Íslendingar eru algerlega kaupóðir

Nánast í hvert skipti sem ný verslun opnar á Íslandi grípur um sig algert kaupbrjálæði og biðraðir myndast við þessar búðir, þar sem þúsundir "berjast" um að komast sem fyrst að vörurekkunum til að birgja sig upp af því sem til sölu er hverju sinni.

Yfirmenn sænsku verslunarkeðjunnar Lindex, sem opnaði í Smáralind um helgina, höfðu aldrei í sextíu ára sögu keðjunnar séð annað eins kaupæði og rann á Íslendinga við opnun verslunar á vegum keðjunnar og í því sambandi er verið að tala um veröldina alla.

Verslunareigendur í öllum nálægum löndum þekkja þetta kaupæði Íslendinga og oft hafa birst fréttir í erlendum fjölmiðlum af geggjunni sem grípur um sig þegar mörlandahópar í flugvélaförmum birtast á þeirra svæði.

Ísland er sannarlega "stórasta land í heimi" og Íslendingar "stórustu" eyðsluklær veraldar, jafnvel í dýpstu og verstu efnahagskreppu sem yfir landið hefur dunið.


mbl.is Loka vegna vöruskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki bara kaupæði. Það er eitthvað annað miklu alvarlegra að þessu fólki og þá meina ég nánast þjóðina alla.

Það er í raun og veru fullt starf fyrir geðlækna og sálfræðinga að sundurliða hugsunarháttinn í íslendingum og hvers vegna þeir haga sér svona afbrygðilega á öllum sviðum, ekki bara kaupæði, heldur djöflagangur á öllu sem þeir taka sér fyrir hendur og aldrei slakað á. Jú, það er eitthvað mikið að þessari þjóð.

Kanski er hún að drepast úr leiðindum, sem skilar sér á þennan hátt, þegar upp er staðið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 14:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Niðurstöður allra kannana sýna að Íslendingar séu einhver allra hamingjusamasta þjóð í heimi, svo varla eru það leiðindi og vanlíðan sem stjórnar þessari hegðun.

Ekki er þetta heldur neitt nýtt, því svona kaupæði hefur verið viðvarandi í þjóðarsálinni áratugum saman og virðist ekki breytast mikið, hvort sem góðæri ríkir í landinu eða dýpstu kreppur.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2011 kl. 14:56

3 identicon

Hjá frekar stórum hluta þjóðarinnar virðis vera alveg sama hvort kreppa er eða ekki, þar eru samt til nóg af pening meðan annar hlutin lifir á hungurmörkum og á varla til að framfleita fjölskylduni þarf hinn hlutin allta að lifa í einhverju snobbi sýndarheimi og þarf alltaf meira, það er náturlega eitthvað að hjá þessari þjóð og allt of mikill launamunur orðin fyrir löngu síðan

siggi (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 19:55

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum virkilega í vondum málum ef fer fram sem horfir!

Sigurður Haraldsson, 15.11.2011 kl. 21:28

5 identicon

Burtséð frá því hvort hegðunin er heimskuleg eða óeðlileg, gæti þá kanski hugsast að stór hluti almennings sé ekki eins illa staddur og sumir vilja vera láta...

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband