30.3.2012 | 23:47
"Auðlindirnar rændar, fiskimiðin tæmd og lýðræðið eyðilagt"
Haft var eftir Klaus Welle, framkvæmdastjóra Evrópuþingsins, að efla þyrfti samkennd og sameiginlega þjóðernisstefnu íbúa ESB og nefndi sem fordæmi að Þýskaland hefði ekki verið þjóðríki nema síðan árið 1871, en Þjóðverjar hefðu endurskrifað söguna og eins þyrfti að endurskrifa Evrópusöguna og "leggja áherslu á evrópsk einkenni".
Fróðlegt yrði að sjá málsgreinina sem saga Íslandshrepps stórríkisins fengi í þeirri endurskrifuðu Evrópusögu, en auðvitað munu Íslendingar aldrei samþykkja að gera land sitt að útnárahreppi í þessu væntanlega Ofurþýskalandi.
Daniel Hannan, Evrópuþingmaður, hefur meiri skilning á málefnum Íslands og sögu þjóðarinnar en svo, að hann trúi að Íslendingar munu nokkurn tíma gangast undir slíka áþján, en eftir honum er haft í meðfylgjandi frétt: "Hannan vitnaði síðan til nýjustu skoðanakönnunar á Íslandi sem sýndi að 67% Íslendinga vildu ekki ganga í Evrópusambandið. Ástæðan væri sú sagði hann að þeir vissu hvað innganga hefði í för með sér. Auðlindir þeirra yrðu arðrændar, fiskimiðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt. Íslenska þingið yrði aðeins að héraðsþingi. Hann sagði Íslendinga vera klára þjóð sem hefði herst við þá erfiðleika sem, kynslóðir þeirra hefðu gengið í gegnum og þeir vissu betur en að kasta á glæ frelsi sínu."
Það er fróðlegt að sjá, að a.m.k. sumir ESBþingmenn skuli sjá í hvers lags skrímsli kommisararnir í Brussel eru að reyna að breyta bandalaginu í og betra væri að núverandi ráðamenn á Íslandi væru gæddir sama skilningi.
Hver hlær núna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er einmitt það sem við andstæðingar ESB erum að reyna að segja. En aðlögunarsinnar loka bæði eyrum, augum og munni þegar málin eru rædd á þennan veg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 00:04
þessi Ríkisstjórn vill rústa þjófélagi okkar með inngöngu í ESB,en reindar er Jóhanna Sigurðar og Steingrímur J búinn að koma okkur á vonarvöl..Ekki er Stjórnarandstaðan til,að reina koma í veg fyrir niðurifið hjá þeim..
Vilhjálmur Stefánsson, 31.3.2012 kl. 00:23
Það er reindar búið að ganga langt í að rústa lýðræði landsins, sést á því hvaða flokkar eru við völd. Vonandi að það verði hreinsað út í næstu kosningum sem haldnar verða sem fyrst...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 31.3.2012 kl. 00:59
Frábær ræða hjá Hannan, og sönn.
Væri sniðugt að senda öllum þingmönnum hana.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 01:11
Allir eru svo falir fyrir pening og launaða vinnu við ehv. ráð sem þau kalla þjóðlagaráð,fúsk og ekkert annað.
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2012 kl. 01:20
það má þrínefna þetta
Ástæðan væri sú sagði hann að þeir vissu hvað innganga hefði í för með sér. Auðlindir þeirra yrðu arðrændar, fiskimiðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt.
það er ekki hægt að losna við spillingu með að ganga í spilltari hóp.
við höfum aðstöðu til að hreinsa útur fjósinu, hvað getur smáhérað í Esb gert í sínum málum annað en að senda bréf til brussel? og vonað hið besta..
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 10:29
Já Kaldi það væri gott ef við kjósendur hefðum einhverja betri valkosti, ef horft er til nýrra framboða þá eru valkostrirnir ekki glæsilegir. Tökum sem dæmi Borgara hreyfinguna sem bauð fram í síðustu kosningum, hún fékk 4 þingmenn hvernig er staða þeirra í dag? einn hlaupinn inn í VG og hinir þrír varhjólið undir óvinsælustu ríkisstjórn allra tíma, fólkið sem ætlaði að vera rödd fólksins á alþingi og tala máli þjóðarinnar og vera ópólitískt, þetta fólk hefur allt drullað gjörsamlega upp á bak og verður ekki seljanlegt í næstu kosningum aðilar Borgarahreyfingrinnar geta gleymt því að reyna sama trixið aftur. Ennþá minni möguleika eiga Gumsið og Gnarristarnir grín á bara heima í leikhúsi og sjónvarpi ekki stjórnmálum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 10:32
Daniel Hannan umgengst sannleikann greinilega með léttúð. Það hefur aldrei gerst að þjóð hafi þurft að láta frá sér auðlindir vigna inngöngu í ESB. Það er ekkert í reglum ESB sem gefur neinni þjóð rétt á að taka auðlindir frá annarri þjóð. Það er því rakið kjaftæði að við munum missa einhverjar auðlindir við það að ganga í ESB.
Ástæða þess að meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í ESB er ekki sá að þeir viti hvað í því felst heldur vegna þess að þeir vita það ekki. Þeir trúa mýtum og innistæðulausum hræðsluáróðri ESB andstæðinga eins og þeirri haugalygi að við mumum missa auðlindir við það að ganga í ESB.
Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 13:50
Sigurður M, fiskimiðin hafa verið og eru mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Við innlimun í ESB myndu yfirráð þeirrar auðlindar flytjast til Brussel. Kallast það ekki að tapa yfirráðum yfir auðlindum?
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2012 kl. 13:52
Axel. Samkvæmt reglum ESB mun aðeins ákvörðun um heildarafla færast yfir til sameigilegrar ákvarðanaröku á vettvangi ESB. Við munum hins vegar hafa öll völd varðandi úthlutun okkar kvóta til útgerða. Við munum því ekki tapa notendaréttinum yfir til annarra ríkja. Það felst því ekki tap á auðlindum í því að ganga í ESB.
Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 14:31
Mikil er trú þín Sigurður Gretarsson!!!!!
Jóhanna (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 15:14
Já einmitt Axel, talandi um lygar og mýtur. Það kemur allt saman beint út úr Jóhönnustjórninni og hennar fylgifiskum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 16:23
Á meðan þorri almennings hefur ofboðslegar áhyggjur af því að missa auðlindina í hendur ESB - sem ræður ekki yfir neinum auðlindum. Er ríkisstjórnin að vinna hörðum höndum að því að færa 93 % af fsikveiðiauðlindinni varanlega í hendur örfárra einstaklinga með einka nýtingarsamningi til 20 ára. Restin er bottagrautur.
Eftir 5 ár endurýjast samningurinn sjálfkrafa þannig að það verða alltaf 15 ár eftir af gildistímanum,ef og þegar, einhverri ríkisstjórn í framtíðinni tekst að breyta samningnum. En þá verður það ekki gert nema bætur komi á móti.
Í guðanna bænum farið því að líta ykkur nær - hættan sem að þjóðinni steðjar er innlend en ekki erlend. Þegar útgerðin er komin með varanlegan nýtingarsamning í hendurnar, verður mun auðveldara fyrir hana að fá fjársterka erlenda aðila til að kaupa sinn ínn í útgerðina, enda verður útgerðin miklu betri söluvara eftir breytingaarnar en með nýtingaarsamning til eins árs sem myndar ekki eignarétt eins og stendur í núverandi lögum.
Þið vitið væntanlega að erlendir aðilar mega eiga allt að 49.5 % í hvaða útgerð sem er í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög en enginn viljað kaupa vegna fyrstu greinar fiskveiðilaganna sem nú á að fórna fyrir forréttindaklíkuna. Snúið ykkur því að þeirri raunverulegu hættu sem að ykur steðjar.
Atli Hermannsson., 31.3.2012 kl. 16:42
Jóhanna. Þetta snýst ekki um trú heldur að kynna sér ESB reglur og sögu ESB. Til dæmis er ágætis kynning á þessu hér.
http://evropuvefur.is/svar.php?id=60373
Ásthildur. Lygar og mýtur varðandi ESB kemur fyrst og fremst frá andstæðingum ESB. Það stafar einfaldlega af því að það er erfitt að gera menn fráhverfa ESB aðild Íslands með því að segja satt og rétt frá því hvað það felur í sér að ganga í ESB,
Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 17:29
Þetta er algjört rugl Sigurður, þú gerir þér sennilega ekki grein fyrir því, en ef maður fylgist með og les það sem fólk segir, bæði hérlendis og erlendis þá kemur það vel í ljós Daníel Hannah er alveg með þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 17:36
Nei Ásthildur. Þarna er Daniel Hannan einfaldlega að ljúga í ræðiu í breska þinginu. Svo talar sú staðreynd sínu máli að það hefur eldrei í yfir 50 ára sögu ESB gerst að ríki hefur þurft að láta frá sér einhverja auðlind við það að ganga í ESB. Allar þjóðir ESB halda sínum auðlindum fyrir sig og hafa alltaf gert og það hefur aldrei staðið til að breyta því.
Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 17:52
Samlandi Hannans, Nigel Farage, einnig þingmaður á ESB þinginu orðaði þetta einfaldlega "Iceland - don´t do it!"
"Allar þjóðir ESB" geta svo haft þetta eins og þær vilja - okkur að meinalausu.
Kolbrún Hilmars, 31.3.2012 kl. 18:08
Nákvæmlega Kolbrún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 18:48
Er ekki nóg að sjá hvernig viðhorf ESB til okkar í makríldeilunni eru. Sjá menn ekki hvað Össur er að gera
okkur með brottrekstri Tómasar Heiðars úr samningarnefndinni. Ég tel þetta jaðra við landráð
Ólafur Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:46
Þarna er Siguður M Grétarsson einfaldlega að ljúga. Allar þjóðir ESB hafa afsalað sér fiskveiðiauðlindum sínum til Brussel.
Engin ESB þjóð á lengur eigin fiskveiðilögsögu, eða getur gefið út veiðikvóta. Allar ákvarðanir eru teknar í Brussel, þar sem sjávarútvegsráðherrar einstakra þjóða þrátta við aðra sjávarútvegsráðherra, og embættismannaliðið í Brussel. Þurfa svo að fara heim og ljúga því, að þeir hafi náð góðum árangri. Ráðherra sjávarútvegsmála Bretlands þarf manna mest að ljúga, enda sú þjóð sem hefur þurft að sjá eftir mestu.
En af hverju er Sigurður M Grétarsson að ljúga?
Jú, það sem stendur helst í vegi fyrir ESB aðild Samfylkingar, er einmitt sjávarútvegurinn. Íslenska þjóðin (fyrir utan nokkra vinstrimenn) vita á hverju Íslendingar lifa. 67% þjóðarinnar gerir sér grein fyrir að innganga í ESB þýðir afsal á eigin fiskveiðilögsögu. Þess vegna er Sigurður M Grétarsson að ljúga.
Og Sigurður M Grétarsson gerir meira en að ljúga. Hann leynir staðreyndum. Sem eru þær, að ESB hefur í hyggju að setja reglur um frjálst framsal kvóta á milli landa. Það er því ekki nóg að Brussel ákveði magnið sem við veiðum, og hvenær við veiðum það, heldur ætlar Brussel að sjá til þess að Spánverjar, þeir sem þiggja hæstu aumingjastyrkina í sjávarútvegi, geti keypt upp kvóta á Íslandsmiðum. Íslendingar koma því heldur ekki til með að ráða vótaúthlutun, á því litla sem okkur verður skammtað.
Eftirleikurinn verður auðveldur fyrir spænsku útgerðirnar, þegar Samfylkingin er búin að tryggja gjaldþrot sjávarútvegsfyrirtækja.
Þar með verður kvótinn að mestu í höndum á erlendu vogunarsjóðum, sem eiga íslensku bankana.
Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:59
Var það ekki stækkunarstjóri ESB Stefán Fúli sem kvað uppúr með það í fullri hreinskilni að það væru engar undanþágur frá samnýtingu fiskistofna í boði fyrir þessa þjóð?
Ekki man ég betur.
Og vissulega er það lærdómsríkt að fylgjast með trúboðum ESB þegar þeir telja sig vita betur en embættismennirnir í Brussel og senda þjóðhöfðingjum ESB hughreystingarorð á meðan þeir sitja neyðarfundi.
"Elskurnar mínar, við erum búin að láta reikna það út uppi á Bifröst að þessi "svokallaði" vandi evrusvæðisins er bara tímabundin kveisa! Og Evran er hinn óforgengilegi málmur góðæris í gervöllum heimi framþróunar."
Árni Gunnarsson, 31.3.2012 kl. 21:38
Hættum þessu ESB - bulli STRAX !!
Gunnar Stefán Richter, 31.3.2012 kl. 22:20
Það væri fróðlegt að fá spá frá Sigurði M. um hvað vinir hans og átrúnaðargoð í Brussel myndu úthluta Íslendingum miklum makrílkvóta, ef landið innlimaðist í stórríkið væntanlega.
Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2012 kl. 17:58
Góð spurning Axel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2012 kl. 18:39
Hilmar. Ég hef ekki verið að ljúga neinu. Eina ákvörðunarvaldið sem færist yfir til sameiginlegrar ákvörðunartöku á vettvangi ESB eru ákvarðarnir um heildar veiðimagn á okkar fiskistofnum. Við ráðum síðan hverjir fá að veiða úr þeim og getum sett mörg skilyrði fyrir því að fá úthlutað kvóta þar með talið skilyrði um tengsl við sjávargybbðir hér á landi. Janvel þó reglur komi um frjálst framsal milli ríkja þá er ekekrt sem skyldar neitt ríki til að taka þátt í því framsali.
Svo er það einfallega þvæla að stjórnvöld séu að gera útgerðir gjaldþrota þó þeim verði gert að greiða eðlilega leigu fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar. Það minnkar líka áhuga erlendra aðila á íslenskum útgerðarfyrirtækjum ef ljóst er að þær eigi ekki veiðiheimildir. Þá eru menn einungis að kaupa skip, tæki, húsnæði og rekstur með því að kaupa útgerðarfyrirtæki.
Árn Gunnarsson. Þarna ert þú að snúa út úr orðum Stefans Fuler því það er ekki nein samnýting kvóta í ESB. Allar aðildarþjóðir ESB eiga sína fiskistofna þó ákvarðanir um sjálfbærni og þar með heildarveiði úr þeim séu teknar á vettvangi ESB.
Axel Jóhann. Ef við værum í ESB þá þyrftum við að semja við Skota, Íra, Norðmenn og Færeyginga um okkar hlut í makrílkvótanum með ESB sem sáttasemjara gagnvart Írum og Skotum en sem samherjum gagnvart Norðmönnum og Færeyingum. Í dag þurfum við hins vegar að semja við ESB sem andstæðing vegna þess að við erum ekki aðilar að ESB og ESB gætir hagsmuna aðildarríkja og ver þá með kjafti og klóm. Ef við værum aðilar að ESB þá væru okkar hagsmunir líka varðir með sama hætti af ESB.
Sigurður M Grétarsson, 1.4.2012 kl. 21:42
Sigurður smeygir sér lipurlega hjá því að spá fyrir um hve velvild og manngæska kommisaranna myndi færa Íslendingum stóran makrílkvóta eftir hugsanlega innlimun. Ætli magnið sem þeir bjóða núna sé ef til vill vísbending um hvað verða myndi ef þeir fengju einhverju um það ráðið?
Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2012 kl. 00:15
Axel. Þegar ESB semur fyrir hönd aðildarríkis við ríki utan ESB þá er ESB fyrst og fremst að gæta hagsmuna aðildarríkisins og gengur eins hart fram í því og kostur er. Ef við værum innan ESB þá værum við ekki að semja við ESB heldur værum við að semja við Skota og Íra með ESB sem sáttasemjara. Það sem ESB bíður okkur sem ríki utan ESB í deilu við aðildarríki segir því ekkert um það hvaða afstöðu menn tækju hjá ESB í málinu ef við værum líka aðildarríki. Á hinn bóginn væri ESB samningsaðili fyrir okkar hönd ásamt Írum og Skotum gagnvart Norðmönnum og Færeyingum og berðist þar fyrir okkar hagsmunum með kjafti og klóm ef við værum aðildrríki.
Á endanum verðum við að semja um makrílveiðar og það er ekkert gefið í því að við náum betri niðurstöðu sem ríki utan ESB heldur en við næðum ef við værum aðilar að ESB.
Sigurður M Grétarsson, 3.4.2012 kl. 00:15
Sem ríki utan ESB höfum við frelsi til að ákveða eigin kvóta innan íslenskrar landhelgi og þurfum ekki að lúta erlendu valdi í því efni.
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2012 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.