Bloggið er lesið víða um veröld

Fyir ári setti ég "Flag Counter" á bloggsíðuna mína til að sjá að gamni hvort bloggið á mbl.is væri lesið utan landsteinanna og mér til mikillar undrunar hefur komið í ljós að ótrúlega víða um veröldina er gluggað í bloggfærslurnar.

Á þessu ári, sem liðið er, hefur bloggsíðan verið heimsótt frá 105 löndum utan Íslands og heimsóknir erlendis frá eru nærri 13% af heildarfjölda allra innlita á síðuna.  Þessi staðreynd kom verulega á óvart, en er þeim mun skemmtilegri fyrir vikið.

Öllum lesendum síðunnar eru færðar kærar kveðjur og þakkir fyrir heimsóknirnar og lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Axel. Til hamingju með þessa uppgötvun, ég skil vel að þú sért bæði hrærður og þakklátur en er samt hræddur um að 99,9% af þessum erlendu heimsóknum sé ekki frá lesendum síðunnar þinnar heldur fólki sem fer strax út aftur eftir að hafa óvart lent á henni í gegnum leitarvélar þegar það var að leita að allt öðru.

Súmatra (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 17:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að einhverju leiti er þetta rétt hjá þér Súmatra og þá sennilega í a.m.k. einhverjum þeirra tilfella þar sem aðeins er um eina heimsókn að ræða frá hverju landi. Hins vegar hafa verið settar inn athugasemdir á síðuna frá fjölda landa og þá aðallega frá Íslendingum með fasta búsetu erlendis, en einnig ferðafólki sem víða hefur verið á ferðalögum erlendis og það á ólíklegustu stöðum.

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2012 kl. 18:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel áttu það skilið, Axel, að vefsíða þín sé skoðuð í mörgum hornum jarðarkringlunnar. Ég þakka þér þína baráttu og óska þér gæfuríks nýs árs.

Jón Valur Jensson, 8.1.2012 kl. 19:27

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Þetta kemur mér ekki á óvart.  Það eru íslendingar búsettir út um allan heim og margir halda tengslum við landið með því að lesa frétta miðlana og lesa síður bloggara sem tengja við fréttir.  Ég sel tölvuforrit út um allan heim og það er alltaf gaman að skoða hvaðan fólk er sem skoðar síðurnar hjá manni:) 

Arnór Baldvinsson, 8.1.2012 kl. 19:50

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, ég endurgeld þakklætið og óska þér alls hins besta í framtíðinni. Ekki efa ég að þín bloggsíða, ásamt flestum öðrum, sé skoðuð vítt og breitt um veröldina, enda eins og Arnór segir eru Íslendingar dreifðir um alla jarðarkringluna og óhætt að taka hans orð fyrir því að þeir fylgist með fjölmiðlunum í heimalandinu og bloggsíðunum sem þeim tengjast.

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2012 kl. 20:05

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég samgleðst síðuhöfundi að fá mikinn lestur og það er gaman að skoða hvaðan úr heiminum verið er að lesa. Hinsvegar er ég mjög mótfallinn svona fánateljurum í gegnum IP-tölur, því ég tel að þeir ýti undir persónunjósnir.

Skráning IP-talna og tilraunir bæði opinberra aðila og þjónustuaðila úr einkageiranum til að rekja IP-tölur notenda er ógnun við persónuvernd á blogginu. Til eru vefsíður sem taka sérstaklega fram að þær rekja ekki IP-tölur. Ég nota þessa hérna leitarsíðu mikið, en hún skráir ekki IP-tölur notenda sinna. Finn yfirleitt það sem ég leita að með hennar hjálp.

Ég hef fyrir löngu tekið hakið af sem segir til um hvort IP-tölur séu skráðar. Veit að vísu ekki hvort sú afmerking virkar eins og hún á að virka.

Theódór Norðkvist, 8.1.2012 kl. 20:58

7 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Axel. Eg sé að flest innlit frá útlöndum á islenskum bloggsíðum eru frá USA. Sem er í sjálfu sér ekki merkilegt. Talið er að þjóðarbrot islendinga í Vesturheimi sé meir en 500 þúsund manns. Það er því merkilegra að sjóndeildarhringur islendinga skuli í dag vera í Austurveg, til þjóða sem undirokuðu islenska þjóð með möðkuðu mjóli og sjóhernaði. Og nú langt komnir með að innlima Island í nazista ríki Stór Þyskalands.

Björn Emilsson, 9.1.2012 kl. 04:50

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Theodór, alveg er mér slétt sama þó einhver njósni um mig.... ég hef ekkert að skammast mín fyrir

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2012 kl. 05:17

9 identicon

Ég státa af heimsóknum frá Vatíkaninu.. .og Norður Kóreu, ... 189 lönd takk fyrir.
Ef laust hafa Dear Leader og svo páfinn báðir bölvað blogginu mínu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 15:01

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar, þú myndir ekki vilja hafa beina útsendingu frá svefnherbergi þínu og konunnar þinnar, er það nokkuð? Þó þú sért ekki að gera neitt þar sem þú þarft að skammast þín fyrir.

Theódór Norðkvist, 9.1.2012 kl. 17:46

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg sammála Gunnari um að mér sé slétt sama þó einhver njósni um netnotkun mína og tel mig ekki hafa neitt til að skammast mín fyrir þar. Ekki líki ég þessu bloggi, eða annarri netnotkun minni, við beina sjónvarpsútsendingu úr svefnherberginu, sem þætti sjálfsagt ekkert spennandi hvort sem væri.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2012 kl. 18:08

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta með svefnherbergið var kannski ekki heppileg líking, mér datt bara ekkert skárra í hug! En ég skil og virði ykkar sjónarmið. Sjálfur efast ég um að ég myndi breyta minni netnotkun að ráði, ef ég vissi að hver músarsmellur yrði skráður í einhvern gagnabanka.

Fjarskiptatækninni hefur fleygt mikið fram og internetið er orðið snar þáttur í lífi okkar flestra. Um leið hefur möguleikum til eftirlits með borgurunum fjölgað, en gæta þarf að friðhelgi einkalífsins, þegar bæði opinberir aðilar og einkafyrirtæki geta safnað miklum upplýsingum um netnotkun og neysluvenjur fólks.

Theódór Norðkvist, 9.1.2012 kl. 19:04

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð og athugul innleggin frá Theódór hér.

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband