4.4.2012 | 12:36
Eðlileg viðbrögð Samherja
Þau viðbrögð Samherja og erlendra dótturfyrirtækja félagsins, að hætta viðskiptum sín á milli á meðan að á rannsókn Seðlabankans á gjaldeyrisskilum fyrirtækjanna stendur, eru bæði afar skiljanleg og í hæsta máta eðlileg.
Samherji fær ekki upplýsingar frá ákærendum um á hvaða grun rannsóknin er byggð, né hvaða greinar gjaldeyrislaga fyrirtækin eru sökuð, eða grunuð, um að brjóta og þar af leiðandi er ógjörningur að halda viðskiptunum áfram á sama grunni og áður og auðvitað alls ekki ef ásakanirnar eru á rökum reistar.
Sá sem stendur í viðskiptum og er ásakaður um svindl og svínarí hlýtur að slá öllum slíkum viðskiptum á frest, eða hætta þeim alveg, a.m.k. á meðan á rannsókn og kærumeðferð stendur.
Allt annað væri algjörlega út í hött.
Krefjast þess að fá að sjá gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Axel Jóhann, jafnan !
Tek undir með þér; í hvívetna.
Ætli; : Kúabændur - Sauðfjárbændur og Iðnaður, verði ekki næstir í röðinni, í aðför Reykjavíkur óstjórnarinnar, gagnvart því atvinnulífi, sem enn varir í landinu, þrátt fyrir allt, Axel Jóhann ?
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 13:00
Gaman fyrir mig að geta verið sammála ykkur báðum í einu.
Stefán Júlíusson, 4.4.2012 kl. 13:24
Sælir strákar, ég er líka sammála þér Axel, það er ekkert sjálfsagðara en að viðskiptum sem eru undir rannsókn sé hætt. Þess vegna þarf að upplýsa hvað verið sé að rannsaka sem fyrst og ljúka málinu.
Lúðvík Júlíusson, 4.4.2012 kl. 13:50
Þetta er alrangt hjá ykkur. Hvers vegna að hætta arðsömum viðskiptum ef þau eru lögleg, hvað sem einhverri rannsókn líður sem Samherji segir að enginn fótur sé fyrir? Þessi hótun er ekkert annað en grímulaust ofbeldi gegn samfélaginu. Og sem sýnir bara hvernig stórfyrirtæki koma fram. Hjá þeim er ekki snefill af samfélagslegri ábyrgð.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2012 kl. 15:03
Jóhannes, þessi athugasemd þín lyktar illilega af ofstæki. Auðvitað er ekkert eðlilegra en að gera hlé á viðskiptunum, a.m.k. þangað til endanlega verður skorið úr því hvort þau standist gjaldeyrislögin og önnur lög sem um slík viðskipti gilda.
Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2012 kl. 16:00
Hvað helvítis bull er þetta að Samherji hafi ekki fengið að vita af hverju þeir sættu rannsókn og húsleit?
Húsleit í kjölfar svona rannsóknar er ekki framin nema að undangengnum dómi Héraðsdóms. Héraðsdómur samþykkir ekki slíka aðgerð nema hún sé vel rökstudd að máli og gögnum. Sá rökstuðningur er kjarninn í dómi Héraðsdóms og sá dómur hlýtur, venju samkvæmt, að hafa verið borinn upp að nefinu á Þorsteini Má Baldvinssyni, eða fulltrúum hans við innrásina.
Það er því bjánalegt af Þorsteini að þykjast ekkert vita um ástæður rannsóknarinnar, sem þó kom fram í fjölmiðlum, í þeim tilgangi gert auðvitað að framkalla óverðskulduð samúðarviðbrögð. Það tókst svo um munar eins og þetta blogg sannar.
Það er aumt nafni að leggjast svo lágt að verja meint lögbrot og svindl, í þeim tilgangi einum að koma höggi á stjórnvöld sem þér er í nöp við.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2012 kl. 16:17
Húsleit er ekki gerð út í bláinn. Eftirlitsaðilar hafa rökstuddan grun um brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Þeir fá úrskurð dómara um húsleit. þeir útskýra fyrir Samherja ástæður húsleitar og sýna þeim úrskurð dómara. Þetta verður Samherji eins og öll önnur fyrirtæki. Það hefur verið gerð húsleit hjá fjölmörgum fyrirtækjum en ekkert þeirra hefur brugðist við eins og Samherji.Samherjaforstjórinn hefur nú gerst sekur um alvarlegan dómgreindarskort. Hann ákveður að beita valdi sínu og vill þvinga íslensk yfirvöld til að beyja sig. Þau eiga að útskýra rannsókn sína fyrir honum. Lög gilda jafnt um Samherja sem önnur fyrirtæki og jafnt um forstjórann sem aðra menn. Viðbrögð Samherja munu reynast bjúgverpill og höggið lendir á þeim sjálfum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 16:52
Axel og Hrafn, Seðlabankinn úrskurðaði að ef 1000 USD skiluðu sér ekki til landsins að þá myndi það ógna stöðugleika í gengis og peningamálum þjóðarinnar og ógna fjárhagslegri tilveru allra heimila í landinu. Á sama tíma skipti engu máli þó milljarðar skiluðu sér ekki til landsins og aðrir milljarðar streymdu út með samþykki Seðlabankans og Alþingis.
Dómgreind starfsmanna Seðlabankans er ekki eitthvað sem ég treysti á.
Lúðvík Júlíusson, 4.4.2012 kl. 19:28
Það er rétt hjá ykkur Axel og Hrafn, fulltrúar Samherja fengu niðurstöðu dómsins í húsleitarheimildinni. En það segir ekkert, einungis að hugsanlega hafi verið brotið á lögum um gjaldeyrisviðskipti, ekki í hverju það brot er fólgið. Lög um gjaldeyrisviðskipti eru flókin. Það sem Þorsteinn vill fá að vita er hver ásökunin er og hvernig dómarinn mat hana, fá að sjá dómsorðin. Það hefur ekki fengist, kvorki frá Seðlabankanum né Héraðsdómi. Því hefur hann í nafni Samherja vísað þeirri kröfu sinni til dómstóla.
Þegar fyrirtæki er ásakað um lögbrot en hefur talið sig vinna í einu og öllu samkvæmt lögum, getur það ekki starfað áfram. Það gefur auga leið, meðan fyrirtækið fær ekki að vita sakargiftir á það á hættu á að halda áfram lögbrotum, í þeirri vissu sinni að þau vinni samkvæmt lögum.
Því er eðlilegt að erlend deild eða dótturfyrirtæki þess fyrirtækis sem ásakað er, skuli koma sér úr landi, þar til mál skýrast. Einnig væri eðlilegt að fyrirtækið sjálft drægi verulega úr starfsemi, jafnvel alveg. Þar breytir engu þó um arðbæra starfsemi sé að ræða. Meðan ekki er vitað í hverju meint lögbrot er talið, er ekki hægt að forðast það og bæta úr. Því er í flestum tilfellum öruggast fyrir fyrirtækið að stöðva starfsemi sína á meðan. Reyndar er það svo að afleiðingar þessarar rannsóknar eru þegar orðnar verulegar og versna hven dag sem fyrirtækið getur ekki svarað sínum viðskiptavinum í hverju meint brot liggur.
Menn hafa verið duglegir við að kalla þetta hótanir af hálfu Samherja, en eru í raun eðlileg viðbrögð. Ef Seðlabankinn telur sig vera með eitthvað bitastætt í höndunum á hann að segja í hverju það felst. Meðann hann ekki getur gefið út hvert meint brot er, verður að kalla þetta pólitíska aðför að fyrirtækjum landsins!!
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2012 kl. 10:31
Gunnar dregur staðreyndir málsins fram á afar skilmerkilegan hátt, þannig að jafnvel nafni minn og Hrafn ættu nú að skilja málið.
Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2012 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.