Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta fyrir fjárlagafrumvarpinu

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012 var samþykkt með aðeins þrjátíuogeinu atkvæði, en þrjátíuogtveir þingmenn greiddu því ekki atkvæði sitt.

Þetta hlýtur að vera í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem "meirihlutastjórn" nær ekki að fá meirihluta þingmanna til að styðja fjárlagafrumvarp sitt, en venja er í öllum lýðræðisríkjum að ríkisstjórnir segi af sér, hafi hún ekki stuðning meirihluta þings við afgreiðslu fjárlaga.

Þetta, ásamt ýmsu öðru sem ríkisstjórninni hefur verið til háðungar undanfarnar vikur, leiðir vonandi til þess að hörmungarstjórnin hrökklist frá völdum á allra næstu dögum.


mbl.is Fjárlög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hvernig er það er ekki ríkisstjórn fallin sem ekki kemur fjárlögum í gegn um þingið með meirihluta ? Það voru bara 31 sem studdu fjárlögin - ekki að undra sjálfhól Steingríms í Kastljósinu.

Benedikta E, 7.12.2011 kl. 20:18

2 identicon

Það er sjálfsagt að telja áður en reiknuð er minnihlutastjórn.

Samkvæmt þingsköpum alþingis geta fjarstaddir þingmenn ekki greitt atkvæði. Með fjárlagafrumvarpinu greiddi 31 þingmaður atkvæði, 3 á móti og 23 sátu hjá. Semsagt 31 á móti 26. Þeir sem eitthvað vit hafa á fundarsköpum (eða þingsköpum) átta sig fljótlega á að það mun hafa verið ríflegur meirihluti í þetta sinn.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 22:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir sem áður stendur það, að fjárlögin voru afgreidd með minna en helmingsfjölda Alþingismanna. Ætli það sé algengt hjá "meirihlutastjórnum"?

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband