Styður Merkel Samfylkinguna?

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi sínum við framboð Sarkozys til embættis forseta í FRAKKLANDI og það meira að segja áður en hann hefur sjálfur lýst því formlega yfir að hann muni gefa kost á sér til endurkjörs.

Einhverntíma hefðu það þótt stórtíðindi að einn þjóðarleiðtogi væri að skipta sér af kosningum, eða innanríkismálum yfirleitt, í öðru þjóðríki en sínu eigin en innan ESB virðist þetta þykja eðlilegasta mál, enda ræður Þýskalandskanslari öllu því sem hann vill ráða innan stórríkisins væntanlega. Stundum þó í samráði við Frakklandsforseta og þess vegna vill sá þýski ekki fá hvern sem er í æðstu embætti annarra héraða stórríkisins.

Haldi íslenska ríkisstjórnin lífi út kjörtímabilið munu verða kosningar til Alþingis eftir rúmt ár og ef fer sem horfir verður fjöldi flokka í framboði, gamlir og nýjir.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Merkel og jafnvel Sarkozy líka munu lýsa yfir stuðningi við Samfylkinguna, eða hvort einhver annar flokkur sem í framboði verður muni hugnast þeim betur.


mbl.is Merkel styður Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkel hefur ekki sagt neitt, og ekki mun hún segja neitt um forsetamál Frakka. Þessi orð voru höfð eftir einhverjum öðrum, sem taldi sig vita að hún myndi hafa þessar skoðanir á málunum. Morgunblaðið tekur þetta upp sem frétt...  Og þú kommenterar á þessa frétt. (og ég kommentera við þitt innlegg við þessa frétt)

Spyrðu þig frekar afhverju þessi "ekkifrétt" birtist í morgunblaðinu! Hvaða ástæður gætu verið þar að baki?

Ef þig langar til að vita hvað er að gerast utan landamæra Íslands getur þú heimsótt erlendar vefsíður.

Valgeir (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 23:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf samir við sig þessir ESBáróðursmeistarar. Hvaðan skyldi Mogginn fá sínar erlendu fréttir? Það skyldi þó ekki vera frá erlendum fréttamiðlurum?

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2012 kl. 00:10

3 identicon

Ef Mogginn birti allar erlendar fréttir væri blaðið í það minnsta 1.000 blaðsíður. Því skiptir hér fréttaval morgunblaðsins máli.

Og með sínu fréttavali (ekkifréttavali) hafa þeir greinilega áhrif á suma. Ekki mig. Og ekki er ég áróðursmeistari ESB.

Valgeir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 09:43

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er einmitt heilmikil frétt að ráðamaður eins ríkis í Evrópu skuli vera að skipta sér af forsetakosningum í nágrannaríki sínu. Það er mjög góð þjónusta við þá sem fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi að birta svona fréttir, eins og aðrar sem skipta máli.

Ekkert veit ég um hvað þú er að tala, þegar þú segir að fréttin hafi ekki áhrif á þig, en greinilega suma aðra. Þetta er einfaldlega ein fréttin enn til að fylla upp í þá mynd sem er að teiknast í Evrópu og skiptir því máli eins og allar aðrar.

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2012 kl. 10:51

5 identicon

Þú ert tregur í dag. Merkel sagði ekki neitt, og Merkel mun ekki skipta sér af innanríkismálum annars lands. Fréttin er byggð af frásögn einhvers sem sagði eitthvað um að einhver hefði sagt eitthvað.

Valgeir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 12:08

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Var þá þessi Hermann Gröhe, flokksbróðir hennar að ljúga upp á formanninn sinn, eða eins og segir í fréttinni;

"Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tilkynnt stuðning sinn við framboð Noicolas Sarkozy til forseta Frakklands. Sarkozy hefur þó ekki gefið formlega upp hvort af framboðinu verði, en hann hefur gengt embætti forseta í eitt kjörtímabil.

Þetta kom fram í ræðu Hermann Gröhe, framkvæmdastjóra bandalags kristilegra demókrata í kvöld í París. Þar kom einnig fram að Merkel hyggðist leggja sín lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttu Sarkosy næsta vor, en forsetakosningarnar í Frakklandi fara fram í apríl og maí á þessu ári."

Þú ættir að kynna þér málin svolítið betur, áður en þú fullyrðir mikið um þau. Þarna kemur skýrt fram í ræðu Gröhe að Merkel HAFI TILKYNNT STUNING SINN við framboð Sarkozys og þetta sagði hann í ræðu á opinberum fundi. Hann hefur ekki borið fréttina til baka svo vitað sé, þannig að það er óskiljanlegt að þú skulir vera að reyna það.

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2012 kl. 12:26

7 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Jú, þetta virðist vera rétt, þetta er í gegnum "samtök hægri manna" í evrópu

http://www.spiegel.de/politik/ausland/0,1518,812014,00.html

Ekki viss um að þeir myndu styðja Samfylkinguna samt en kannski bregðast krosstré sem önnur

Gunnar Sigfússon, 29.1.2012 kl. 14:25

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Fjölmargar slóðir á erlenda fréttavefi vítt og breitt um heiminn staðfesta þessa frásögn. Til dæmis þessi hér: http://www.iol.co.za/news/world/merkel-to-actively-support-sarkozy-re-election-1.1222577

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.1.2012 kl. 18:32

9 identicon

Axel er ekkert tregur í dag, þvert á móti. Þetta er hárrétt hjá honum. Í svissneskum blöðum má lesa;

"Markel gibt Sarkozy Rückendeckung." Einnig: Angela Merkel (CDU) will sich im französischen Präsidentschaftswahlkampf aktiv für den konservativen Amtsinhaber Nicolas Sarkozy einsetzen.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 19:51

10 identicon

Þetta snýst um fréttamat. Afhverju telst þetta fréttnæmt? Og afhverju setur morgunblaðið þessa frétt svona fram?

CDU (flokkur Merkel í Þýskalandi) er systurflokkur UMP (Flokkur Sarkozys í Frakklandi). Nú heldur Generalsekretär CDU ræðu á flokksfundi UMP (opinber byrjun kosningabaráttu UMP í Frakklandi). Vinaflokkar hittast semsagt.

Þetta er jafn merkilegt og þegar framsóknarguttarnir Sigmundur og hinn fóru að heimsækja systurflokk sinn í Noregi og fengu stórar stuðningsyfirlýsingar og lánsloforð (!) þaðan, að eigin sögn. Eins heimsækir samfylkingarfólkið af og til systurflokka sína í Skandinavíu. Þar eru líka fyrirheiti um stuðning gefin á báða bóga. Who cares!?

Það mun ekki hjálpa Sarkozy ef Merkel fer að hjálpa honum. Alveg eins myndi stuðningur Sarkozy við Merkel virka mjög neikvætt, þ.e. á alla aðra en flokksmenn CDU. 

Fréttin er því sett upp í mogganum til að fólk skilji hana vitlaust. Og ykkur að segja gerðist í gær margt fleira mikilvægt í heiminum sem mogginn yfirsá.

Valgeir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 20:28

11 identicon

Mér þykir þó áhugavert í þessu samhengi að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn fengi stuðning systurflokka sinna í Evrópu (t.d. CDU og UMP). Er Sjálfstæðisflokkurinn yfirhöfuð hægri flokkur? 

Valgeir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 20:38

12 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Sæll Valgeir,

formlega hefur það verið mest í gegnum SUS, sjá á heimasíðu sus.is

"SUS is an active member of Nordisk Ungkonservativ Union (NUU), Democratic Youth Community of Europe (DEMYC), International Young Democrat Union (IYDU) og European Young Conservatives (EYC)."

Gunnar Sigfússon, 30.1.2012 kl. 18:09

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þrátt fyrir ýmislegt samstarf íslenskra flokka við "erlenda systurflokka" man maður nú ekki eftir sérstökum stuðningsyfirlýsingum erlendra stjórnmálaleiðtoga við einstaka stjórnmálamenn hér á landi.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2012 kl. 20:31

14 identicon

Sæll Gunnar, takk fyrir upplýsingarnar.

Axel, það kemur mér ekki á óvart að þú munir ekki eftir sérstökum stuðningsyfirlýsingum systurflokks við hinn systurflokkinn. Það hefur nefnilega aldrei talist fréttnæmt. 

Mótframbjóðandi Sarkozys á víst að vera alræmdur vinstrisinni. Auðvitað vill þýski miðjuhægriflokkurinn (CDU) frekar halda áfram áralöngu og nánu samstarfi við systurflokk sinn í Frakklandi en að fara út í einhverja "óvissu"...

Frú Merkel á eftir að láta hafa eftir sér eitthvað í þessa átt: "Ég er ánægð með samstarfið við Sarkozy á þessum erfiðu tímum í Evrópu og væri glöð ef okkur tækist í sameiningu að klára hafið verk". Þau hittast hvort eð er næstum í hverri viku, þannig að nægar ljósmyndir eiga eftir að birtast af þeim saman. Það má kalla stuðning, en ekki afskiptasemi!

Valgeir (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband