Hvaða skatta og gjöld eru íslensku flugfélögin að innheimta?

EasyJet ætlar að hefja flug milli London og Íslands næsta vor og mun samkeppni á þeirri flugleið verða mikil og er það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni, því samkeppni er af hinu góða og því meiri sem hún er því betra.

Reikna má með að nýja, eða væntanlega, íslenska flugfélagið WoWair muni einnig fljúga á þessari leið, þannig að þegar þessi félög bætast við verða þúsundir flugsæta í boði á milli Íslands og Bretlands í viku hverri og vonandi mun næg eftirspurn fylgja þessu mikla sætaframboði.

Í fréttinni af easyJet segir m.a:  "Byrjað verður að selja miða í flug til og frá Íslandi á morgun og eru ódýrustu miðarnir á 32,99 pund, 6.100 krónur aðra leiðina. Fargjaldið fyrir flugmiða fram og til baka verður 58,81 pund, 10.900 krónur, með sköttum."

Sundurliðun á fargjaldi frá Keflavík til London, aðra leiðina, með Iceland Express hljóðar svo, samkvæmt kvittun:  "Fargjald kr. 7.500, skattar og gjöld kr. 10.350, samtals kr. 17.850.  Samkvæmt kynningu easyJet ætlar félagið að fljúga báðar leiðir fyrir nánast sömu upphæð og íslensku flugfélögin innheimta í skatta og gjöld af flugferð aðra leiðina.

Hvaða skatta og gjöld eru íslensku flugfélögin að innheimta, sem erlend félög þurfa ekki að standa skil á?

Er kannski bara verið að blekkja neytendur með verðskrá íslensku félaganna og verið að fela hluta raunverulegra tekna félaganna sjálfra undir liðnum "skattar og gjöld"?

Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem íslenskir neytendur væru hafðir að fíflum af óprúttnum viðskiptasvíðingum. 


mbl.is EasyJet flýgur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Forvitnilegt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 00:41

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég ætla að giska á að þeir selji 2 sæti á þessu verði, sem er rétt rúmlega skattar og gjöld, en þeir þurfa að borga það sama og aðrir. Svo rukka þeir þig fyrir innritun, fyrir töskuna, fyrir vatnsglas o.s.frv. En ef þú ert einn af þessum 2 heppnu og þarft ekki tösku, né vatn, og innritar þig á netinu...þá ertu í súper málum:) En áfram samkeppnin engu að síður! :))

Margrét Elín Arnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 00:49

3 identicon

það kostar 4000kr að taka eina 20kg tösku með Easy Jet, svo er bókunargjald sem er 2.5% af heildarupphæðinni, ekki lægra en 1000kr. Þeir rukka þig einnig 1000kr í innritunargjald. Lægsta verð hjá þeim er því komið í 12.000kr aðra leiðina eða það sama og hjá öðurm flugfélögum.

K (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 01:05

4 identicon

Óttast að þetta verði svipað og með Atlandsolíu þegar það byrjaði,lágt verð í smá tíma meðan þeir koma sér upp föstum kúnnum og síðan byrjar samráðið og þeir enda í svipuðum verðum,,,sama rassgatið undir þeim öllum.

Casado (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 13:51

5 identicon

Það má benda á það að þessi félög eru ekki að fljúga á sama flugvöllinn og því eru skattar og gjöld væntanlega ekki þau sömu. Þess utan þá fjúga lággjalda flugfélögin iðulega á flugvelli sem liggja ekki jafn vel við tengiflugi og rukka fyrir ýmiskonar fallinn kostnað eins og t.d. innritaðan farangur, bókunargjald og innritunargjald.
Þessir flugvellir eru síðan oft á tíðum langt fyrir utan borgarmörkin sem getur verið fljótt að telja ef taka þarf t.d. leigubíl frá flugvelli til borgarinnar og svo aftur til baka.

Hér fyrir neðan má sjá fjarlægðina frá þremur flugvöllum sem tilheyra London og niður í miðborgina:

London Heathrow 24 km - Icelandair
London Gatwick 45 km - Iceland Express
London Luton 51 km - EasyJet

 Það þarf því að skoða ýmislegt í ljósi aðstæðna. Stundum getur verið ódýrara að kaupa dýrari flugmiða. Þetta þarf bara að meta í hverju tilfelli fyrir sig.

Á meðan það munar ekki of miklu á verði þá kem ég allaveganna til með að velja íslenskt ef þess er kostur. Okkur veitir víst ekki af að halda peningunum í landi.

Sigrún (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 17:04

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Allavega betra að flýta sér hægt að kaupa miða, og sjá svona aðeins til!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.11.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband