10.11.2011 | 15:46
Tré í forgangsröð, en börn á biðlista
Jón Gnarr, titlaður borgarstjóri, skýrði það að börn væru ekki tekin inn á leikskóla í þau pláss sem laus væru og hægt væri að fylla án þess að fjölga starfsfólki, með þeim orðum að "ÞAÐ KOSTAR".
Þetta er að vísu hæpin skýring, þar sem verið var að tala um þau pláss sem hægt væri að fylla án fjölgunar starfsmanna og því ætti fjölgun barna á þeim leikskólum sem svo háttar um að auka tekjur en ekki útgjöld.
Vegna þessarar undarlegu sýnar á þau óþægindi sem þetta veldur fjölda foreldra í borginni verða öll börn, sem fædd eru árið 2010, látin hanga áfram á biðlistum og ekkert tillit tekið til aðstæðna foreldranna eða barnanna sjálfra, jafnvel þó hægt væri að taka hluta þeirra inn á leikskólana strax, án þess að "það kostaði" viðbótarútgjöld fyrir borgina, en myndi hins vegar spara foreldrunum talsvert fé.
Á sama tíma hafa trjáskipti í nokkrum götum borgarinnar forgang fram yfir börnin, enda líður mörgum trjám illa, samkvæmt upplýsingum garðyrkjustjóra borgarinnar. Til þess að auka vellíðan tjánna átti að verja um tíu milljónum króna, en þar sem vanlíðanin er meiri en reiknað var með, mun kostnaður vegna velferðar trjánna fara talsvert fram úr kostnaðaráætlun.
Þetta er nú forgangsröðun málaflokkanna í höfuðborginni um þessar mundir.
Tíu milljóna króna trjáskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já viðtalið við borgarstjórans var nú ekki beisið að mínu mati og því síður viðtalið í Kastjósi við Óttar Proppe, þau eru að reyna að vera alvöru stjórnmálamenn, en skortið bæði óheiðarleikann og lygina til að gera þetta trúverðuglegt. Þau ættu því bara að fara að sækja sér aðra ráðgjafa en Samfylkinguna til að bjarga mannheiðri sínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 20:26
Ef þér finnst skorturinn á óheiðarleika og lygi hamla þessu fólki eitthvað, þá verð ég nú að segja að það sem virðist ekki vera neitt annað en skynsemisskortur einkenni stjórn borgarinnar einna helst um þessar mundir.
Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2011 kl. 22:35
Hvernig er það annars, ert þú ekki sjálfstæðismaður Axel?
Ef svo er þá getur þú ekkert sagt án þess að gera sjálfan þig að kjána
Í alvöru :)
DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 09:13
Ertu með Jón Gnarr á heilanum?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 10:35
Eins rétt og það er hjá DoctorE að ég sé stoltur sjálfstæðismaður, þá er það jafn rangt hjá Jóni Steinari að ég sé með Jón Gnarr á heilanum. Flest allt er merkilegra umhugsunarefni en sá ágæti maður, en eftir sem áður reynir maður að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu og lætur það oft eftir sér að láta í ljós skoðun á því sem er að gerast.
Því miður gefur meirihlutinn í Reykjavík einstaka sinnum tilefni til að skoðanir á verkum hans séu látnar í ljós og sjaldnast kemur það þó til af góðu. Lengi hefur maður þó vonað að ástandið myndi skána á þeim bæ og kannski er ekki öll von úti ennþá.
Axel Jóhann Axelsson, 11.11.2011 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.