að ræða.


mbl.is Vændiskaup með falinni myndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega sammála, þetta er rugl og strangt til tekið ólöglegt.

Að beita stúlku sem hóru, er mannsal og ekkert annað. Fangelsisdómur fyrir hallikkinn.

Mikilvægust eru samtölin og hvort hóran hafi samþykkt unsamið verð við sína viðskiptamenn. Ef það sannast, þá er bara að dæma hóruna.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 22:20

2 identicon

Hvað heitir nú þessi gaur þarna í Kópavogi, Goldfinger eitthvað, "close friend of" Gunnar I.Birgisson?

Akfeitur andskoti. Er hann ekki bara ósköp venjulegur melludólgur?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 22:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, hefur þú einhverjar upplýsingar, sem lögregluyfirvöld virðast ekki hafa, til að styðja þessar aðdróttanir þínar að "þessum gaur þarna í Kópavogi"?

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2012 kl. 22:57

4 identicon

Hef ég ekki Axel. Spurningin varð til vegna skrifa þinna um það sem þú fullyrðir að Sölvi sé að "gefa í skyn."

Gættu orða þinna Axel!

En burt séð frá því sýnist mér eftir myndinni þú ekki vera fæddur í gær. Ættir því að geta lagt saman tvo + tvo.  

Góðar stundir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 23:09

5 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Umræðan hér er tilefni og tækifæri til að benda á þessa vefmöppu á vef Kristinna stjórnmálasamtaka: Vændi (10+7 pistlar).

Kristin stjórnmálasamtök, 17.4.2012 kl. 00:35

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉR er ég líka með umfjöllun um þessi mál á eigin vef, í 10+10+8 pistlum/greinum á árabilinu 2006-2011: Færsluflokkur: Vændisumræða.

Jón Valur Jensson, 17.4.2012 kl. 01:29

7 identicon

svoldið að vera skíta uppá bak með refsa þessu athæfi.

sem ungur maður hefði manni ekki fundist það slæmt að fá 30 þús kall fyrir að ríða einhverri konu..og að konur njóti kynlífs er ekkert vafamál.

samt miðað við sumar sögur sem maður hefur heyrt, er stærsta vandamál vændisbransans, einmitt það að þetta er ólöglegt, kúnnar geta oft komið fram við söluaðila eins og þeim sýnist nema þær hafi "pimp" sem aftur hefur sín vandamál með sér.

er fólk, sem ekki er neytt í vændi, að fara útí þetta sem "auðvelda vinnu á góðum launum"?

er það þá ekki þjóðfélaginu að kenna? ójöfn skipting valds og auðs?

hvar liggur þá sökin? er einhver sök?

en náttúrulega ef fólk er neytt í vændi, þá á að refsa þrælahöldurunum, ekki vændiskonunum (eða köllum)

annað er óréttlæti.

á að refsa , gröðum og vitlausum kúnnum? fyrir hvað? vita þeir af mansalinu? ef svo er, já, annars ekki.

hvað er nákvæmlega svona slæmt við vændi, ef báðir aðilar eru sammála og viljugir?

þjóðfélagið sem býður uppá ekki neitt nema illaborguð skítadjobb þar sem fólk þrælar allan daginn fyrir að fá að lifa?

?

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 08:15

8 identicon

JVj verður að skamma þykjustu pabba sinn í geimnum.. þetta er jú allt planað af honum; Hann veit þegar glæpamenn draga ungar stúlkur og drengi út í vændi, eiturlyfi og annað.. en hann gerir ekki neitt, bara situr og horfir á eins og við horfum á þátt í sjónvarpinu.. Að sitja hjá og gera ekkert þegar manneskja er í neyð, það er glæpur.

Annars á vændi að vera löglegt, með skilmálum, lækniskoðunum og svona, það er betra en að stinga hausnum í sandinn með bönnum og álíka þvaðri sem mun aldrei virka nema fyrir glæpamenn

DoctorE (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 10:35

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sveinn Sigurður, þú spyrð: "hvað er nákvæmlega svona slæmt við vændi, ef báðir aðilar eru sammála og viljugir?" --Þú þyrftir ekki lengur að spyrja, ef þú hefðir lesið eitthvað af þeim greinum sem ég var að vísa hér á. Líttu á þær!

Jón Valur Jensson, 17.4.2012 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband