"Stelpurnar okkar" í stuði

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann frækilegan sigur á Svartfjellingum á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í dag, eftir æsispennandi leik sem lauk með sigri íslendinganna sem skoruðu 22 mörk gegn 21 svartfjellsku.

Þetta var óvæntur sigur, þar sem Svartfjellingar eru með sterkt lið og hefur verið spáð verðlaunasæti á mótinu. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalið í handbolta kemst á heimsmeistaramót var í sjálfu sér ekki reiknað með að liðið næði að skipa sér á bekk með þeim bestu, en þessi úrlit auka þó vonir um gott gengi liðsins á mótinu.

Stelpunum er óskað góðs gengis í leikjunum sem eftir eru og nú sameinast þjóðin að baki stelpnanna okkar.


mbl.is Ísland vann fyrsta leik á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Svo sannanlega mikilvægur sigur.   Ekki síst þar sem þetta var fyrsti leikur stelpnanna á mótinu og það hlýtur að auka sjálfstraustið að ná að vinna svona sterkan andstæðing.    Það verður virkilega spennandi og gaman að fylgjast með þeim.

Jón Óskarsson, 3.12.2011 kl. 20:09

2 Smámynd: Dexter Morgan

Já, það er svo sannalega frábært þegar stelpurnar "okkar" eru orðnar eins og strákarnir "okkar" og gott betur. Nú er bara að koma heim með dolluna. Til hamingju með sigurinn.

Dexter Morgan, 3.12.2011 kl. 23:45

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Þvílík skemmtun sem stelpurnar buðu upp á í gærkvöldi.   Þvílíkur karakter að breyta stöðunni 4-11 í 26-20 sigur og það daginn eftir mikið tap gegn Norðmönnum.  

Jón Óskarsson, 8.12.2011 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband