20.1.2012 | 14:52
Pólitískur sakamálafarsi
Nú fer fram á Alþingi pólitískur farsi, dulbúinn sem umræða um sakamál, og fara nokkrir þingmenn VG og Samfylkingar með helstu hlutverkin í skrípaleiknum. Hlutverk þessara þingmanna er að þykjast ekki hafa vit á hlutverki sínu sem ákærenda í sakamáli og láta eins og þeim komi málið gegn Geir H. Haarde ekki við lengur, eftir farsann sem leikinn var í þinginu haustið 2009 þegar tókst að hringla málum svo að engum ráðherra var stefnt fyrir Landsdóm öðrum en Geir.
Atli Gíslason, sem var formaður nefndarinnar sem lagði til að fjórir ráðherrar yrðu kærðir, er þó maður að meiri eftir að hann viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð við afgreiðslu málsins, en hann sagði m.a: í þinginu í dag: "Ég hygg að okkur hafi orðið á mistök, þar á meðal þeim sem hér stendur, og dæmi það ef til vill fyrst og fremst á því, að flestir ef ekki allir þingmenn yfirgáfu þingsal eftir atkvæðagreiðsluna með stein í maganum og óbragð í munninum. Ef til vill olli sú spenna og geðshræring, sem var í þingsal, því að atkvæðagreiðslu um málið í heild var ekki frestað. Það er gott að vera vitur eftir á og rétt að vera vitur eftir á geri maður mistök."
Atli sagði einnig að algerlega óeðlilegt væri að vísa tillögu Bjarna Benediktssonar um niðurfellingu málsins fyrir Landsdómi frá þinglegri meðferð og að tillögunni ætti að vísa til Saksóknarnefndar Alþingis, þar sem nefndin og þar með Atli sjálfur, ætti að taka tillöguna til vandlegrar og efnislegrar umföllunar.
Það er ekki nema von að Atla hafi ekki verið vært innan þingflokks Vinstri grænna.
Tel að við höfum gert mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri nú bara að skrifa í nýja stjórnarskrá að Alþingi getur ekki tekið ábyrgð á neinu sem þar fer fram.
Enda sitja þar röklausir skrípakarlar og -konur sem engan vegin er hægt að halda í ábyrgð fyrir gjörðum sínum,
ekki frekar en öðrum geðsjúklingum.
Ég nenni ekki að lesa eða horfa á meiri fréttir um alþingisfólk sem i saksóknaraþikjustunileik þar sem all má gera
og öllu má afturkall eða gleyma. Vænst væri ef þingmenn væru bara einfaldlega réttdræpir eða réttgrýttir af almenningi
fyrir gjörðir sínar án dóms og laga -- þá tækju þeir kannski sjálfkrafa ábyrgð fyrir gjörðum sínum.
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 15:10
Jónsi, ekki benda þessi skrif þín til að ábyrgðarkennd sé alveg að sliga þig eða flækjast of mikið fyrir þér.
Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2012 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.