Ísland í milliriðil á ölmusumörkum?

Allt bendir til að Slóvenar hafi hreinlega gefið íslenska handboltaliðinu tvö mörk í leikslok, þegar Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í leiknum og gert það til þess að koma íslenska liðinu í milliriðil án stiga, en komast þangað sjálfir með tvö stig í farteskinu.

Þetta munu þeir hafa gert í þeirri vissu að Króatar myndu vinna Noreg, sem þar með félli úr keppni og lyki þar með þátttöku á mótinu. Svona "svindl" á stórmóti er algerlega óforsvaranlegt og á ekki að líða.

Forráðamenn íslenska liðsins ættu að krefjast rannsóknar á þessu máli og sannist að þetta sé rétt, hljóta Slóvenar að verða dæmdir frá keppninni og þar með færu Norðmenn áfram í milliriðil í þeirra stað.

Verði Slóvenar ekki reknir heim með skömm eftir þessa leikfléttu geta Íslendingar varla gert annað en að afþakka þátttöku í milliriðlinum og gefa sætið eftir til Norðmanna.

Frammistaða liðsins í keppninni fram til þessa verðskuldar hvort sem er ekki frekari þátttöku í þessari keppni.


mbl.is Þjálfarinn gaf skipun um að gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki betur en við gerðum þetta nákvamlega sama á móti Frökkum fyrir 5 árum síðan á HM...Þegar Alfreð gaf skipun um að gefa Frökkum nokkur mörk eftir að við vorum að vinna þá með 11 mörkum, 8 marka munur þýddi að við færum í milliriðla með 2 stig,! Þannig efast um að við förum kæra eitt né neitt.

Jón S.Sigursteinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 21:39

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Vel mælt Axel Jóhann

Friðrik Friðriksson, 20.1.2012 kl. 21:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

"Svindl" á stórmóti er ekkert afsakanlegra þó Íslendingar hafi gert slíkt sjálfir. Batnandi mönnum er best að lifa og því ættu Íslendingar núna að sýna drengsskap og gera sitt til að uppræta svona lágkúru.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2012 kl. 21:46

4 identicon

Er ekki að segja þetta sé rétt....en þetta er heldur ekki svindl því þetta má....á meðan það er ekki til regla um þetta þá  heldur þetta svona áfram og ég held að við getum ekkert gert við því.....afhverju ættum við að gera eitthvað við þessu!? ekki vorum það við sem "svindluðum"

Enn afturá móti þá finst mér við eiga ekkert skilið að fara í þennan milliriðil getulega séð..og við verðum væntalega flengdir þar..

Jón S.Sigursteinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 22:14

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Eigum við ekki að vera bjartsýnir og vona að liðið fari að taka sig á eftir að það er komið í milliriðilinn. En hvað varðar þetta trix hjá slóvönum, þá svo sem káfar það ekkert upp á okkur. Þetta hefðu við gert líka sagði norskur leikmaður við þarlenda sjónvarpsstöð, svo við þurfum ekkert að vera að fara fram á einhverja rannsókn, til að koma slóvenum út úr keppni.

Hjörtur Herbertsson, 20.1.2012 kl. 23:08

6 Smámynd: Jón

Getur þú vinsamlegast útskýrt fyrir mér hvernig Normenn eiga frekar skilið að komast áfram þegar staðan endar svona í lokin:

1Croatia 3300 88:78 10 6

2Slovenia 3102 90:91 -1 2
3Iceland 3102 95:97 -2 2
4Norway 3102 80:87 -7 2

Með 4 marka tapi þá værum við samt sem áður búin að standa okkur betur en Noregur enda töpuðum við bara með 2 mörkum gegn Króatíu.

Jensen úr Norska liðinu sagði að Normenn hefðu væntanlega gert það sama, þar að auki myndi einungis fábjáni fara frekar áfram með 0 stig þegar hann gæti svo auðveldlega farið með 2 stig. Held að sumir þurfi að hoppa niður af ímynduðum hvítum hesti, eru klárlega fólk sem að hafa aldrei spilað íþróttir á keppnis grundvelli heldur því þá myndu þau skilja þetta.

Jón, 20.1.2012 kl. 23:59

7 identicon

Og engum hérna finnst sökin liggja hjá mótshöldurum?

Auðvitað eiga leikirnir að vera spilaðir á sama tíma. Á HM í fótbolta var 3. umferð riðlakeppni leikin á sama tíma til að minnka svona leiðindi.

Slóvenar hugsuðu bara um rassinn á sjálfum sér eins og allir íþóttamenn eiga að gera og gerðu það sem var best fyrir liðið. Ekkert út á þá að setja.

Annars finnst mér þetta mótsfyrirkomulag frekar fáranlegt að 3 lið af hverjum 4 komist áfram upp úr riðli. Frekar skrítið á "stór"móti skuli lið (Ísland) sem vinnur 1 leik en tapar 2 komast áfram.

Friðrik (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 10:45

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona hundakúnstir á stórmótum eru hrein ekki íþróttamannslegar né heiðarlegar, enda mun þetta leiða til þess að framkvæmd mótanna verði breytt í þá veru að allir leikirnir í hverri umferð fari fram á sama tíma.

Með frammistöðunni á þessu móti er auðvitað ekki sanngjarnt að Ísland hafi komist í milliriðil. Því miður spilaði liðið langt undir eðlilegri getu og vonandi gengu bara betur næst.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2012 kl. 13:10

9 identicon

Ég er sammála þér að því leyti að leikir eigi að vera spilaðir á sama tíma, í raun er fyrirkomulag þessa móts bara út í hött. Það ætti að hafa þetta bara eins og í fótboltann þar sem riðlar leiði áfram að útsláttarkeppni. Eða þá að seinni riðlakeppni þar sem öll lið byrja á núlli !

Með frammistöðu íslenska liðsins til umræðu þá var hún alls ekki góð, en hún var ekki verri en frammistaða norska landsliðsins og því eiga þeir ekkert frekar skilið að komast áfram en Íslendingar.

Jón (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband