Taugar Samfylkingarfólks að gefa sig

Mörður Árnason, eins og fleiri vinstri grænir (þó í Samfylkingunni séu), virðist vera að fara algerlega yfirum af taugaveiklun vegna þeirrar sífellt auknu velgengni sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í skoðanakönnunum og ekki síður vegna þeirrar athygli sem að flokknum beinist þessa dagana vegna væntanlegs landsfundar og formannskosninga sem þar munu fara fram.

Mörður býsnast mikið yfir því að formannsframbjóðendurnir skuli ekki vilja láta Fréttablaðið stjórna kosningabaráttunni og ráða því um hvað hún komi til með að snúast. Einnig fárast hann yfir því að ekki skuli vera mikill pólitískur skoðanamunur á milli þeirra sem í fraboði eru og virðist ekki skilja að um er að ræða tvo einstaklinga, sem hafa sömu lífsskoðanir og hugsjónir og því sammála að mestu leyti um markmið og leiðir varðandi þjóðmálin.

Að sjálfsögðu er það að mörgu leyti skiljanlegt að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins séu taugaveiklaðir þessi misserin, enda vita þeir sem er að stjórnarflokkarnir munu ekki verða svipur hjá sjón eftir næstu kosningar.

Ekki síður veldur vitneskjan um að sá sem kjörinn verður formaður Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi, verði einnig að öllum líkindum næsti forsætisráðherra þjóðarinnar.


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Lyga- Mörður veit sem er að þetta er síðasta þing sem hann verður á.Hann veit sem er að Vinstri Flokkarnir verða ekki við stjórn  eftir næstu kosningar og það af lútandi fær hann ekkert feitt embætti,sem sé hann vill láta taka eftir sér í dag.

Vilhjálmur Stefánsson, 12.11.2011 kl. 16:33

2 identicon

Hvað hefðir þú sagt Axel ef 2 einstaklingar væru að berjast um stólinn í VG eða Samfylkingu og hefðu neitað að svara spurningum Moggans?  Hefðir þú þá sagt að það hefði verið gott hjá þeim að láta Moggann ekki stýra kosningabaráttunni og um hvað hún hefði átt að snúast?  Varla.  Þú talar líka um aukna velgengni flokks þíns, sem hefur oft verið mun meiri og fjölmargir Sjálfstæðismenn skilja ekkert í því hvers vegna hún er ekki mun meiri en hún mælist.  Kannski er Mörður kallinn taugaveiklaður, en varla yfir þessum formannskosningum Sjálfstæðisflokksins!  Ég held að það séu fáir.

Skúli (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 17:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skúli, hvorki Mogginn eða aðrir fjölmiðlar eiga að "búa til" fréttir eða stjórna atburðarás. Þeir eiga að flytja fréttir af því sem er að gerast og síðan vera með fréttaskýringar, þegar á þarf að halda, þar sem farið er dýpra í atburðarásina og hún útskýrð betur en mögulegt er að gera í stuttum fréttum.

Eitthvað annað en hlutleysi hefur það verið sem stjórnaði þessari umræddu skapsveiflu Marðar. Reyndar eru þeir sárafáir sem taka þann mann alvarlega, svo ástæðulaust er að vera að eyða miklum tíma í að rýna í geðsveiflur hans.

Axel Jóhann Axelsson, 12.11.2011 kl. 19:06

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er undir meðalfylgi í borginni. Hann er í minnihluta. Hann hefur glatað trausti kjósenda í höfuðborginni. Hann lét pólitískan trúð leika á sig. Í landsmálum er Hanna Birna skoðanalaus. Hún hefur aldrei tjáð sig um þau. þeir sem kjósa hana munu kjósa óskrifað blað. Það gera þeir vegna þess að BB hefur margar og óljósar skoðanir á öllum hlutum. Man einhver hvað hann hafði margar skoðanir á icesave?Tryggvi þór hefur nú samið efnhagsstefnu fyrir flokkinn sem hafa verið fluttar á þingi sem þingsályktun. heili BB í efnahagsmálum Illugi níundi sjóður er nú mættur til starfa á þingi. Ljóst má vera að barátta þeirra Hönnu Birnu og BB snýst ekki um málefni. Þau skipta engu máli. Þeirra eigin völd skipta öllu.Landsfundurinn verður sjónarspil. Hann verður leikrit fyrir valdgráðuga og trúgjarna. Góða skemmtun Axel Jóhann.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 22:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hrafn, annar eins stjórnmálagreinandi af guðs náð, eins og þú ert, ættir að birta eins snjalla og hlutlausa úttekt á innviðum og starfsemi vinstri flokkanna. Eða ertu eingöngu sérmenntaður í Sjálfstæðisflokknum og kjósendum hans?

Axel Jóhann Axelsson, 12.11.2011 kl. 22:59

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrafn er baðvörður. Þú ferð nú ekki að setja þig á hán hest gegn honum Axel.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 05:07

7 identicon

Málefnaleg svör eru helsta einkenni Axels Jóhanns og Jón Ragnars. Þau bregðast aldrei.Bið þig vel að lifa á Siglufirði jón minn.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 10:55

8 identicon

Fyrst undirtektir voru svona góðar þá eru hér örfá orð um Hönnu Birnu=);Hanna Birna virðist lifa í tómarúmi. Hún sér hlutina ekki í samhengi og er ekki trúverðug.Áherslur flokks hennar hafa ekki og munu ekki endurspegla áherslur fjöldans.Sjálfstæðisflokkurinn gaf fjármálaöflunum lausan tauminn og endalokin urðu Hrunið.Á 16 ára valdaskeiði flokksins var skattbyrði fjjölskyldna meiri hér en á öðrum Norðurlöndum. Tekjuskiptingin var ójafnari hér en á öðrum Norðurlöndum.Allt þetta er hægt að sýna framá með tölum.

Sjálfstæðisflokkurinn átti ríkan þátt í icesavesamningum. Sá fyrsti var gerður af þeim Árna matt og Baldri(heiðarlega)ráðuneytistjóra.Sá samningur sem Brretar höfnuðu var samþykktur með stuðnngi þingmanna flokksins. Nánast allir þingmenn flokksins samþykktu síðasta samninginn. Höldum því til haga. Hanna Birna telur sig vera nýjan foringja.Án foringja mun flokkurinn liðast fljótt í sundur. grein Hönnu Birnu virðist vera innantómir frasar og afar undarlegt að einhverjum skuli þykjja mikið til koma. Eins og BB hefur bent á er núverandi fylgi flokksins undir meðalfylgi.Hanna birna er í minnihluta í heelsta vígi flokksins til margra áratuga.Hún lét pólitískan trúð leika á sig.Dixi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 11:05

9 identicon

Hér skrifar maður sem lengi var í flokknum þínum ástkæra Axel Jóhann;

Stjórnmál Sverrir Hermannsson fv. alþingismaður

Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi.

Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir:

„Sól mun sortna,

sökkur fold í mar,

hverfa af himni

heiðar stjörnur.“

En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“

Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra.

Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn.

„Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru.

Og kátt í hárri Val-höll.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 11:31

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Athugasemd Jóns Steinars um hvaða starfi fólk gegnir er auðvitað algerlega óviðeigandi og smekklaus.

Viðbótarfræðsla Hrafns um Sjálfstæðisflokkinn bætir hins vegar engu uppbyggilegu við um flokkinn og tilvitnunin í Sverri Hermannsson er álíka og að vitna í Karl Max og hans nóta um pólitíska andstæðinga sína.

Axel Jóhann Axelsson, 13.11.2011 kl. 18:35

11 identicon

Mér er það ljóst að Sverrir Hermannsson á mikilla harma að hefna. Hann hefur oft skrifað af meiri heift en hann gerir hér.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband