Ólga og upplausn í stjórnarliðinu

Sífellt opinberast meiri og meiri ólga, óánæja og upplausn innan beggja stjórnarflokkanna og á milli þeirra. Í Samfylkingunni grasserar óánægja með forystu Jóhönnu Sigurðardóttur í ríkisstjórninni, stefnuleysi flokksins í atvinnumálum og nú síðast ráðherrakapal hennar, þar sem hún fórnaði Árna Páli Árnasyni til þess að réttlæta brottrekstur Jóns Bjarnasonar úr embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Í VG hefur óánægjan með forystu Steingríms J. kraumað alllengi og þá ekki síst vegna svika hans við flest helstu stefnumál flokksins og þá ekki síst sveigju flokksins í átt til samþykktar á innlimun Íslands sem útkjálkahrepps í væntanlegt stórríki Evrópu, en andstaðan við ESB hefur frá upphafi verið einn af hornsteinum stefnumörkunar allra helstu stofnana flokksins.

Margir burðarásar flokkanna beggja koma nú fram hver af öðrum og ræða opinskátt um þá reiði sem grefur sífellt meira um sig innan flokkanna og er svo komið að ýmsir af stofnfélögum VG hafa sagt sig úr flokknum og aðrir sem lýst hafa óánægju sinni með gang mála segjast þó ennþá kjósa að halda áfram að berjast gegn málaefnasvikunum innan flokksins sjálfs.

Undiralda óánæjunnar í þjóðfélaginu endurspeglast einnig í þeim fjölda nýrra stjórnmálaflokka sem hyggjast bjóða fram í næstu Alþingiskosningum, en ef fer fram sem horfir verða allt að tíu flokkar í framboði þegar að þeim kemur.

Nái flest þau framboð fólki inn á þing, mun það ekki verða til þess að auka jafnvægi í þjóðmálunum, heldur þvert á móti auka á þá pólitísku kreppu sem fyrir er í landinu og að öllum líkindum tefja enn frekar fyrir að bjartari tímar renni upp í efnahagslífi landsins.

Næstu ár verða að öllum líkindum spennandi pólitískt séð, en landanum dýrkeypt að öðru leiti.


mbl.is Sögð hafa svikið flest loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Samfylkingin er ótrúlegur flokkur.  Verri fyrirmynd er varla hægt að hugsa sér.   Flokknum er gjörsamlega fyrirmunað að standa við eitt né neitt.  Nú síðast á að svíkja hina almennu flokksmenn sem eru komnir í þá stöðu að sækja með engum fyrirvara í vetrarófærð flokkstjórnarfund til þess kokgleypa einhvern fáránlegasta ráðherrakapal sem sést hefur í vestrænu lýðræðisríki.   Allt varð vitlaust á fundinum og hann varð mun lengri en til stóð en til þess að fólk væri tilbúið að kyngja þessu sem milli 70 og 80% fundarmanna gerðu þá var lögð fram tillaga um að flýta landsfundi, en svo tókst einhverjum snillingum að koma því þannig fyrir að tillagan myndi enda hjá framkvæmdastjórn flokksins til að taka nánari ákvörðun og þannig var meginþorri fundarmanna blekktur í hita leiksins.   Það stóð að sjálfsögðu aldrei til að standa við þetta og framkvæmdastjórnin þegar tilbúin með leiðir til að afstýra því að við þetta þurfi að standa.

Ráðherrakapallinn útaf fyrir sig er ótrúlegur.   Hafi einhvern tíma verið gerðar breytingar "breytinganna vegna" þá var það nú.    Margt er sérkennilegt við þetta.   Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er í samsteypustjórn því þannig fyrir komið að sami flokkur hafi, forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, en hingað til hefur það þótt eðlilegt valdajafnvægi milli samstarfsflokka að skipta þessu á milli flokkanna.   Á sama tíma er VG komið með alla atvinnustarfsemi í landinu undir sinn hatt og alla fjárfestingu.   Hvað þýðir það ?  Jú ennþá meiri stöðnun og afturhald.   Að hafa efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og nú bráðum iðnaðarráðuneytið allt, ásamt innanríkisráðuneyti og nú ennþá valdameira umhverfisráðuneyti í höndum Vinstri-Græna fær mann til að fá virkilegan hroll og dregur úr allri löngun hjá manni til að koma að atvinnuuppbyggingu.

Á sama tíma kemur eitthvað innantómt gaspur forsætisráðherra um að fara í stórátak til að efla fjárfestingar í landinu.  Það vita allar sem slíkt heyra að slíkar yfirlýsingar myndu ekki einu sinni uppskera klapp á landsfundi flokksins, hvað þá hjá hinum almenna borgara.  Enda sama hvað hugsanlega kæmi frá SF allt slíkt er stoppað af afturhaldsráðherrum VG.

Ráðherrar VG vinna leynt og ljóst að því að ríkið yfirtaki öll hlunnindi og auðlindir hvaða nafni sem nefnast já jarðeigendum í landinu og stefna hraðbyri að því að gera bændur og aðra landeigendur að leiguliðum svona eins og hér var fyrir mörg hundruð árum og sem vinur þeirra í Zimbabwe hefur komið á.

Og síðast en ekki síst þá er Steingrímur aftur kominn með Icesave á sína könnu og það varð ekki til að auka manni bjartsýni.  Yfirlýsingagleði hans í Kryddsíldinni á gamlaársdag jaðraði við "landráð" en þar gat hann enn einu sinni haldið því fram að Svavarssamningur hefði nú bara hreint ekki verið svo slæmur og að ekkert mál hefði verið að greiða vextina skv. þeim samningi sem síðast var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Að sjálfsögðu hafði þáttastjórnandi ekki manndóm í sér að spyrja hann að því með hvaða peningum þetta hefði átta geta verið greitt.

Jón Óskarsson, 5.1.2012 kl. 13:16

2 identicon

Ef að Steingrímur verður atvinnumálaráðherra fram á vor, þá þarf fólk að fara að kynna sér torfhleðslu, að vísu held ég að það þurfi nú að taka til í vel flestum flokkum, það þarf að losna við fólk af þingi sem að vissi að hér var allt að fara til andskotans en gerði ekkert til að leiða þjóðinna úr þeim vanda. Þegar menn þurfa að æla þá eiga þeir ekki að bíða með það, ælum öllu hrunafólkinu útaf þingi, úr ráðuneytum og úr Seðlabanka og reddum Gunnar Andersen hjá FME starfi við hæfi, eins og að rúnka samföngum á Litla hrauni.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 15:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Frábærar athugasemdir, Jón, réttar og vel rökstuddar.

Hins vegar er innlegg valgeirs eins ómálefnalegt og ósmekklegt og hugsast getur.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2012 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband