Gæludýr haldi sig heima

Nokkrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um "vegabréfaútgáfu" fyrir gæludýr, þannig að hægt verði að taka þau með í ferðalög a.m.k. til Evrópulanda, enda sé það í samræmi við tilskipanir og reglugerðir ESB.

Slíkar ESBreglur eiga þó alls ekki við um Ísland, enda landið eyja í norðuhöfum og á ekki landamæri að nokkru öðru landi ögugt við Evrópulöndin, þar sem fólk getur ekið landa á milli án nokkurs eftirlits. Þar að auki flakka mörg dýr yfir landamæri og fara hvort sem er ekki að nokkrum lögum eða reglum sem ESB dytti í hug að setja.

Íslendingar eiga þvert á móti að halda sig við harðar reglur um innflutning dýra og matvæla, ekki síst hrámetis og annarra afurða sem smithætta getur stafað af. Í þeim efnum ætti frekar að taka Ástralíu og Nýja Sjáland til fyrirmyndar, en þar gilda svo stífar reglur um slíkan innflutning að fólki er þar bannaður allur innflutningur dýraafurða, hvort sem þær eru hráar, soðnar eða á fæti. Þetta gildir einnig um ferðamenn, en þeim er nánast algerlega bannað að taka nokkuð með sér sem ætt gæti talist.

Þar sem Ísland er fjarri öðrum löndum er flutningur dýra bæði fyrirhafnarmikill og skepnunum erfiður og engin ástæða til að slaka á reglum sem um þetta gilda nú.

Umhverfissinnar og dýravinir ættu að láta í sér heyra vegna þessa frumvarps.


mbl.is Skiptar skoðanir um vegabréf gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Þetta er svo mikið bull að það er með ólíkindum, fuglar koma hér í milljónatali ár hvert frá öðrum löndum og hafa gert það í árþúsundi. Ekki er allt dýralíf dautt vegna þeirra.

Fólk fer til útlanda og kemst í snertingu við ógrynni af dýrum, eða í snertingu við annað fólk sem á dýr. Ekki hefur allt dýralíf drepist á Íslandi vegna ferðamanna sem koma heim án þess að fara í einangrun, eða sótthreinsa fötin sín.

Af hverju er ekki allt dýralíf dautt á meginlandinu? Það fara nú dýr á milli svæða án þess að fara í einangrun.

Veist hvað gerir ónæmiskerfi barna sterkast? Það er ekki að hafa þau í einhverju vernduðu umhverfi það sem þau komast aldrei í snertingu við bakteríur, vírusa og sýkla. 

 Dýr sem hafa vottorð frá dýralækni um að allar sprautur hafi verið gefnar ætti að vera hægt að fara með til og frá landinu.

Tómas Waagfjörð, 31.1.2012 kl. 22:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvernig barst riðuveiki til landsins? Hvernig barst hestapestin til landsins? Ekki með fuglum, svo mikið er víst. Einmitt vegna einangrunarinnar eru íslenskir dýrastofnar miklu næmari fyrir ýmsum sjúkdómum sem hafa grasserað í skepnum erlendis í árhundruð og þau hafa byggt upp mótstöðu gegn.

Af hverju skyldu Ástralir og Nýsjálendingar vera svona harðir á sínum innflutningsreglum varðandi matvæli og lifandi dýr? Ætli það sé ekki einmitt til að vernda sína dýrastofna? Samt fljúga fuglar þar um, eins og annarsstaðar. Það eru bara yfirleitt ekki þeir sem smita fólk og skepnur, nema í undantekningartilfellum.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2012 kl. 23:18

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Nákvæmlega karlinn minn, hvernig berast þessir smitsjúkdómar til Íslensks landbúnaðar fyrst það er ekki hægt að koma með dýr til landsins nema dýrin fari í 28 daga einangrun?

Þú skaust þín eigin ummæli í kaf.

Tómas Waagfjörð, 1.2.2012 kl. 00:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir bárust með kærulausum mönnum og slíkt er aldrei hægt að útiloka. Þó slíkt geti hent vegna kæruleysis er algerlega galið að opna allar gáttir. Meira að segja Ástralir leyfa umferð fólks inn í landið, þó reglur séu strangar að öðru leyti.

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2012 kl. 04:57

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég er sammála síðuhöfundi um að gæludýr haldi sig heima og þar með talin þessi 63 sem eru að skiptast á skoðunum

Magnús Ágústsson, 1.2.2012 kl. 06:41

6 identicon

Axel!

Ég vil benda þér á eitt að Ísland er ekki eina landið sem er eyja í norðurhöfum. 

Við höfum Grænland, Færeyjar, Shetlandseyjar, Skotland og mögulega gætt Stór-Bretland og Írland flokkast undir norðurhöf líka en það skiptir ekki máli.

England og Írland hafa svona "petpass" (gæludýra vegabréf) og ekki hefur dýralífið hjá þeim borið neinn skaða af því að þetta hafi verið tekið upp. 

Englendingar bjuggu við mjög ströng innfluttningsskilyrði áður en petpass kom til sögunnar.

Smygl á gæludýrum er þekkt vandamál og með tilkomu svona vegabréfa þá má stemma stigu við þeim gjörningum. 

Ég þarf ekki að minnast á hvað þetta kemur allri ræktun til góða og sparnaðurinn hleypur á mjög háum upphæðum.

Þeir sem eru á móti þessu ættu að kynna sér aðeins betur um hvað þetta fjallar. 

Mér finnst upphlaup sumra, gagnvart þessu frumvarpi, minna svolítið á bölmóðinn sem heyrðist þegar bjórinn var til umræðu á sínum tíma.

Þeir sem voru á móti, fullyrtu það að þjóðin yrði afvelta sökum drykkju út um allar hlíðar og út um allt land ef bjór yrði leyfður á Íslandi. Raunin varð önnur og eins verður í þessu tilfelli. Ástæðulaus ótti.

Olgeir Gestsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 09:04

7 identicon

Að yfir höfuð skuli þingmenn vera að druslast með þetta mál inni á þingi sýnir veruleikafirringu, skort á forgangsröðun og siðferðisbrest.

Annarsvegar höfum við atvinnulega og framleiðslulega hagsmuni af því að hafa þessar reglur eins og þær eru nú, en hins vegar er það málflutningur gæludýraeigenda sem vilja geta farið hvert sem er með kvikyndin sín. Það er augljóst hvernig farið verður með málið ef skynsemin fær að ráða.

En það var svosem eftir því að gæludýraeigendur telji sig vita meira um búfjársjúkdóma heldur en þeir embættismenn og dýralæknar sem höndla með þessi mál nú þegar.

Það væri betra ef gæludýraeigendur huigsuðu stundum lengra fram í tímann en 5 mínútur áður en þeir fjárfesta í kvikyndum sínum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 16:43

8 identicon

Þessar reglur pössuðu ekki hrossin er það Þorgeir.  Bændur fara á sýningar erlendis og koma síðan á sínum stígvélum erlendis frá og labba beint inní sitt eigið fjós.  Jafnvel erlendur fugl á fjóshaugnum, án vegabréfs.

Ingibjörg Þorvaldsd (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 19:49

9 identicon

Ingibjörg, búfjársjúkdómar eru margskonar og þó það hafi mistekist í sumum tilfellum að stöðva hingaðkomu þeirra eru það ekki nokkur rök fyrir því að leggja varnirnar af.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 12:07

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi umræða er farinn svolítið út um víðan völl, eins og oft gerist, en sem hundaeigandi myndi ég ekki vilja leggja það á dýrið að flækjast með mér t.d. til sólarlanda í nokkurra vikna ferð. Í fyrsta lagi þyrfti dýrið að vera í búri í farangursgeymslu flugvélarinnar í marga klukkutíma, hálfdautt úr hræðslu, geltandi og vælandi nema hafa þá verið svæfður með langvirku svefnmeðali eða deyfilyfjum.

Sannir dýravinir myndu varla leggja svoleiðis lagað á "einn úr fjölskyldunni".

Axel Jóhann Axelsson, 3.2.2012 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband