2.1.2012 | 21:20
Kjördæmapot eða bara venjulegt ráðherrapot
Síðasta verk Jóns Bjarnasonar í embætti sjávarútvegsráðherra var að reka prófessor úr stöðu stjóranarformanns Hafró og setja fiskverkanda úr eigin kjördæmi í stöðuna.
Jón segir að engin sérstök ástæða hafi verið til að reka prófessorinn og hann hafi gert það "af því bara", eins og krakkarnir segja. Sú ástæða er reyndar stundum gefin upp þegar pólitíkusar geta ekki með góðu móti réttlætt gerðir sínar.
Furðulegt er að hæfni fiskverkandans skuli ekki hafa verið nefnd sem ástæða skipunarinnar í embættið enda virðist hann ekki hafa neitt framyfir prófessorinn sem gagnast mætti í þessu starfi.
Svona hundakúnstir ráðherra eru ekki boðlegar, enda reynir Jón ekki einu sinni að gefa neinar skýringar á þessu kjördæma- eða ráðherrapoti.
Enginn aðdragandi að málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum, - og ég fagna samt mjög - ákvöðrun Jóns Bjarnasonar um að reka Friðrik Má Baldursson stjórnarformann Hafró.
Þetta hjá þér með "hæfni fiskverkandans" er óbein ófræging hjá þér á þeirri manneskju - sem þú veist ekkert um - og ég ekki heldur.
Ég er hins vegar mjög ánægður með þessa ákvörðun Jóns. Það er kominn tími til að "falsreiknarar" verði teknir á teppið með viðeigandi aðgerðum. Hvað átt er við með "falsreiknarar" þá má lesa sig til um brot af því að www.kristinnp.blog.is
Kristinn Pétursson, 2.1.2012 kl. 21:41
Það er alveg rétt hjá þér að ég veit ekkert um fiskverkandann, frekar en þú, og var hreint ekkert að gera lítið úr honum. Ég var eingöngu að setja út á vinnubrögð Jóns, sem mér fynnst engan vegin boðleg og ekki einu sinni reynt að réttlæta þau á nokkurn hátt.
Þar fyrir utan hefði ég haldið að "falsreiknarnir" væru fiskifræðingarnir hjá Hafró, en ekki stjórn stofnunarinnar, sem fyrst og fremst er ábyrg fyrir sjálfum rekstri hennar en ekki fiskifræðinni.
Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2012 kl. 21:46
Gæti ekki bara verið að þetta sé mjög flott kona sem hefur alist upp við og hrærst í útgerð og fiskvinnslu og sé því frábær í þetta embætti? Kannski kominn tími til að gefa prófessornum frí og fá raddir og skoðanir fólksins í greininni upp á yfirborðið.
Kristján Sig (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 22:47
Þó fyrr hefði verið að skipta út og setja Erlu blessaða inn,
Tek undir með KP og Kristján það er nefnilega það:)
Halldór Jóhannsson, 2.1.2012 kl. 23:07
Mér finnst, án þess að leggja nokkuð mat á störf þessara tveggja, alveg forkastanlegt að standa svona að málum. Þetta er bæði niðurlægjandi fyrir manninn sem þurfti að víkja og ekki síður fyrir konuna sem fékk starfið á þennan hátt, án nokkurra skýringa. Þetta er í hæsta máta óvenjulegt og gerir ekkert annað en að sýna að Jón Bjarnason var ekki réttur maður á réttum stað.
Bergljót Gunnarsdóttir, 3.1.2012 kl. 08:38
Alveg er það nú merkilegt hvað sumir (sem ekki eru sjávarlíffræðingar) þykjast vita miklu meira um sjávarlíffræði heldur en sjávarlíffræðingarnir hjá Hafró.
En auðvitað verða fiskverkendur (Upp til hópa hið besta fólk) hvínandi vondir ef einhver eins og ég sem er hvorki líffræðingur né útgerðarmaður/fiskverkandi fer að tjá mig um þetta. Ég bíð bara eftir gusunni.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.