Umboðsmaður þolir ekki andstæðar skoðanir

Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda, hefur sagt sig úr félagi lögfræðinga vegna þess að félagið hélt fund um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar sem fram komu efasemdir um tillögur ráðsins, sem umboðsmaðurinn átti sæti í.

Umbinn komst ekki sjálfur á þennan fund, en frétti af því að efasemdaraddirnar hefðu verði háværari en þær sem studdu tillögurnar og það þoldi hann ekki og hringdi umsvifalaust í lögfræðingafélagið og tilkynnti úrsögn sína og þar næst í fjölmiðlana til að kynna þessa fýlupúkalegu afstöðu sína.

Fólki er að sjálfsögðu frjálst að ganga í og úr félögum eins og því sýnist og eins getur það verið sammála eða ósammála hverju sem er, en varla getur það talist sérstakt fréttaefni þó einstaklingar segi sig úr einhverjum félagsskap vegna ósættis við einstök mál sem rædd eru á félagsfundum.

Varla skapar þessi frétt neina sérstaka spennu um hvort umbinn segi sig úr fleiri félögum eða gangi í einhver ný.


mbl.is Sagði sig úr Lögfræðingafélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held að þetta segi meira um GT en margt. Getur verið að lögfræðiþekkingu GT sé verulega áfátt fyrst hann er alveg úr takti við aðra lögfræðinga? Ég hef ekki sett mig inn í tillögur þessa furðulega stjórnlagaráðs (aldrei hefur tilgangurinn með endurskoðun stjórnarskrárinnar verið almennilega rökstuddur né tengsl stjórnarskrárinnar og hrunsins verið útskýrður (því þau eru auðvitað engin)) en það litla sem ég hef heyrt bendir til að þær séu lítt nothæfar. Það fór mikill peningur í vaskinn.

Annars er merkilegt að þetta embætti sem hann gegnir skuli ekki vera lagt niður, hvaða tilgangi þjónar þetta embætti og hvaða gagn gerir það? Hér mætti spara nokkrar millur á ári og fækka ríkisstarfsmönnum.  

Fínir punktar hjá þér.

Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 12:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"...Ég hef ekki sett mig inn í tillögur þessa furðulega stjórnlagaráðs..."  Þesii ummæli þín eru dæmigerð ummæli þeirra sem hæst láta um tillögurnar. Gísli var ósáttur við einhliða val á fyrirlesara og að ekki skyldi reynt að skapa jafnræði með mismunandi skoðunum í uppsetningu dagskrár fundarins.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2011 kl. 14:20

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Umbodsmand er EU hugmyndfræði, sparar í kerfinu, því nú  fara allar kvartanir á einn stað, áður var alskonar lið að trufla hina og þess embættismenn í kerfinu, sem hafa nóg að gera t.d. í Þýskalandi.

Júlíus Björnsson, 4.12.2011 kl. 14:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er furðulegt að það skuli þykja fréttnæmt að einhver skuli segia síg úr Lögmannafélaginu.  Á þessi frétt að sýna dómgreindarskort eða umburðarleysi talsmanns neytenda? Það er fáheyrt að menn segi sig úr frjálsum félagssamtökum vegna þess að þeim líkar ekki við framsögumann á einum fundi. Hvað ætar Gísli að gera þegar þjóðin hafnar þessum tillögum stjórnlagaráðs? Segja sig úr þjóðfélaginu?

Jón Magnússon, 4.12.2011 kl. 14:57

5 Smámynd: Jón Magnússon

Fyrirgefði átti að vera Lögfræðingafélagið en ekki Lögmannafélagið. Gísl sagði sig úr Lögfræðingafélaginu sem eru frjáls félagasamtök.

Jón Magnússon, 4.12.2011 kl. 14:58

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Umbodsmand er í franska lagatexta EU intermediateur => intermediator , millgöngu aðli. Hinsvegar í ensku útgáfunni er notað Umbodsmand.   Örruglega vegna þess að enska orðið er of augljóst. Þetta er ekki maður neytenda, þetta er starfsmaður á launum hjá hinu opinbera að öðru leyti hlutlaus.

Júlíus Björnsson, 4.12.2011 kl. 15:33

7 identicon

Merkilegt með stjórnlagaráðsfulltrúana að þeir svara allri gagnrýni með yfirlæti og barnaskap. Allir aðrir hafa rangt fyrir sér. Hér segir einn sig úr lögfræðifélaginu vegna þess að hann var ósáttur með gagnrýni eins manns á fundi sem hann heyrði ekki einusinni. Og það er fréttnæmt?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 16:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Neytendastofa er sambærileg stofnun og Umbodsmand í nágrannalöndunum. "Umboðsmaður neytenda" er því algert viðbótarapparat og óþarft, þar að auki, sem ótrúlegt er að ekki hafi verið lagt niður í sparnaðarskyni á þessum síðustu og verstu tímum. Neytendastofa getur og á að sinna þeim málefnum sem umbinn hefur verið að fást við og því er þetta algerlega óþarft embætti.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2011 kl. 18:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rétt er að taka það fram að starf viðkomandi kemur fýlupúkalegri andstöðu hans við gagnrýna hugsun ekkert við.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2011 kl. 18:56

10 identicon

@ Ómar R:

Ég hef ekki haft hátt um þetta stjórnlagaráð eða tillögur þess enda er það algerlega óþarft. Ég hef ekki og ætla mér ekki að skrifa greinar um stjórnlagaráð eða gloríur þess.

Stjórnarskráin hefur ekkert með hrunið að gera eða hvernig bankamenn höguðu sér. Til hvers þá að endurskoða stjórnarskrána?

Þú situr þarna umboðslaus og ert í raun að gefa dómstólunum fingurinn. Finnst þér ekkert óþægilegt að sitja þarna með þetta fá atkvæði á bak við þig? Finnst þér heldur ekkert furðulegt við einlitt mannval í þessu stjórnlagaráði?

Ég las ágæta grein eftir lögmann nokkurn (BN) þar sem aðeins var tæpt á nokkrum göllum á þeim tillögum sem frá ykkur koma og fannst mér þær allar vel ígrundaðar. Brynjar tiltók líka andsvör stjórnlagaráðsmanns nokkurs og voru þau hreint út sagt barnaleg. Þú ættir kannski að reyna að svara BN efnislega í stað þess að gera mönnum eins og mér upp skoðanir?

Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 19:25

11 identicon

@ Ómar R:

Af hverju kom stjórnlagaráð ekki fram með tillögur um hámarks leyfilega stærð hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) sem hlutfall af þjóðarframleiðslu? Hefði einhver slík tillaga komið fram hefði skoðun mín á þessum klúbb breyst mjög til hins batnaðar. Umræða um skylt atriði á sér nú stað erlendis.

Slíkt ætti erindi inn í stjórnarskrána enda er það með ólíkindum hve illa stjórnmálamenn ganga um fé það sem haft er af almenningi með skattheimtu. 

Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband