Lengi getur vont "grín" versnað

Reykvíkingar hafa þurft að þola grátt grín Jóns Gnarr úr embætti borgarstjóra í eitt og hálft ár og að óbreyttu þurfa þeir að vera aðhlátursefni í tvö og hálft ár í viðbót, eða fram til næstu borgarstjórnarkosninga.

Nú þegar Ólafur Ragnar hefur gefið í skin að hann muni ekki bjóða sig fram til setu fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum, sýnir Jón Gnarr enn og aftur smekkleysi sitt og lélega kímnigáfu með því að lýsa yfir að hann sé að hugleiða forsetaframboð og gefur í skin, eins og alvöru fólk gerir jafan, að einhverjir "hafi sett sig í samband og skorað á hann í forsetaframboð".

Þeir eru ekki margir sem treysta sér lengur til að verja vitleysurnar sem Jón Gnarr sýnir af sér í núverandi embætti og svona lélegur brandari í upphafi nýs árs er nánast móðgun við þjóðina og það alvöru fólk sem gæti verið að hugleiða forsetaframboð.

Nokkrum sinnum hafa misheppnaðir grínarar tekið þátt í forsetaframboðum og hafa að sjálfsögðu aldrei verið teknir alvarlega og svo mun auðvitað ekki verða nú, spili Jón Gnarr þennan "brandara" til enda.


mbl.is Jón íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Tek undir þetta hjá þér, og segi Jón hugsaðu þinn gang.

Reynir W Lord, 2.1.2012 kl. 15:03

2 identicon

En halló Axel Jóhann. Varla gæti Gnarrinn orðið sjáfum sér, né þjóðinni, meira til skammar er núverandi forseta ræfill. Nú veit ég ekki hvort þú sért læs á ensku, en fyrir neðan eru slóðir á tvær ræður forsetans, sem hefðu betur aldrei verið skrifaðar, né fluttar.

http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

http://www.forseti.is/media/files/00.05.05.Los.Angeles(1).pdf

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 15:04

3 identicon

Axel Jóhann - Þú verður að vakna af dvalanum. Miðað við hvernig samfélagið er rekið með endalausum skattaálögum reiðuleysi og svo aðgerðarleysi að öru leiti, þá er þetta ekkert merkilegt. Og það má diskutera þetta með "Alvöru fólk" þegar landinn er annars vegar. Hvar er það?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 17:26

4 identicon

Stjórnmálalega er Gnarr það besta sem komið gat fyrir okkur íslendinga. Horfðu bara á þá aðila sem komu á undan Jóni og hans fólki, þá vel ég nú frekar vont grín fram yfir grínlausan viðbjóðinn sem við gátum fengið í staðin.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 17:42

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, aldrei hef ég verið aðdáandi Ólafs Ragnars og þessar ræður eru gott sýnishorn af ruglinu sem vall upp úr honum á "bankaránsárunum".

Grínið hjá Rúnari Geir hér að framan er alveg í anda lélegu brandaranna sem borgarstjórinn lætur frá sér fara og hreint ekkert hlægilegri en þeir. Ef svona hugsunarháttur er dæmigerður fyrir andlegt ástand þjóðarinnar um þessar mundir, þá er málið virkilega alvarlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2012 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband