Ratast kjöftugum hér satt orð á munn?

Samfylkingin og aðrir ESBáhangendur hafa fram að þessu haldið fram þeirri blekkingu að Ísland stæði í einhverskonar samningaviðræðum við ESB um innlimunarskilmála og undanþágur frá regluverki stórríkissins væntanlega.  Með slíkum "samningaviðræðum" væri hægt að fá að "sjá hvað væri í pakkanum" og þannig og einungis þannig væri hægt að gera sér grein fyrir þeim skilmálum sem í boði væru við innlimunina.

Ekki síður hefur því verið haldið fram að með innlimun myndu Íslendingar hafa mikil áhrif á alla ákvarðanatöku í valdastofnunum stórríkissins væntanlega og jafnvel myndu Íslendingar verða leiðandi afl á ýmsum sviðum, t.d. varðandi sjávarútvegsstefnu framtíðarinnar.

Loksins hefur einn málsvari innlimunarsinna látið frá sér fara sannleikann í þessu efni, en í fréttinni er eftirfarandi haft eftir Merði Árnasyni:  "Allmennt er þetta þannig að við erum að ganga inn í klúbbinn og í honum gilda reglur klúbbsins og í þeim málum sem varða tollabandalagið og innri markaðinn þá hlítum við þeim lagaramma sem Evrópusambandið hefur og það eru engar undanþágur í því. Það erum við sem erum að ganga í Evrópusambandið, ekki Evrópusambandið í okkur."

Í þessu tilfelli virðist hið fornkveðna eiga vel við:  Oft ratast kjöftugum satt orð á munn. 


mbl.is ESB ekki að sækja um á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf viðkvæðið að það sé bara eeeeeekkert vandamál að fá undanþágur, hægri og vinstri! Sjávarútvegur, landbúnaður... you name it! Nánast hvert álitamál: "Iss, ekkert mál að fá undanþágu. Við verðum bara að komast inn fyrst..."

Ófeigur (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 19:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við munum fá ákveðnar sérlausnir.Þær verða óhagganlegar og verða á sama stalli og stofnsáttmálinn. Þ.e ekki hægt að afnema reglurnar nema með samþykki allra ríkja. Ísland hefur þá neitunarvald.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 22:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Sleggjan þú ert úti á túni að skíta, það er ekki hægt að deila við heiladautt fólk sem neitar að skilja hvað sannlekurinn.  Neitunarvald hahahaha, láttu þig dreyma og eiginlega flyttu bara út í Paradísina þína, hún verður ekki að veruleika hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 23:47

4 identicon

gott hja ter Ásthildur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 23:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 00:13

6 identicon

ég er búinn að lesa talsvert af bloggi um þessar umsóknir í ESB og fleira meðal annars ríkisstjórn vora núverandi! ég er sammála Ásthildi um það að "sleggjan og hvellurinn" er svo sannarlega úti að skíta! hef séð mörg ummæli frá þessum aðila og efast satt að segja um heilbrigði hans. talandi um að sigla sofandi að feigðarósi "VAKNAÐU" sleggjan þín við erum að stefna þjóð okkar til helv.... eða réttara sagt VINSTRI RÍKISSTJÓRN DAUÐANS ER AÐ FARA MEÐ OKKUR Í GIN LJÓNSINS við fáum aldrei neitt um okkar mál hér á landi að segja ef við göngum þessa "HELFÖR" til ESB og afsölum okkur sjálfstæði þjóðarinnar " ég bara spyr til hvers börðumst við fyrir sjálstæði bara til þess að láta menn einsog Össur (vitleysing) gefa hana frá okkur fyrir ekki neitt nema smáleik á 5 stjörnu hótelum í boði þjóðarinnar" (er farinn að halda að Hitler sé ekki alveg dauður og stjórni þessum heilaþvotti á Evrópskum þjóðum og takist að endingu áætlunarverk sitt um "heimsyfirráð")

ég vona svo sannarlega að árið 2012 beri nú eitthvað gott í skauti sér og þessi banvæna ríkisstjórn "falli" helst strax svo það geti nú einhver bjargað okkur frá þessum hryllingi sem blasir við okkur

snorri (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 01:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Snorri tek algjörlega undir orð þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 01:09

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sá sem kallar sig Sleggjuna og hvellinn er greinilega ekki persóna sem ætlast til að mark sé tekið á því sem hún lætur frá sér. Hann er sannarlega úti á túni og með harðlífi af verstu sort.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2012 kl. 01:14

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Snorri það er greinilega að þú hefur bara verið að lesa um ESB umsóknina af bloggi. Á mogganblogginu klárlega. Greinilega mjög auðveldlega ginkeyputr af öllu þessari öfgalygi sem viðgengst hérna á moggablogginu.

Hvernig væri að þið þremmeningarnir koma með heimildir til að hrekja mínar staðreyndir???

fátt um svör þá?

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:49

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Aðildarsamningar eru til dæmis hluti af frumrétti (e. primary legislation) ESB og því jafnréttháir sáttmálunum um ESB og bókunum við þá. Það þýðir að ekki er hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal ákvæðum um undanþágur og sérlausnir, nema með samþykki allra aðildarríkja."

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60208

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband