Aðför að málfrelsinu, sem þó er illa notað

Akureyreyrarbær hefur gert óþolandi árás á tjáningar- og skoðanafrelsi Snorra Óskarssonar í Betel, með því að víkja honum úr starfi vegna skrifa hans um samkynhneigð, sem hann álítur vera synd og algerlega óréttlætanlega þess vegna.

Snorri á auðvitað að hafa fullt leyfi til að tjá þessar skoðanir sínar og það verður að teljast algerlega óréttlætanlegt í lýðfrjálsu landi, þar sem málfrelsi á að heita í hávegum haft, að hrekja menn frá lifibrauði sínu þó þeir láti í ljós skoðanir sem öðrum gætu fundist óviðeigandi.

Skoðanir Snorra á samkynhneygð eru reyndar fornar og algerlega úr takt við þann hugsunarhátt sem tíðkast nú á tímum, enda stór hluti þjóðfélagsins löngu hættur að hugsa á sömu nótum og Snorri og þykir samkynhneigð ekkert tiltökumál og öllum þykir sjálfsagt að viðurkenna réttindi samkynhneigðra til jafns á við aðra þjóðfélagsþegna.

Snorri Óskarsson gerir sjálfum sér og söfnuði sínum, eða kristninni yfirleitt, engan greiða með prédikun þessara fornaldarviðhorfa, en eftir sem áður á hann að njóta allra réttinda til að tjá þær, án þess að verða fyrir ofsóknum þeirra vegna, að ekki sé þar talað um atvinnuþvinganir af hálfu opinberra aðila.

Slíkar ofsóknir eru miklu verri en ofsóknir Snorra gagnvart samkynhneigð.


mbl.is Snorri sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújú, að víkja honum úr starfi er kannski á gráu svæði. Kannski aðeins of mikið. En ef forsætisráðherra vor, eða forseti, myndu láta líkar skoðanir frá sér fara utan síns starfsvetvangs, myndi fólk ekki hvá við?

Snorri er nefninlega ekki bara kennari þegar hann er í vinnunni. Hans ábyrgð er meiri en í mörgum öðrum störfum, og þess vegna átti sannarlega að gera athugasemd við hegðun hans. (þá mætti bæta því við að þetta starf er vanmetið, amk. ef maður tekur mið af launum - þetta er jú fólkið sem elur upp framtíðina að miklu leyti.)

Þetta er amk. mín eigin sýn á kennarastarfið - kannski aðrir sjái það öðruvísi.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:18

2 identicon

Nei, hann á ekki að njóta réttar til þess að blaðra eins og hann vill, ég skal skrifa hérna það sem ég skrifaði á visir.is facebook síðunna:

Krakkar sem eru samkynhneigðir eru 4 sinnum líklegri til þess að fremja sjálfsmorð en aðrir, krökkum sem er mismunað vegna þess af fjölskyldu sinni eru 9 sinnum líklegri til þess að fremja sjálfsmorð. Svona fordómar eins og þessi Snorri er með gerir engum gott. Þetta snýst ekki um að hafa öðruvísi skoðun, þetta snýst um hvort við eigum að samþykkkja svona fordóma sem geta haft alvarlegar afleiðingar.

Viltu virkilega að þessi maður haldi áfram að kenna börnum og að hann fái að tala svona? 

Kári (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér skilst að Snorri hafi verið að tjá þessar skoðanir sínar utan skólans, þ.e. á bloggi og annarsstaðar. Hann má hafa hvaða skoðanir sem hann vill, mín vegna, svo fremi að hann gegni starfi sínu eins og til er ætlast og sé ekki að boða þessar kenningar sínar innan veggja skólastofunnar og án allra tengsla við það námsefni sem hann á að kenna.

Málfrelsið er eitt það dýrmætasta í þjóðfélaginu og algerlega óásættanlegt að menn séu ofsóttir og hraktir frá lífsviðurværi sínu þeirra vegna. Svona ofsatrúarskoðunum á auðvitað að svara og hrekja, en það á ekki að gera með ofsóknum á hendur þeim sem haldnir eru slíkum grillum.

Upplýsing og fræðsla eru mun vænlegri til að koma í veg fyrir mismunun vegna kynhneigðar eða trúar- eða annarra skoðana. Einelti á ekki að líða, hvorki gegn samkynhneigðum eða þeim sem hafa einhverjar aðrar skoðanir á málum, sem til umfjöllunar eru hverju sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2012 kl. 19:33

4 identicon

Axel: Finnst þér semsagt fyrirmyndin sem persóna kennarans er, ekki skipta neinu einasta máli, nema það sem gerist innan veggja skólans? Væri t.d. í lagi ef Snorri væri blindfullur allar helgar? Væri hann enn góð fyrirmynd innan skólans?

Það finnst mér ekki. Kennari hefur fleiri skyldum að gegna en þeim sem finnast innan veggja skólans - það er stóra málið. Þú virðist vera á allt annarri skoðun, og finnst þess vegna vegið að málfrelsinu. Ég skil það, en er alveg ósammála þér.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:40

5 identicon

Það er sennilega gleymt en þessi maður Snorri bannfærði aðstandendur Samútgáfunnar Korpus ehf. 1992 að mig minnir vegna greinar í einu af tímaritum útgáfunnar. Hann hefur sennilega hlaupið yfir textan í biblíunni "Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir" framkoma þessa manns hefur ekkert með málfrelsi að gera.

Sigurður V.Bjarnason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:41

6 identicon

Málfrelsi er vissulega mikilvægt en því eru settar vissar skorður. Þegar kennari er jafn strangtrúaður og sá sem hér um ræðir er, hlýtur eitthvað af hans sannfæringu að fylgja honum hvert sem er, þar með talið inn í skólastofur. Nú veit ég til þess að umræddur kennari hefur látið út úr sér í kennslustofu að "hommar væru réttdræpir". Ég kæri mig ekki um að slík orð séu höfð innan um mín börn og finnst eðlileg krafa að yfirvöld tryggi að svo verði ekki.

Ég tæki hinsvegar að fullu undir orð þín Axel ef að um samskipti fullorðinna einstaklinga væri að ræða. Ég get það hinsvegar ekki þegar um börn er að ræða og tel eðlilegt að málfrelsi séu settar skorður til að vernda börn frá fordómafullum bókstafstrúarmönnum

Jón Fannar (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:50

7 identicon

Ég er algerlega sammála því sem Kári og Tómas skrifa enda rétt. Ég get ekki séð að það sé mögulegt að skilja eftir við þröskuldinn á skólastofunni svona öfagafullan boðskap sem gæti kostað fleiri mannslíf. Á því þarf að taka strax og það hefur Akureyrarbær sem betur fer gert.

Ómar (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:53

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Hér eru margir sem tala um að þetta sé réttlætanlegt, en væri þá réttlætanlegt að reka kennara sem er samkynnheigður fyrir að mæra það á blogginu hversu samkynheigð sé æðisleg og segja að fólk sem sjái það ekki sé blint og að tapa af lífnu?  Eða á að reka kennara fyrir að taka þátt í Gaypride?

Og svo að mín skoðun sé á hreinu þá er ég algjörlega á móti því að hefta fólk í einkalífi sínu þó það sé kennarar eða eitthvað annað.

Fyrir mér er málfrelsið heilagt og við verðum að taka því að fólk hefur mismunandi skoðanir, og það er þyngra en tárum taki hversu margir hér eru fylgjandi ritskoðun og skoðanaofbeldi.  Og gleymið því ekki að þó þið gleðjist í dag þá er ekki víst að það verði þannig næst.

Einar Þór Strand, 13.2.2012 kl. 20:14

9 identicon

Einar: Ef persóna sem gegnir ábyrgðarhlutverki (t.d. kennarastarfi) hleypur um og staðhæfir hitt og þetta sem hinn eina sannleik, þá á vissulega að gera athugasemd við það. Já, það á líka við um samkynhneigða kennara sem láta sem samkynhneigð sé það eina rétta í stöðunni.

Þín skoðun stangast svo á við skoðun fjölmargra sem ég þekki. Málfrelsið er vissulega mikilvægt - allt að því heilagt. En ég vil ekki hafa manneskju í vinnu hjá mér (í opinberri stöðu eins og kennarastarfi) sem er svo fordómafullur sem Snorri hefur gert sig sekan um.

Það er ekki skoðanaofbeldi og ritskoðun að halda vitlausum (já, vitlausum) öfgaskoðunum frá börnunum okkar - að mínu mati. Þú virðist því ósammála..

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:20

10 identicon

...auk þess var hann ekki rekinn, heldur "sendur í frí", á fullum launum út skólaárið. Honum er þá frjálst að mæta aftur til starfa ef hann lætur af þessum óþarflega sterku skoðanaskiptum sínum á almannavettvangi (þ.e. um leið og hann gerist betri fyrirmynd fyrir börnin).

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:26

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Börn verða seint varin fyrir ýmsum skoðunum fullorinna, hvorki um samkynhneigð, trú, stjórnmál eða annað sem fólk verður seint sammála um. Að sjálfsögðu þarf kennari að passa sig á að vera ekki að ota sínum sérskoðunum að nemendum á því sem kemur námsefninu ekki við.

Var það ekki Voltaire sem sagði eitthvað á þessa leið við einhvern andstæðing sinn: "Þó ég fyrirtíti skoðanir þínar er ég tilbúinn til þess að fórna lífinu til að verja rétt þinn til að tjá þær"?

Aveg er ég sammála þessu viðhorfi, enda tel ég tjáningarfrelsið eitt mikilvægasta mannréttindamál sem hægt er að berjast fyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2012 kl. 20:33

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Tómas við þig segi ég bara eitt mundu þessi orð því þegar þú lendir í súpunni.

Einar Þór Strand, 13.2.2012 kl. 20:39

13 identicon

Rétt. Við getum ekki varið börnin gegn öllu. En samt bönnum við þeim að drekka áfengi, bönnum jafnvel ákveðnar umbúðir utan um það, setjum aldurstakmörk á kvikmyndir o.s.frv. Ástæðan er sú að samfélagið hefur lengi talið að óharnaður heili hafi ekki gott að því að umgangast "slæmar" fyrirmyndir í miklu magni.

En hann getur bara alveg hætt sem kennari og nýtt málfrelsi sitt til hins ýtrasta.

Mér (og yfirvöldum í skólanum) líkar bara ekki að hann fái að segja hvað sem er og standa svo fyrir framan börnin okkar, sem fyrirmynd. Þar með er hann sendur í leyfi. Þetta er allt eftir reglum lýðræðis. En ykkur er náttúrulega frjálst að vera því ósammála.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:41

14 identicon

Einar: Þeirri súpu að fá ekki að tjá niðrandi persónulegar skoðanir mínar á því hvað mér þykir um ákveðinn minnihlutahóp fyrir börnum sem málið kemur bara ekkert við? Já. Einhvern veginn efast ég um að ég lendi í súpunni - en ég skal muna þau..

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:44

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til þess að stoppa Snorra verður að banna biblíuna.Hann er aðeinas að vitna í það sem þar stendur.Forseti Íslands er æðsti maður þjóðkirkjunnar.Biskub íslands og prestar leggja hönd á biblíuna þegar þeir taka vígslu.Stjórnarskráin ver trúfrelsi.Hvítasunnusöfnuðurinn er skráð trúfélag.Þar af leiðandi er Snorra heimilta að túlka og blogga upp úr bibliunni eins og honum sínist.

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2012 kl. 20:46

16 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Tómas.Er samkynhneigð eithver Fyrirmynd?Finnst þér Tómas að menn eigi að tala um Homma og Lesbíur sem eithverja fyrirmynd? Nei það er ekki eðli mansins að velja sér maka af sama kyni,það er óeðli.Máske er þetta tísku fyrirbrigði.

Vilhjálmur Stefánsson, 13.2.2012 kl. 20:49

17 identicon

Vilhjálmur: Þú ert *algerlega* að mistúlka orð mín. Sagði ég þetta einhversstaðar? Nei. Ég vil ekki að kennarar ákveði hvað börnum á að finnast um kynhneigð. Það er alls ekki á þeirra sviði.

Mönnum er almennt frjálst að tala um homma og lesbíur eins og þeim sýnist. En það gildir ekki um fólk sem gegnir ábyrgðarhlutverki í samfélaginu. Þetta fólk hefur samþykkt að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar og eiga að haga sér eftir því. Ekki hlaupa uppi með hroka eða fordóma.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:57

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mönnum er ekki frjálst að tala um homma og lesbiur eins og þeim sínist enda gerri Snorri það ekki.Hann aðeins iðkar trú sína og vitnar í biblíuna.Það gerir hann ekki í vinnutíma sínum í skólanum, heldur utan vinnutíma.Aðförin að honum er aðför að trúfrelsi manns og er refsiverð samkvæmt stjórnarskrá og hegningarlögum. 

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2012 kl. 21:11

19 identicon

Sigurgeir: Það má vel vera að Snorri sé bara að fara eftir biblíunni. Sjálfur finnst mér það sem ég hef lesið eftir hann á moggablogginu ekkert yfir strikið. Hann er, jú, bara að ræða hvað stendur í biblíunni.

Kannski helst þegar hann skrifar: "Kjarninn [...] er sá að samkynhneigðin telst vera synd. [...] Laun syndarinnar er dauði [...]".

Ekki myndi ég vilja eiga barn sem lærir hjá þessum manni. Auk þess hefur maður nú eitthvað heyrt um að Snorri skilji trúmálin ekki eftir við þröskuldinn á leið inn í skólann (t.d. að ofan þar sem Jón Fannar staðhæfir að Snorri hafi sagt að "hommar væru réttdræpir". Ekki veit ég hvað er til í þessu, enda þekki ég ekki til í skólanum.)

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:22

20 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Tómar, það er enginn hroki í því sem Snorri ritar á bloggi sínu..Svo er það engvir fordómar þó menn segi að það sé óeðli að velja sér maka af sama kyni..Sem er rétt.

Vilhjálmur Stefánsson, 13.2.2012 kl. 21:24

21 identicon

Vilhjálmur: Well.. ég tel öfgatrúafólk alltaf vera hrokafullt (segjast vita hitt og þetta um alheiminn.. - en það er svosem annað mál). Málið er að Snorri gerir því skóna að samkynhneigðir séu syndarar og verðskuldi ákveðna tegund af dauða. Gæti það hugsast að Snorri sé að kenna nemendum sem eru samkynhneigðir? Já. Getur þá ekki verið að þeim líði illa í tímum hjá honum? Jú. Viljum við það? Ekki ég...

Og, btw, það er þín (og hans) skoðun að samkynhneigð sé óeðlileg. Ekkert mál að hafa þessa skoðun. En í ábyrgðarhlutverki (fyrir mína, okkar allra hönd) ber Snorra að halda þeim fyrir sig sjálfan (að margra mati), og vera ekki að skrifa opinberlega um þær. Ekki um þessi mál.

Ómar neglir þetta alveg:

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1222915/

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:36

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Prestar veifa bilíunnu úr predikunarstólnum og sgja fermingarbörnum að lesa hana.það er þeirra vinnuskylda.Þeir eru ráðnir sem kristnir prestar þjóðkirkjunnar.Það sem Snorri segir er aðeins það sem prestar þjóðkirkjunnar segja mönnum að lesa.Á þá ekki að banna þeim að vitna í biblíuna og segja fólki að lesa hana sem orð guðs og heilagan sannleika.En að sjálfsögðu á skólayfirvöldum að vera frjálst að reka Snorra.En þeim er tæpast stætt á því að reka hann fyrir að vitna í biblíuna utan vinnutíma án þess að greiða honum uppsagnarfrest.

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2012 kl. 21:46

23 identicon

Það er ekki kirkjuskylda á íslandi (sem betur fer!). Það er hins vegar skólaskylda.

Svo er nú margt sem mætti laga í þjóðkirkjunni. Í fyrsta lagi þá ætti ekki að vera þjóðkirkja. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera skráð sjálfkrafa í neina kirkju, heldur aðeins að bón foreldranna.

Þangað til er ég alveg á móti því að veifa einhvers konar áróðri að óhörnuðum börnum. Jafnvel þótt foreldrarnir vilji annað. (þó ég geti ekkert gert í því :) ).

Aftur: Þá eru skólayfirvöld ekki búin að reka hann. Heldur (eftir áminningu) víkja honum úr starfi það sem eftir lifir af skólaárinu, og bjóða hann velkominn aftur ef hann lætur af þessum umdeildu skrifum sínum.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:55

24 identicon

(þ.e. senda hann í frí, á fullum launum...)

(er ég nokkuð að yfirgnæfa þetta blogg Axel? :) Vona ekki. Þykir bara áhugavert að ræða þetta.)

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:56

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, þú ert alls ekkert að yfirgnæfa þetta blogg og alveg velkomið að taka þátt í umræðum hér.

Í framhaldi af þessum orðaskiptum væri fróðlegt að velta fyrir sér hvaða skoðanir ættu að vera leyfilegar og hverjar ekki. Á ég að hafa leyfi til að krefjast þess að skoðanir sem eru andstæðar mínum skuli bannaðar og geta aðrir krafist þess að mínar skoðanir verði bannaðar.

Hætta menn sér ekki út á nokkuð hálan ís með kröfu um bann við einstökum skoðunum og frelsi manna til að tjá þær?

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2012 kl. 22:11

26 identicon

Akkúrat. Það sem er áhugavert er þetta: Hvar liggja mörkin.

Það má náttúrulega deila fram og til baka um það - þó held ég að flestir geti sætt sig við ekkert allt of breiða línu sem afmarka "leyfileg" umræðuefni - línan/mörkin fara svo alltaf eftir vettvanginum.

Sem dæmi um einhver málefni tel ég t.d. að séu ekkert sérstaklega hentug að kennarar taki sterka afstöðu í eru áfengi, þjóðernisást (um of..), ákveðna minnihlutahópa (svosem þeldökka og/eða samkynhneigða). Ég hef ekkert velt þessu svo mikið fyrir mér - enda ekki í aðstöðu fyrirmyndar (að undanskildum litlum frændum og frænkum náttúrulega). Kennarar ættu að hafa það hlutverk að fræða börnin um efni námsskrár, þó það saki ekki að þeir bæti einhverju af sínum eigin fróðleik við - svo fremi sem sá fróðleikur eigi sér rótsterkan grundvöll (sem ég tel biblíuna ekki vera, svo dæmi séu tekin).

Mér þætti ekkert að því að Snorri ræddi um samkynhneigð við börnin ef þau spyrðu hann út í hana. Og þá verður hann að vera mjög opinn fyrir því að ræða hana sem eðlilegan hlut - eða þannig skilst mér amk. að samfélagið vilji ræða um þessi mál. Ekki að vitna í ævaforna bók sem kennir líka margt mjög afbrigðilegt (að mínu og annarra mati).

(og nú má vel vera að hann hafi aldrei minnst á biblíuna eða hennar boðskap í tíma - vil ekki saka manninn um eitthvað að ósekju).

En þetta er klárlega áhugaverð umræða. Kannski grunnskólar séu búnir að setja sér einhverja stefnu í þessum málum?

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 22:45

27 Smámynd: Sigurður Helgason

Eftir allan lesturinn mega þá samkynhneigðir ekki kenna börnum, þeir gætu verið að koma einhverjum boðskap á framfæri?

Bara með því að vera samkynhneigðir.

Sigurður Helgason, 13.2.2012 kl. 23:17

28 identicon

Sigurður: Hvað í ósköpunum ert þú að tala um? Er einhver að segja að kynhneigð kennara skipti máli?

Auðvitað mega samkynhneigðir kenna börnum. Allt eins og gagnkynhneigðir mega það. Kynhneigð þeirra kemur málinu ekki við, heldur hvað kennararnir hafa fyrir börnunum. Það skiptir heldur ekki máli hvaða stjórnmálaflokk kennari aðhyllist.

Ef samkynhneigður kennari er með fáránlegar staðhæfingar á blogginu sínu (t.d. að gagnkynhneigðir brenni í helvíti), þá myndi ég gera alveg jafn mikla athugasemd við hann og ég geri við Snorra.

Ef kennari er með alhæfingar fyrir börnum sem standast ekki skoðun, þá skal gera athugasemd við það háttalag.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:29

29 Smámynd: Benedikta E

En hvað með Samtökin 78 - hafa þau ekki aðgengi að skólastofum barnanna í grunnskólunum - með sinn einhliða áróður fyrir samkynhneigð - Er eitthvað sagt við því ? Hafa foreldrar barnanna verið spurðir ?. Ekki er slík fræðsla stjórnarskrár varin eins og kristin trúarbrögð eru og byggja á Biblíunni.Snorri gerði ekki annað en skrifa Biblíulegan texta - upp úr Biblíunni á blogg síðu sína - hann var ekki að messa inni í skólastofu eins og Samtökin 78 gera - þó svo að slík fræðsla sé ekki tekin fram í grunnskólalögunum að eigi að vera á námsskrá skólabarnanna.

Ef fer fram sem horfir í skólamálunum - þá verða það einkareknir skólar sem leysa vandann.

Benedikta E, 13.2.2012 kl. 23:30

30 identicon

Þetta með homma og lesbíur.

Hvaða rugl er þetta með: "Koma út úr skápnum".

Þetta kynferðisrugl, perverta, barnaporr hefur tröllriðið heiminum eftir að farið var að líta á þetta fólk sem einhverjar æðri verur.

Það þykir mjög fínt í dag að samkynhneigt til hægri og vinstri. Og við þetta venjulegir sem hafa engann "skáp" að koma út úr, við eigum bara að kyngja þessu kolruglaða fólki hvað það eigi erfitt. Og það sé mannúðarmál að þetta lið fái að ættleiða börn o.s.frv. Þetta er týpiskt Sænskt. Sem betur fer hafa margar þjóðir sett Svíþjóð á bannlista að fá ættleidd börn. Arfsjóður (sjóður sem fellur í ríkissjóð ef látinn einstaklingur á engan erfingja) svía hefur úthlutað milljónum til R.F.L.S. (samtök homma lesbía og fleiri ruglaðra) til að fræða 10-12ára börn í skólum hvernig það eigi að prófa sig áfram til að vita hvort þau séu öfuguggar.

Mér finnst þetta með ólíkindum hvernig skóli getur sett mann í "frí" af því að hann vogar að setja sig á móti svona öfuguggahætti.

Verður ekki bara það næsta að upplýsa börnin hvernig hægt er að framkvæma samfarir með dýrum, og hversu margar aðferðir sé hægt að nota. Nei, íslendingar þetta er einum of mikið. Hommar og lesbíur virðast eiga greiðan inngang í skólana á Íslandi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:42

31 identicon

Benedikta E: Samtökin 78 berjast fyrir jafnrétti. Þau eru ekki að prédika að samkynhneigð sé betri en gagnkynhneigð. Samkynhneigðir hafa lengi átt undir högg að sækja, og því ekkert óeðlilegt að talsmaður þeirra fái að koma inn til að ræða þessi mál.

Kirkjan hefur aftur á móti sterkan grundvöll til mörghundruð ára og frábært húsnæði og fjármagn til að stunda sínar prédikanir.

Jújú, kannski ætti að fara að banna þessar heimsóknir samtakanna í skólann - ég hef ekkert fylgst með þeim. Annars veit ég ekki hvaða ástæður ættu að vera fyrir því að berjast móti réttindum samkynhneigðra.

Ég þekki námsskrá skólabarna svosem ekki vel. Hvort á að kenna kristinfræði í skólum eða prédika kristni? Því þetta er tvennt, mjög ólíkt. Ef hið síðara er skv. námsskrá, þá myndi ég berjast á móti því.

Hvaða vanda ert þú annars að vísa til sem leystur verður í einkaskólum?

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:44

32 identicon

Jóhanna: Hver er að líta á samkynhneigt fólk sem "æðri verur"? Ekki ég. Enginn sem ég þekki.

Einu skiptin sem það verður eitthvað mál úr þessum hlutum er þegar fólk er að skipta sér að því hvað samkynhneigðir mega og mega ekki gera. Það vill þannig til að samkynhneigðir búa ennþá við þær aðstæður að hafa takmörkuð réttindi miðað við gagnkynhneigða. Staðan er þó nokkuð góð á Íslandi. Ég get svosem verið sammála því að mér finnst óþarfi að eyða miklu púðri í að kynna samkynhneigð eitthvað sérstaklega. Það á einfaldlega að bjóða börnum upp á grundvallar kynfræðslu og lífsleikni.

Mér sjálfum gæti ekki verið meira sama hvaða hneigðir annað fólk hefur. Mér er bara nokkuð slétt sama - svo fremi sem gjörðir þeirra hafa ekki slæm áhrif á mig og mitt líf.

Það er þá venjulega trúað fólk sem er að skipta sér að kynhneigð fólks - af hverju? Því það stendur í einhverri bók. Það er það sem er merkilegt.

Svo veit ég hreinlega ekki hvað ég á að segja við síðustu málsgrein þinni. Upplýsa börn um samfarir með dýrum? Ætlar þú virkilega að draga umræðuna niður á þetta svið? Nei. Það er einum of mikið. Getum við ekki bara lifað lífinu, og ekki skipt okkur að því hver er að ríða hverjum?

(sjálfur er ég harð-gagnkynhneigður - bara svo það komi fram)

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:53

33 identicon

Jóhanna: Og hvaða rugl er þetta með ættleiðingarnar? Kemur það þér við þegar tvær manneskjur ákveða að taka að sér barn til að ala það upp? Nei, það gerir það nefninlega ekki, nema þú vinnir á ættleiðingarstofunni og parið sýni ekki þá getu að geta alið barn.

Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:55

34 Smámynd: Sigurður Helgason

Ég hef haft samkynhneigðan kennara og það komst í tísku í þeim bekk að karlmenn fóru að mála á sér augun í þeim bekk áður en þeir fóru á ball. Þetta komst hreinlega í tísku. Úr því að það skiptir ekki máli hver kynhneigð kennarans er af hverju skiptir þá máli trúarskoðanir hans. Er ekki trúfrelsi á Íslandi? Og er ekki facebook bönnuð börnum?

Og til að uppfræða þig Tómas, þú hefur greinilega ekki lesið biblíuna. Það stendur ekkert þar um helvíti; þar sem Guð skapaði ekki helvíti heldur Himinn og Jörð.

Sigurður Helgason, 13.2.2012 kl. 23:58

35 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mín viðhorf til samkynhneigðra mótuðust þegar ég varð vitni að því hvernig drengur í götunni, sem ég ólst upp í, var þegar 4-5 ára gmall með öll einkenni samkynhneigðra, lék sér ekki í strákaleikjum en hafði yndi af brúðum.  Síðan hef ég fylgst með píslargöngu þessa manns í gegnum lífið þar sem hann hefur orðið að ganga í gegnum víti á köflum.

Ef ég væri foreldri sem ætti slíkt barn í grunnskóla þar sem það á viðkvæmasta skeiði lífsins þyrfti að horfast í augu við kennara, jafnvel daglega, sem liti á þennan nemanda sinn sem ótíndan glæpamann sem ætti skilið að vera refsað grimmilega, jafnvel með dauða, myndi ég telja að skólinn gengi á rétt barns míns til þess að fá að njóta umhverfis í skólanum sem ekki færði því slíkt áreiti, sem væri á skjön við þær kröfur, sem við gerum til menntastofnana, að þær mismuni ekki nemendum eftir litarhætti, kynferði, kynhneigð o. s. frv.´

Vísa til bloggpistils míns í dag um það hvernig ýmsar stéttir eru bundnar við mun meiri skorður varðandi opinbert tjáningarfrelsi heldur en kennarar.

Snorri fór að mínum dómi yfir strikið með ótrúlelegaharkalegum og í raun einstæðu ummælum sínum.

Ég hætti fréttamannsstarfi fyrir fimm árum til að njóta tjáningarfrelsis, sem ég hafði að stórum hluta til verið sviptur eins og nauðsynlegt er hjá fréttamönnum.

Ég valdi sem sé á milli þessa starfs og þess að fá sama málfrelsi og aðrir borgarar.

Snorri getur, alveg eins og ég, valið á milli starfs síns og þess að fá sama málfrelsi og aðrir borgarar. Þá getur hann haldið fram sínum skoðunum án þess að valda sumum nemendum sínum sárindum og þjáningu.

Ómar Ragnarsson, 14.2.2012 kl. 00:02

36 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvað er Snorri hefur rétt fyrir sér...?

En svona grínlaust þá er aðalatriðið í þessu hvort Snorri sé góður kennari eða ekki. Ef hann er góður kennari (og þeir eru verðmætari en flest annað) sem heldur trúarbullinu utan skólastofunnar þá er glórulaust að reka hann fyrir skoðanir sem hann birtir í frítíma sínum. 

það er alveg ljóst í mínum huga að ef kristnifræði yrði hent út og í hennar stað færi fram vönduð kennsla í trúarbragðafræðum þá ættu skoðanir eins og þær sem Snorri viðrar ekki að koma neinum á óvart. Þetta stendur jú allt í stóru leiðbeiningabókinni - ekki satt? Það er hins vegar farið í krignum þetta eins og heitan graut - sennilega til að reyna að styggja engan. Af hverju hefur kirkjan ekki viljað staðfesta sambúð samkynhneigðra - er samkynhneigð kannski synd...?

kennsla í trúarbragðafræðum er hins vegar öll í skötulíki og mýflugumynd - einmitt vegna þess hve þjóðkirkjan hefur verið ráðandi. Það er sláandi að í nýlegum lögum um grunnskóla er þessi klausa; "Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi." http://www.althingi.is/lagas/140a/2008091.html

Svona uppákomur eru leiðinlegar en þær geta líka verið gagnlegar hafi menn hugrekki til að taka umræðuna. Ég er líka sannfærður um að ef almennileg fræðsla um trúarbrögð væri í boði þá mundi vesenið vegna þeirra snarminnka.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2012 kl. 00:06

37 identicon

Sigurður: Svo þín upplifun um einn kennara gerir þig að sérfræðingi um hvað má og hvað ekki?

Skal kennari þá vera alveg autt blað? Engar skoðanir og engin persónueinkenni?

Nú veit ég náttúrulega ekkert um þennan kennara. Bað hann strákana um að mála sig? Var hann að reyna að snúa bekknum yfir í samkynhneigð?

Sko - ég er búinn að margskrifa þetta hérna að ofan: Það hvað kennarinn er skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er hvað kennarinn segir börnunum og hvernig fyrirmynd hann er.

Það má líklega deila um hvaða skilaboð fólk sendir. Snorri t.d. sendir þau sterku skilaboð að hommar og lesbíur séu syndug og komi til með að deyja á einhvern undarlegan hátt. Samkynhneigður kennari gæti verið alveg flaming-gay, en honum ber nú (að mínu mati) að reyna að tempra sínar persónulegu skoðanir þegar kemur að málefnum sem kynhneigð og trúarmálum. Málefni sem eru ekki ætluð kennurum að útkljá.

Sum sé: Það er munur á því að hafa persónuleika og tjá sterkar skoðanir sínar á mjög umdeildum hlutum í hlutverki barnaskólakennara.

Til að uppfræða þig, þá veit ég vel að helvíti er manngert og kemur ekki úr biblíunni. Það er þó einfalt hugtak sem margir kristnir tengja sig við og því notaði ég það.

Og nei, ég hef ekki lesið biblíuna - en ég hef lesið nóg í henni, og fræðst nóg um hana, til að átta mig á að hana ætti ekki að nota til að kenna mannasiði.

Tómas (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:09

38 identicon

Ómar og Haraldur: Fullkomlega sammála. Aukum kristinfræðslu (og þá ekki bara skoða fallegu versin). Slíkt myndi eflaust hvetja til skráningar úr þjóðkirkjunni, sem myndi síðan laga vandamálið með árunum :)

Tómas (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:12

39 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Auka fræðslu um trúarbrögð - ekki auka kristnifræðslu (biblíusögur)

Bókstafstrúarmenn eins og Snorri verða alltaf til vandræða í nútíma þjóðfélögum. Það eina sem gagnast er umræða og fræðsla. Það væri til dæmis gott að byrja á því að skýra út fyrir fólki að gyðingar, músímar og kristnir trúa í raun allir á sama guðinn... og innan skamms mundu flestir átta sig á því að öll þessi vandlega skipulögðu stofnanatrúarbrögð snúast aðeins um eitt - veraldlegt vald.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2012 kl. 00:22

40 identicon

Auðvitað! Öll trúarbrögð ;) (ég átti vitanlega alls ekki við að það ætti að kenna biblíusögurnar.. :p )

Tómas (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:28

41 Smámynd: Sigurður Helgason

Tómas þetta voru bara einfaldar spurningar, ekki sérfræðiálit. Það væri mjög gott að vera ekki svona ofstækisfullir í svörum ykkar, þið eruð engu skárri en hann í Betel.

Sigurður Helgason, 14.2.2012 kl. 00:31

42 identicon

Haha.. hugmyndin var ekki að veita sérfræðiálit. Einfaldar spurningar krefjast stundum flóknari svara. Betra að (reyna) að svara almennilega, frekar en að henda einhverju hálfkáki frá sér.

Þú mátt kalla þetta ofstæki - en það er til þess gert til að vernda börnin gegn öðru ofstæki ;)

Ofstæki hans í Betels snérist ekki um að vernda börnin, heldur tala á móti minnihlutahópi í nafni eldgamallar bókar. Mitt "ofstæki" hlýtur þá að vera betra..

Tómas (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:41

43 Smámynd: Sigurður Helgason

Sigurður: Svo þín upplifun um einn kennara gerir þig að sérfræðingi um hvað má og hvað ekki?

Skal kennari þá vera alveg autt blað? Engar skoðanir og engin persónueinkenni?

Þetta var þitt svar við mínum spurningum,,,,,

Hef ekki látið skoðanir mínar í ljós enn, var bara að hugsa um hvað má og má ekki.

Fer að skammast fyrir mína kynhneigð hún hlýtur að vera röng eftir allt talið um samkynhneigð?

Og eftir því sem ég hef lesið frá honum Snorra, þá áttar sá útlærði biblíumaður sig ekki á því að sjálfsagt brennir biblían hann á undan samkynhneigðum, ásamt mér, börnunum mínum og litlu saklausu afabörnunum, allt fyrir mínar syndir. Sanngjarn Guð það. 

Sigurður Helgason, 14.2.2012 kl. 01:12

44 identicon

Sigurður: Já, það er nefninlega góð spurning. Hvað má og hvað má ekki. Þetta er bara lína, sem er breytileg í tíma og getur verið erfitt að fylgja. Skólinn var þó búinn að biðja Snorra áður að vera ekki að þessu, svo hann var búinn að fá viðvörun (eftir því sem mér skilst skv. frétt).

En það væri alger óþarfi að skammast sín fyrir kynhneigð sína, hver sú sem hún er. Hún ætti ekki að skipta einasta máli.

Sammála með þetta síðasta. Ég get ekki ímyndað mér hvernig maður á að fara eftir jafn undarlegri bók og biblíunni. Skv. bókstafstrú komast líklega fæstir í himnaríki - einmitt sanngjarn guð það..... :p

Tómas (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 01:21

45 identicon

Snorri vinnur með börnum.. á viðkvæmum aldri; Fjöldi barna erlendis hefur framið sjálfsmorð vegna NÁKVÆMLEGA eins máls og hér er til umræðu; NÁKVÆMLEGA EINS.

Núna þegar Snorri er kominn í frí, þá hvet ég hann til að segja þjóðinni meira frá biblíu; Því meira sem fólk veit um innihald biblíu, því minni virðingu mun það bera fyrir biblíu/kristni.. /hjátrú

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 09:35

46 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

DocorE, Lesa unglingar blog? Ef þú og þið sem segjast þekkja þessa sjálfsmorðs hættu unglinga sem hafa þessar kenndir,þegðuð um skrif Snorra,hefði þetta mál aldrei komist í hámæli. Má ekki vera að því kenna þér að virða biblíuna.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2012 kl. 12:09

47 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Snorri Óskarsson er ekki bara að hnýta út í homma og lesbíur á bloggi sínu - hann er með langan lista yfir mál þar sem það skín í gegn hversu stórfellt afturhald hann er. Allt í nafni guðsins sem hann hefur ánetjast. Allar tilvitnanir eru sóttar á blogg Snorra.

Hann styður sömu hugmyndir og t.d. Sara Palin, fyrrv. frambjóðandi til forseta í BNA, um aldur lífsins á jörðinni og blæs á vísindarannsóknir sem sýna að stengervingar risaeðlanna eru margra milljóna ára gamlir. „Menn eru kannski farnir að sjá að lífið hafi ekki haft jafn langan tíma og fyrr var talið, nema um afturgöngu sé að ræða?“

Snorri kennir í grunnskóla árið 2012.

Hann styður landvinningastríð síonista í Ísrael og reyndar styður hann nýlendustefnu og landtöku nýlenduþjóða: „Þannig eignuðust Bretar land og lýð.(í Palestínu, innsk. HH) Þannig er háttað með sigurvegara í stríði bæði skv. gömlum og nýjum bókum.“

Barnakennarinn Snorri kennir kanski sögu og landafræði?.

Hann telur mannréttindi skv. okkar lögum lægra sett en þau réttindi sem hann les út úr Biblíunni. Hann skrifar: „Þannig hafa árekstrarnir við samkynhneigðina verið allsstaðar eins, milli hins Evangelíska orðs og svo "mannréttinda".“

Kennarinn Snorri setur mannréttindi innan gæsalappa.

Hann er andsnúinn mannréttindum homma og lesbía, hann telur þau „ill“. Snorri vill ekki leyfa hjónaband þeirra og atyrðir presta sem eru ósammála honum. „Svona undirstrikar Guð að hjónabandið er aðeins milli karls og konu. Lög landsins breyta þessu ekki nema til ills“.

Snorri, fyrirmynd nemendana í Brekkuskóla.

Snorri ræðir á bloggi sínu um „ólánsmanninn“ Anders Brevik sem myrti tugi manna í Noregi. Skiptir svo yfir á umræðu um baráttu Palestínumanna fyrir frelsi - en þá er ekki notað orðið „ólánsmenn“, þá skrifar Snorri “hryðjuverkamenn“.

Barnakennarinn Snorri.

Hann er andsnúinn flóttamannahjálp ef flóttamennirnir eru af „rangri gerð“ Hann skrifar gegn Palestínukonunum á Akranesi: „Við á Íslandi gætum þess vegna lent í því eftir heila öld að Akranes verði gert að sjálfstæðu ríki Múslima á Íslandi ef þeir fjölga sér og neita að lúta íslenskum lögum og reglum.“

Snorri, skólakennarinn á Akureyri þar sem nemendurnir eiga að læra um mannréttindi og umheiminn.

Hann er á móti trúfrelsi og atyrðir önnur trúarbrögð og skrifar að: „Okkar skylda er að endurhæfa Múslima til að virða kristin gildi og kristna trú.“

Snorri kennari í skóla þar sem umburðarlyndi og trúfrelsi er einn af grunnþáttum uppeldisins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.2.2012 kl. 12:14

48 identicon

Auðvitað lesa unglingar blogg.. halló..

Ef einhver nennir að fara í gegnum bloggið mitt.. þá getur sá hinn sami fundir fréttir/videó með frettum af unglingum fremja sjálfsmorð eftir að lenda í mönnum eins og Snorra.. sem kennir í grunnskóla á daginn, en bullar rugl úr biblíu á kvöldin.
Athugaðu Helga, að ég, er búinn að fylgjast með svona málum í fjölda ára, ég veit nákvæmlega um skaðsemi biblíu og annarra trúarbragða í þessum málaflokk, sem og öðrum málaflokkum.

Biblían er bs.. hver sá sem trúir á biblíu, virðir biblíu; Sá hinn sami er að segja að guð sinn sé fávís fornmaður sem elskar það mest að myrða og ogna.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 12:17

49 Smámynd: Benedikta E

Tómas - þú talar um að Samtökin 78 berjist fyrir jafnrétti - jafnrétti í hverju ég bara spyr? - Hvar skortir upp á jafnrétti fyrir samkynhneigða? - Eru það ekki forréttindi sem þau berjast fyrir - Tökum eitt dæmi - Þegar samkynhneigðir byrjuðu með árlega  " gleðigöngu " kröfðu þeir Reykjavíkurborg um fjárhagslegt framlag til gleðigöngunnar sem þeir fengu þá í tíð R-listans - allar götur síðan hefur Reykjavíkurborg skaffað gleðigöngunni milljónir árlega í gleðigönguna fyrir 2 eða 3 árum síðan var framlagið frá Borginni  10 milljónir króna.

Veist þú Tómas eða þið hin sem tekið hafa þátt hér í umræðunni - vitið þið um einhverja göngu sem hefur fengið milljóna styrk frá Reykjavíkurborg - t.d 1. maí gangan - Ég veit ekki til þess að svo hafi verið - Þannig að þarna er um - forréttindi að ræða fyrir samkynhneigða en ekki jafnrétti. Er það ekki þannig á fleiri sviðum tökum tökum Snorra og Samtökin 78 - Snorri á samkvæmt Stjórnarskránni að hafa sama rétt til tjáningarfrelsis og Samtökin 78 - en í reynd hefur Snorri ekki Stjórnarskrár varið tjáningarfrelsi - Á hverjum er verið að brjóta ? - Snorra eða Samtökunum 78 - ?

Benedikta E, 14.2.2012 kl. 13:37

50 identicon

Snorri hefur sömu réttindi til að tjá sig.. EN hann getur ekki verið í hvaða starfi sem er, eins og hann tjáir sig. Hann á þá að tjá sig á blogg undir alias.. margir gera slíkt, reyndar er það mjög gáfulegt aðslengja ekki nafni sínu á allt sem menn skrifa.. eða á Facebook.. It will come back and bite your ass

Er eitthvað að því að hér sé gay pride ganga, er eitthvað að því að hún sé styrkt.. svona á meðan undið er ofanaf árhundruða/þúsunda af ofsóknum og misrétti...  Ef fólk er að væla yfir þessu, hvað þá með ríkiskirkju sem fær 5000 milljónir á ári, hvað með trúarhópinn hans Snorra, þau fá ívilnanir og ýsislegt frá ríki...  Sem á að taka af þeim ef þeir reyna að hindra sjálfsögð mannréttindi einhverra hópa

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:30

51 identicon

Benedikta E: Ég hef ekki hugmynd um hvað Samtökin 78 eru að gera um þessar mundir. Jújú, kannski fá samtökin óþarflega mikinn styrk frá t.d. Reykjavíkurborg, en það kemur þessu máli samt ekkert við. Kannski skortir ekkert upp á jafnrétti fyrir samkynhneigða - þó hefur eitthvað skort þar á á síðustu árum. Ég fylgist lítið með þeirri umræðu svosem..

Þú getur verið á móti Samtökunum 78, eða þeim styrkjum sem þau fá í sinn garð, en það breytir því ekki að Snorri á ekki að vera að tjá sig á þennan hátt um þessi málefni og vera í fyrirmyndastöðu kennara á sama tíma - og það var búið að láta hann vita af því fyrir einhverju síðan.

Í báðum tilfellum væri verið að brjóta á okkur - samfélaginu. Það er ekki verið að brjóta á Snorra, né heldur Samtökunum 78.

Tómas (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:56

52 identicon

Benedikta E. 

Skilur þú ekki hvað samkynhneigð er?  Hvernig er hægt að vera með "áróður fyrir samkynhneigð"?  Samkynhneigð er meðfæddur "galli" sem felur það í sér að ákveðinn hluti heilans líkist meira heila gagnstæða kynsins.  Þessi hluti heilans stjórnar meðal annars kynhneigð.  Kynhneigð er semsagt ekki val og því geta samtökin 78 ekki "lokkað" til sín börn í hina æðislegu samkynhneigð.

Arnþór (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:20

53 identicon

Mér finnst hárrétt að víkja Snorra frá. Við verðum að athuga að við lifum á 21. öldinni en ekki þeirri 19. Ég lærði sem ungur krakki um kristinlegt umburðalyndi gagnvart öðrum persónum og þjófélagshópum. Þegar kennari kennir ungurm krökkum hefur hann gríðaleg áhrif á þá. Öll hans skrif á blogginum bera vott um öfgaskoðanir og þröngsýni. Mér  finnst hreinlega kominn tími til þess að sporna við slíkum skoðunum hvaðan sem þær koma(hvort sem það er frá einni trú eða annarri). Nú hafa nokkrir bent á það réttilega að allir hafi rétt á málfrelsi, en það hefur í för með sér vissa ábyrgð. Mér finnst Snorri hafa farið yfir strikið þegar hann segir að smkynheigð sé synd og að hana eigi að launa með dauða!!!! Þetta eru mjög alvarleg skrif, hann má alveg hafa þessar skoðanir mín vegna og segja þær í þröngum prívat hóp en ekki opinberulega þar sem börn sem hann kennir geta lesið. Ef einhver vafi er á skoðanaferlsi þarna þá finnst mér að börnin eigi að njóta vafans.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 16:06

54 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

DoctorE,það er ekki oft sem ég hef lent í rökræðum um Biblíuna,en það er svo viðamikið efni,svo margar spurningar,að mér fannast þær einu sem pössuðu mér vera heima í stofu. Þá er hægt að fá svör, svara og spyrja samstundis,að skrifa tekur aldrei enda. Já þessi niðurlagsorð til þín í fyrra blogginu,var úr sí-aðkallandi þörf til að spauga smá,vitandi að þér sneri ég ekki,auk þess virðist þú Biblíufróðari en ég. Það er ekki svo ýkja langt síðan ég heyrði að samkynhneigð væri fordæmd í Biblíunni,ég veit bara ekki afhverju,eftv. að ég les lítið í gamla testamentinu,en ég hef sérstakt dálæti á Fjallræðunni hana lærði ég utanbókar í barnaskóla. Ég signi mig og bið guð að blessa börn mín og Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2012 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband