Jón Baldvin og Ólafur Ragnar hætta aldrei

Jón Baldvin er orðinn einhver ofnotaðasti álitsgjafinn í sögu þjóðarinnar og af einhverjum ástæðum er mikið til hans leitað um álit á hinu og þessu og ekki síst ef von er til að fá hann til að segja eitthvað ljótt um ákveðnar persónur. Það er honum einkar tamt og slíkt rennur auðveldlega upp úr honum og yfirleitt ekki spöruð stóryrðin.

Ólafur Ragnar Grímsson fær nýjustu gusurnar frá þessum mikla, að eigin áliti, "þjóðfélagsrýni" og segir Jón Baldvin að vegna framgöngu Ólafs í forsetaembættinu ætti að leggja það niður og þá væntanlega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að Ólafur gæti boðið sig fram oftar, en hann er þegar búinn að sitja jafn lengi í embætti og þeir fyrirrennarar hans sem lengst sátu.

Ólafur Ragnar er háll sem áll og ætlar sér greinilega að bjóða sig fram enn einu sinni, en ætlar að láta líta svo út að hann geri slíkt eingöngu vegna ástar þjóðarinnar á sér, sem sannist með fjölda áskoana um áframhaldandi setu hans á Bessastöðum.

Það er meir en nóg komið af Ólafi Ragnari á Bessastöðum og miklu meira en nóg af Jóni Baldvini.


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Baldvin er stórhættulegur þessari þjóð. Hann er það skammsýnn og mikill rasisti að hann telur forsetanum það til tjóns að líta til austurs, þar sem framtíðin rís, á tímum alþjóðavæðingar og hnignandi Evrópu, sem bíður ekkert annað en dauðinn, enda leidd af Þýskalandi sem hefur mestu blóðsök mannkynssögunnar á höndum sér, með helstu harðstjóra mannkynssögunnar í eftirdragi, gömlu heimsveldin, sem eiga hin nýja vaxandi austri skuldir að gjalda...sem þau verða látin borga! Þeir sem halda sér í pilsfald Evrópu munu sökkva með henni. Bandaríkin munu lifa áfram, en breytast mikið, og spænska verður þar jafnhátt ríkismál enskunni innan skamms og menningin þar mun taka stökkbreytingum. En Bandaríkin lifa því þau eru byggð á hugmyndafræðilegum grunni sem er sterkari en Evrópa, sem upprunalega var bara hagsmunabandalag vafasamra auðmanna, byggt á sandi og græðgi, sem hugmyndafræði var síðar makað utan á, með afar misheppnuðum hætti. Öflin sem í reynd stjórna heiminum eru Íslandi hliðholl, svo lengi sem við leggjumst ekki undir Evrópu, og aðeins ef við sleppum því eigum við þá framtíðin fyrir höndum sem upprunalega var ráðgerð okkur til handa.

J.J. (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 11:32

2 identicon

Það er nú svo að í grein Jóns Baldvins er á hnitmiðaðan, skýrann og raunsannan hátt varpað ljósi á spillingu og vensl stjórnmála og viðskiptalífs frá stofnun lýðveldis. Og það er sú staðrennd sem forkolfar stjórnmála reyna að skauta framhjá og afneita.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 12:21

3 Smámynd: Smjerjarmur

Jón Gnarr er góður þar sem hann er.  Af hverju hefur enginn nefnt Karl Tómasson varðandi forsetaembætti?  Karl hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ með miklum "bravúr" og þegar Ólafur Ragnar fer í Mosó, af hverju ekki forseti Mosfellinga á Bessastaði?

Smjerjarmur, 8.1.2012 kl. 05:56

4 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála þér um Jón Baldvin, hann er orðhákur mikill og með útblásið egó sem engin innistæða er fyrir að mínu mati. Það er svolítið merkilegt hvers vegna menn eyða tíma sínum í að hlusta á hann. Var hann ekki Icesave sinni? Það fólk ætti að læðast með veggjum vegna fordæmalauss dómgreindarleysis síns. Þeir sem sjá ekki vandræði ESB núna eru sömuleiðis heldur betur mislagðar hendur. Þegar menn taka trekk í trekk rangan pól í hæðina hættir auðvitað allt sæmilega skynsamt fólk að taka mark á viðkomandi.

Annars ættu blaðamenn eða einhverjir bloggarar að grafast fyrir um launakjör Jóns Baldvins. Er hann ekki á eftirlaunum sem þingmaður, ráðherra og sendiherra? Er ég að gleyma einhverju? Nýtur hann ekki góðs af eftirlaunafrumvarpinu sívinsæla? Hvað fær hann í eftirlaun? Ef þetta er rétt væri þá ekki eðlilegt að láta þennan "jafnaðarmann" útskýra í hverju þessi jöfnuður er fólginn þegar fólk hér á hvorki til hnífs né skeiðar?

Axel, ég held að margt vont megi segja um Ólaf þegar hann var fjármálaráðherra og fyrstu ár hans sem forseti. Hann var þó meðal þeirra ráðamanna sem áttuðu sig á eðli Icesave deilunnar og hlustaði á þjóð sína. Hve margir ráðamenn gerðu það? Mér finnst allt annað hljóð í honum en var og batnandi manni er best að lifa. Ég myndi kjósa hann sem forseta, skilaði auðu síðast ef ég man rétt, vegna þess að hann hefur hreint út sagt bjargað þjóðinni frá Icesave. Við eru nú fjórða skuldugasta þjóð heims, hvernig væri staðan ef snillingarnir á Alþingi hefðu fengið að ráða varðandi Icesave? Ef Ólafur hættir þurfum við að halda uppi 3 forsetum. Höfum við efni á því peningalega?

@3: Nei, Jón Gnarr er vonlaus sem borgarstjóri - hann rekur borgina með dúndrandi halla og slíkt er óásættanlegt.

Helgi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband