15.12.2011 | 22:04
Ákæran er í höndum Alþingis
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að ákæran á hendur Geir H. Haarde sé ekki á höndum Alþingis, heldur Landsdóms. Þetta er auðvitað eintóm blekking, þar sem Alþingi er ákærandi í málinu, saksóknarinn fer með málið fyrir hönd Alþingis og rekur það fyrir Landsdómi í umboði Alþingis.
Þingmenn VG ættu að sjá sóma sinn í því að játa "mistök" sín í þessu máli og viðurkenna að það hafi verið pólitískt ofstæki og hefndarþorsti sem réð gerðum þeirra þegar þeir samþykktu þennan arfavitlausa gjörning.
Virðing Alþingis, sem ekki er beisin um þessar mundir, gæti aukist örlítið yrðu þessi afglöp þingsins leiðrétt núna. Engar líkur eru til annars en að Geir H. Haarde verði sýknaður af öllum ákærum fyrir Landsdómi, enda lætur enginn heiðarlegur dómstóll misnota sig í pólitískum tilgangi.
Þegar þar að kemur verður skömm þeirra þingmanna, sem samþykktu ákæruna, enn meiri en hún þegar er orðin. Með því að draga ákærurnar til baka gætu þeir minnkað skömm sína til mikilla muna.
Ákæran í höndum landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið frá upphafi hefur verið Alþingi til vansa. Auðvitað átti annað hvort að ákæra alla þá 4 sem rannsóknarnefndin lagði til eða engan. Og síðari kosturinn var augljós fyrst að í hópinn var ekki í það minnsta bætt við 2 núverandi ráðherrum þeim Össur og Jóhönnu. Bæði tvö gegndu þau lykilhlutverki í ríkisstjórn Geirs Haarde bæði sem ráðherrar og afleysingaráðherrar. Össur hljóp í tíma og ótíma í skarðið fyrir Ingibjörgu og það eru ótal skjalfest mál sem Jóhanna sem félagsmálaráðherra kom að og varðaði efnahagsmálin beint.
Úr því allur þessi 6 manna hópur var ekki ákærður þá er nákvæmlega ekkert annað í stöðunni en að draga ákæra á hendur Geir til baka. Slíkt hefði átt að gera strax.
Ef ekki, þá legg ég til að í það minnsta Steingrímur J. Sigfússon og helst Jóhanna Sigurðardóttir einnig verði nú þegar ákærð vegna framgöngu sinnar í Icesave (og fleiri málum), og þess gætt að þriggja ára fyrningatími nái ekki að líða frá því að Svavarssamningur (sem og skipun samninganefndar Svavars) áttu sér stað.
Vilji menn stunda nornaveiðar á ráðherra landsins - þá skal jafnt yfir alla ganga.
Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 22:41
Sæll.
Ég hef ekki heyrt hvað þessir fjórmenningar áttu að gera til að afstýra þessum ósköpum sem hér riðu yfir. Áttu þeir að skipta sér að rekstri einkafyrirtækis? Nei. Þau fyrirtæki voru hvort eð er dauðadæmd frá 2006.
Þetta mál allt sýnir mjög greinilega að margir þingmenn skilja ekki uppruna og orsakir kreppunnar. Hefur enginn spurt sig að því hvaðan peningarnir komu sem bankarnir lánuðu öllum hér? Já, þeir komu frá útlöndum frá öðrum bönkum. En hvaðan fengu þeir bankar þessa peninga? Af hverju spyr enginn þessara spurninga? Þessar einföldu spurningar eru lykillinn að hruninu.
Það eru auðvitað rangnefni að tala um Svavarssamninginn, maðurinn kom heim með reikning en ekki samning. Mikill munur er á þessu!
Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 23:30
Já, merkilegt rugl í þessari Lilju Rafney.
Kemur svo sem ekki á óvart ...
Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.