Afskipti stjórnvalda hefðu valdið "panikástandi"

Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi hinum pólitísku ofsóknarréttarhöldum gegn Geir H. Haarde hafa leitt ótvírætt í ljós að stjórnvöld voru ekki í nokkrum færum til að beita sér fyrir minnkun bankakerfisins á árunum fyrir hrun, eða eins og segir í fréttinni af framburði Lárusar Welding, fyrrv. forstjóra Glitnis: "Hann sagðist ekki geta haldið því fram að stjórnvöld hefðu átt að þrýsta á bankana um að draga saman seglin. Það hefði ekki hjálpað, þvert á móti hefði það skapað „panikástand“".

 Bankarnir voru allir einkabankar og var stjórnað af ofurlaunuðum eigendum sínum og forráðamönnum, sem áttu ekki að gera neitt annað en að stjórna þeim og fylgjast með þróun fjármálamarkaða, en þeim var ekki stjórnað af ríkisstjórninni í heild eða af forsætisráðherranum.  Bankaforkólfarnir segja allir að hrunið hafi stafað af alþjóðlegri lausafjárkreppu, en hins vegar hefði verið hægt að draga saman seglin í rekstri og efnahag bankanna á árinu 2008, ef vilji hefði verið til þess.

 Slík yfirlýsing er líklega sett fram til að koma höggi á Geir H. Haarde, en hittir auðvitað engnan fyrir aðra en forkólfa bankanna, sem voru í ofurlaunuðum störfum með, að eigin sögn, gífurlegri ábyrgð og þar með var það þeirra eigin skylda að bregðast við aðsteðjandi vanda með öllum mögulegum ráðum, en það gerðu þeir hins vegar ekki og því fór sem fór. 

Ef fram fer sem horfir verður það Geir H. Haarde sem kemur best allra frá Landsdómsmálinu og þeir sem efndu til þessarar pólitísku uppákomu munu sitja uppi með skömmina. 


mbl.is Þrýstingur hefði valdið usla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Axel Jóhann !

Ég hygg; að þú ættir að spara þér harmatölur nokkrar - og rifja upp, þann tíma, sem leiddi til þess, sem verða vildi, ágæti drengur.

Allan 10. áratug; síðustu aldar, glumdi í eyrum okkar, frjálshyggju óskapnaðurinn - sem var / og er svona viðlíka ógeðfelldur, sem Sovét- Kommúnisminn var.

Allt; skyldi einkavæða - hæfileikar; viðtakenda ríkisfyrirtækja, algjört aukaatriði - Allt fyrir Ekkert; básúnaði Jón Baldvin Hannibalsson, undir ánægju glotti Davíðs Oddssonar / Halldór Ásgrímsson reið á vað ofurbrasks stjórnmála hyskis - líkt og Steingrímur J. Sigfússon, norðan heiða.

Veturinn 1992 - 1993; hafnaði Vigdís Finnbogadóttir, sjálfsagðri beiðni, stórs hluta kosningabærra manna, um þjóðaratkvæðagreiðslu, um EES gjörninginn, o.s.frv.

Undanfarar alls þess; sem leiddi til hörmunganna, Haustið 2008.

Er minni þínu; frá árunum 1991 - 2007/2009 - og síðan, nokkuð tekið að förlazt, síðuhafi góður ?

Með kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 15:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þó minnið sé ekki óbrigðugt þá var helsti munurinn á Íslandi og Sovétinu og öðrum álíka ríkjum, að hér var lýðræði og ekki reiknað með, eða ætlast til, að ríkisvaldið væri með nefið niðri í hvers manns koppi, hvorki einstaklinga eða fyrirtækja. Einstaklingarnir áttu að hafa sem mest frelsi til eigin ákvarðana um sjálfa sig og líf sitt og sama gilti um fyrirtækin. Þau áttu að vera á ábyrgð eigenda sinna og stjórnenda og starfa án afskipta ráðherra og annarra pólitíkusa.

Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2012 kl. 15:50

3 identicon

Sæll á ný; Axel Jóhann !

Það var; / og er nefnilega málið. Öngvar hömlur; á græðgisvæddum stjórnmála- og Banka bröskurum, sem öðrum áþekkum.

Betur; er sumum stofnunum og fyrirtækjum komið í Ríkisrekstri - fremur en í lúkum 1/2 vita - eða annarra; með enn minni vitsmuni, sem á daginn er komið.

Meðan Póstur & Sími heitinn; var og hét, var vandræðalaust, hægt að senda skeyti, af þeim tilefnum, sem við átti, fljótt og vel.

Í dag; annast braskarinn og sérgróða Þursinn, Ingimundur Sigurpálsson, með hangandi hendi, þessa þjónustu, eða svo á að heita - Tugum/ef ekki Hundruðum % hærra verðs, að Krónutölu - ef þá; skeyti fólks komast klakklaust, á áfanga stað, sem fjarri því er að vera, sé miðað við gömlu stofnunina, til dæmis.

Jú; Sovét- Kommúnisminn, var talsvert frábrugðinn fjálshyggju- Kapítalismanum, en ég nefndi hann, sem eina óværu - til samanburðar annarrar, ágæti drengur.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband