Óviðunandi umgengni um sjávarauðlindina

Mikið er um dauða síld í fjörum við ýmsar eyjar í Breiðafirði og liggur ógeðslegur rotnunardaunn í loftinu, mönnum og skepnum til mikils ama og óþæginda.

Mun þetta gríðarlega magn af dauðri síld eiga sér skýringar í "brottkasti" síldveiðiflotans, sem í mörgum tilfellum hefur aðeins innbyrt hluta þess sem í næturnar hefur komið og afganginum verið "sleppt" aftur í hafið.

Síldin er viðkvæm fyrir hreisturskemmdum og lifir ekki af eftir að hafa verið hrúgað saman í síldarnæturnar og "sleppt" aftur. Svona umgengni um sjávarauðlsindina er algerlega óboðlegur og til skammar.

Finna verður leið til þess að mögulegt verði að hirða alla síld sem kastað er á og geti síldveiðiskipin ekki innbyrt allan aflan sjálf, að þá fylgi flotanum aðrir bátar sem fái að hirða "umframaflann".

Fiskveiðiþjóð getur ekki verið þekkt fyrir að "henda" verðmætum á borð við þessi. Enn síður þjóð, sem glímir við efnahagsvanda og gjaldeyrisskort.


mbl.is Mikið um dauða síld við Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Færeyska dagakerfið er eina vitið Axel, þar kemur allur afli á land.

Aðalsteinn Agnarsson, 16.12.2011 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband