24.10.2011 | 19:36
Skipta sér af því sem þeim kemur ekki við
Rökstuðningur fyrir stofnun Bankasýslu ríkisins var, að hún ætti að vera algerlega sjálfstæð og óháð pólitískum afskiptum, enda ætti að slíta algerlega á öll tengst stjórnmálamanna og fjármálakerfisins.
Ekki gátu óvandaðir pólitíkusar látið stofnunina lengi í friði og algerlega tók yfir allan þjófabálk nýlega, þegar stjórnin réði, að sínu mati og óháðs rjáðningarfyrirtækis, nýjan forstjóra sem hæfastur var talinn umsækjenda til að gegna stöðunni.
Nokkrir lýðskrumarar á Alþingi notuðu tækifærið til að koma sjálfum sér á framfæri og reyndu að snúa almenningsálitinu gegn stjórn Bankasýslunnar og sérstaklega nýráðnum forstjóra, eingöngu vegna þess að þá grunaði hann um aðrar pólitískar skoðanir en þeir höfðu sjálfir. Reyndar er fátt sem bendir til að þessir sömu þingmenn hafi yfirleitt nokkrar aðrar skoðanir en að koma sjálfum sér til frama og valda.
Steingrímur J. féll í gryfjuna og sendi stjórninni bréf, þar sem krafist var skýringa á ráðningunni, en eins og þingmennirnir óvönduðu hafði hann ekkert með ráðninguna að gera og átti heldur ekki að hafa og því var það utan hans verkahrings að vera nokkuð að skipta sér af málinu.
Nú hefur stjórn bankasýslunnar sagt af sér vegna þessara pólitísku ofsókna og þar með ætti Steingrímur J. að nota tækifærið og leggja stofnunina niður, enda óþörf með öllu og fær heldur engan starfsfrið fyrir lýðskrumurum innan og utan Alþingis og ríkisstjórnar.
Enginn myndi harma slíka niðurstöðu málsins.
Harmar afsögn stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðstoðarmaður viðskiptaráðherrans sem sá um að gefa bankana á sínum tíma ráðinn Forstjóri bankasýslunnar, sem mun sjá um að selja eignarhluta ríkisins í íslenskum fjármálafyrirtækjum???????
Þeir sem reyna að verja þessa ráðningu eru að hugsa um einhverja allt, allt aaaaaaaaaaaallt aðra hagsmuni en hagsmuni almennings held ég.
Hefðir þú verið sáttur við ráðningu t.d. Finns Ingólfssonar hefði hann staðist sömu kröfur og Páll?
Framúrskarandi hæfileik í "mannlegum samskiptum".
Rökstuðningur sem hægt er að nota á hvaða ráðningu sem er þegar maðurinn stenst engar aðrar kröfur um t.d. menntun og reynslu í viðkomandi embætti.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 19:53
Sigurður, varst þú í stjórninni eða í vinnu hjá Capasent við að meta umsækjendur? Ég var ekki að leggja neitt mat á ráðninguna sem slíka, enda kom ég ekki nálægt henni. Það var og er í verkahring stjórna að ráða forstjóra og í mörgum tilfellum fá þau óháð fyrirtæki sér til aðstoðar og ráðleggingar í því ferli. Þannig var það í þessu máli.
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2011 kl. 20:00
Auðvitað hefði hann verið sáttur við Finn, hvernig spyrðu. Páll var eini umsækjandinn sem hafði víðtæka reynslu af því að ráðstafa eignum ríkisins til manna sem voru stjórnarflokkunum þóknanlegir. Hann aðstoðaði Valgerði minnislausu við að ráðstafa VÍS til Finns. Nú er ekki eftir miklu að slæjast Arion- og Íslandsbanki eru í eigu vogunarstjóða og Landsbankinn er stórskuldugur. Réttast væri að Páll kláraði að ráðstafa restinni til sömu manna.
Sigurður Þórðarson, 24.10.2011 kl. 20:03
Ekki var nú athugasemd nr. 1 höfundi sínum til mikils sóma, en sú nr. 3 er sínum höfundi til mikils ósóma.
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2011 kl. 21:21
Þessir stjórnarþingmenn sem kröfðust þess að ráðning Pál yrði afturkölluð, voru í rauninni að kalla eftir pólitískri ráðningu í embættið. Að ráðinn yrði einhver sem væri þeim (stjórnarþingmönnunum) þóknanlegur.
Kristinn Karl Brynjarsson, 24.10.2011 kl. 21:23
Axel Jóhann.
Veit ekki afhverju þér fannst þessi athugasemd mín mér til lítils sóma.
En viltu þá ekki bara svara spurningunni sem ég beindi til þín?
Átti enginn að skipta sér af ráðningunni hefði t.d. Finnur verið ráðinn?
Hann uppfyllir alveg örugglega sömu skilyrði og Páll og gott betur.
Hefðu stjórnmálamenn átt að sætta sig við þá ráðningu, á þeim forsendum að þeir eigi ekki að skipta sér af sjálfstæðri bankasýslu ríkisins.
Ég býð spenntur eftir svari Axel.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 21:34
Sá sem var ráðinn er ekki aðalatriðið í þessu máli, heldur viðbrögð stjórnarþingmanna og ráðherra í ríkisstjórninni. Einu réttu viðbrögð stjórnvalda hefðu verið þau að víkja stjórn Bankasýslunnar, en ekki krefjast þess að hún tæki til baka ákvörðun sína.
Það er kannski athyglisvert að sá sem hafði hvað hæst í þinginu, Helgi Hjörvar, er vanhæfur til formennsku í þeirri nefnd er hann veitir forstöðu, Efnahags og skattanefnd, samkvæmt hans eigin skilgreiningu. Helgi Hjörvar var jú ásamt Hrannari B. aðstoðarmanni Jóhönnu, uppvís af því að stela vörslusköttum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 24.10.2011 kl. 21:42
Það er nú reyndar hægt að spyrja, úr því að sú staðreynd að Páll var aðstoðarmaður Valgerðar, er talin honum helst til vansa, hvort ráðning seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra, sé ekki álíka vafasöm? Þeir sem ráðnir voru, eru jú höfundar þeirrar peningastefnu, sem rekin hefur verið hér frá aldamótum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 24.10.2011 kl. 21:45
EF Finnu Ingólfsson hefði verið meðal umsækjenda og fengið þann úrskurð frá stjórninni og óháðu ráðningarfyrirtæki, eftir nákvæman samanburð á umsækjendum, þá hefði í fyrsta lagi ekki verið mikið mannval í umsækjendahópnum og í öðru lagi hefði þá verið erfitt að ganga fram hjá honum, eftir að hafa fengið þann dóm að hann væri allra umsækjenda hæfastur.
Teldist enginn umsækjenda uppfylla sett skilyrði fyrir ráðningu, ætti auðvitað að auglýsa starfið aftur í þeirri von að hæfara fólk sækti um.
Úr því óvandaðir þingmenn vilja endilega halda sig við pólitískar ráðningar og taka þannig völdin af kjörinni stjórn, var auðvitað það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnina að segja af sér í mótmælaskyni.
Það sem Steingrímur J. situr þá uppi með, er stjórnlaus stofnun með Pál Magnússon sem forstjóra. Eini leikurinn í þeirri stöðu fyrir Steingrím er að legggja þessa óþörfu stofnun niður, enda vandséð hvaða tilgangi þjónar að halda henni gangandi.
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2011 kl. 21:52
Kristinn Karl, eins má líka spyrja hvort þeir sem nú gegn störfum aðstoðarmanna ráðherra hjá "Norrænu velferðarstjórninni" séu þar með búnir að dæma sig úr leik varðandi störf, það sem þeir eiga eftir ólifað. Hvað um aðstoðarmennina sem unnu fyrir Steingrím J. í Icesave-málunum, eða þá sem hafa aðstoðað Árna Pál? Óþarfi að telja upp hans "afrekalista". Hvað um aðstoðarfólk Svandísar Svavarsdóttur, sem með ákvörðunum sínum hefur verið dæmd fyrir lögbrot? Hvað um aðstoðarfólk Jóhönnu, sem aldrei hefur afrekað neitt, en þvaðrar hins vegar út í eitt, hvenær sem hún opnar munninn?
Svona mætti spyrja lengi enn. Kannski Sigurður # 1 vilji svara þessum spurningum? Hann virðist vera sérfræðingur í mannaráðningum.
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2011 kl. 21:58
Axel það sem þér fannst mestur ósómi af var nákvæmlega það sem Rannsóknarskýrsla Alþingis sagði um "ráðstöfun" bankanna. Ráðstöfunin gekk fram af ungum og efnilegum sjálfstæðismanni Steingrími Ara Arasyni formanni einkavæðingarnefndar, sem fórnaði frama sínu.
Það er auðvitað fráleitt að ætla að auðmaður sæki um starf forstjóra bankasýslunnar. En ef reynsla í "ráðstöfun" er talin æskileg þá skil ég engan veginn Sigurður af hverju sá sem hagnast á henni er vanhæfari en sá sem aðstoðar við að koma henni í kring?
Ég býð spenntur eftir svari frá þér.
Sigurður Þórðarson, 24.10.2011 kl. 22:21
Ég er síður en svo í aðdáendahópi Steingríms, Jóhönnu og val hennar á aðstoðarmönnum gerir allt hennar kvabb um siðareglur forsetans afkáralegar. En mér finnst rétt að horfast í augu við fortíðina hvar í flokki (kannski fjórflokki) sem þeir standa.
Sigurður Þórðarson, 24.10.2011 kl. 22:28
Axel Jóhann.
M.v. það að þú myndir ráða Finn Ingólfsson sem forstjóra bankasýslu ríkisins ef hann yrði metinn hæfur í starfið þá er ég ákaflega þakklátur fyrir að þú skulir ekki sitja þarna í stjórn og ráða í starfið.
Ákaflega þakklátur, jafnvel þótt það kunni að vera mér til lítils sóma.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 22:35
Sigurður Þórðarson, vinsamlegast útskýrðu betur fyrstu setninguna í athugasemd nr. 11, því ég næ ekki alveg meinunginni í henni.
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2011 kl. 22:39
Hvernig rökstyður þú þetta nafni?
1) Er þér illa við Finn?
2) Telur þú að menntun hanns eða reynsla sé ábótavant?
3) Hefur hann gert eitthvað sem gerir hann vanhæfann?
Sigurður Þórðarson, 24.10.2011 kl. 22:42
Sigurður # 1, hvar sagði ég að ég myndi ráða Finn Ingólfsson til nokkurs starfs. Þú þarft að lesa það sem þú ætlar að svara, áður en þú skrifar, annars verður þú sjálfum þér aldrei til sóma.
Viltu ekki lesa spurningarnar í athugasemd nr. 10 og segja okkur hvað þér finnst um framtíðarmöguleika aðstoðarmanna ráðherra, sérstaklega aðstoðarmenn núverandi ráðherra.
Þú hlýtur að hafa einhverja skoðun á þeim, eins og Framsóknarmönnunum, sem ég hef nú reyndar aldrei hælt neitt sérstaklega í gegn um tíðina, svo ég muni. Finnur Ingólfsson hefur t.d. aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og Pál Magnússon þekki ég ekkert, svo ég hef ekki neinar forsendur til að dæma alla stjórn bankasýslunnar og starfsmenn Capacent óhæfa til mannaráðninga.
Það verður afar forvitnilegt að heyra hvað þú hefur að segja um núverandi aðstoðarmenn "velferðarráðherranna".
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2011 kl. 22:49
Já Axel í Rannsóknarskýrslu Alþingis var nokkuð ítarlega fjallað um sölu bankanna sem voru seldir á sama tíma sem ætla mætti að leiddi til lægra verðs. Þá voru allskyns skilmálar sem farið var í kring um og allt og langt mál væri að rekja hér. Í stuttu máli þá fengu flokkarnir að ráðstafa sitthvorum bankanum og annar bankinn var augljóslega ekki seldur hæstbjóðenda og vafasamt er raunar að tala um borgun. Þá klufu framsóknarmenn VÍS út úr Landsbankanum sem frægt er. Valgerður felldi síðan ýmsa skilmála úr gildi fáum vikum eftir sölu þannig að t.d. Skinney Þinganes og Fóðursalan gátu skipt á bréfum í Kaupþingi (sem ekkert var búið að greiða af og Landsbankinn hafði lánað fyrir) og fengið bréf í V'IS í staðin og hagnast gríðarlega.
Þetta er mjög stutt útgáfa en Valgerður sagði nýlega í Kastljósi að hún væri búin að gleyma þessu. Ef Páli er reiknað það til tekna að hafa aðstoðað við málið þá reikna menn væntanlega með að hann muni eitthvað.
Nú að lokum þá Sagði Steingrímur Ari sig frá málinu vegna þess að hann taldi að Landsbankinn væri ekki seldur hæstbjóðanda. Auk þess var mjög umdeilt hvernig farið var með VÍS en sjálfstæðismenn komu ekki að því máli beint eftir því sem ég veit best, þó þeir væru í stjórn.
Sigurður Þórðarson, 24.10.2011 kl. 23:14
Axel Jóhann.
Kannski þú ættir sjálfur að lesa það sem þú skrifar áður en þú sendir frá þér.
Þú sagðir:
...og í öðru lagi hefði þá verið erfitt að ganga fram hjá honum, eftir að hafa fengið þann dóm að hann væri allra umsækjenda hæfastur...."
Þín orð Axel og erfitt að skilja þetta öðriuvísi en svo að þú myndir þá ráða mannin.
Varðandi athugasemd þína nr. 10 þá snýst þetta mál ekkert um það hvort aðstoðarmenn ráðherra séu búnir að dæma sig úr leik í öllum störfum alla sína ævi.
Þetta er bara útúrsnúningur.
Í dag er mikið kallað eftir rannsóknum á einkavæðingu bankanna, t.d. af núverandi stjórnarþingmönnum.
En á sama tíma og er kallað eftir þessari rannsókn, á að fá þáverandi aðstoðarmann Valgerðar til að sjá um einkavæðingu á eignarhlutum ríkisisn í bönkunum í dag?
Common....?
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 10:24
Sigurður # 1, þú heldur ruglinu áfram og sleppir alveg framhaldinu á setningunni sem þú vitnar til en það er svona "...... þá hefði í fyrsta lagi ekki verið mikið mannval í umsækjendahópnum og í öðru lagi hefði þá verið erfitt að ganga fram hjá honum, eftir að hafa fengið þann dóm að hann væri allra umsækjenda hæfastur. Teldist enginn umsækjenda uppfylla sett skilyrði fyrir ráðningu, ætti auðvitað að auglýsa starfið aftur í þeirri von að hæfara fólk sækti um."
Það kemur ekkert fram í þessu um að ég myndi ráða Finn Ingólfsson í nokkurt starf, eða mæla með honum til eins eða neins.
Ef þú getur ekki tekið þátt í skoðanaskiptum, án þess að gera viðmælendum upp skoðanir, ættir þú einfaldlega ekkert að vera að láta ljós þitt skína, a.m.k. meðan birtan er ekki meiri en þetta.
Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2011 kl. 11:41
Hvað ert þú að tala um rannsókn á bankasölunni nafni? Það eru rúm 6 ár síðan þetta var að að mestu upplýst. Allar hugsanlegar sakir skv. hegningarlögum eru fyrndar og Valgerður er búin að missa minnið að eigin sögn. Finnur, Ólafur Ólafsson urðu auðmenn fjölskylda Halldórs og Fóðursalan efnaðis á kaupunum í VÍS (fyrir hlutabréfin í Búnaðarbankanum sem Landsbankinn fjármagnaði) Ísland fór á hausinn og erlendir vogunarsjóðir eignuðust Arion- og Íslandsbanka ásamt nánast öllum skuldum Íslendinga. Landsbankinn skuldar upp í rjáfur og skattgreiðendur framtíðarinnar tóku að sér sparisjóðina ásamt Sjóvá, þökk sé Steingrími sem "var í uppbyggingarstarfi að taka til eftir hrunið"
Allt liggur þetta fyrir eins og opin bók og enn ein rannsóknin væri áframhaldandi sóun á skattfé. Ég fullkomlega sammála bankasýslunni og get ekki annað en séð en einmitt Páll Magnússon sé einmitt rétti maðurinn til að klára málið. Las í blaðinu í morgun að ráðning Páls væri frágengin og það er vel.
Sigurður Þórðarson, 25.10.2011 kl. 12:09
Axel Jóhann.
Ef þú hefur hvergi sagt neitt um að það yrði í lagi að ráða Finn, væri hann metinn hæfur í starfið, ertu þá til í að svara spurningunni sem ég beindi til þín upphaflega í athugasemd 6?
Ættu stjórnmálamenn að láta það eiga sig að hafa afskipti af ráðningu Finns í Forstjórastól Bankasýslunnar?
Nafni minn Þórðarson.
Ég hef hvergi kallað eftir þessari rannsókn, það er gert inni á Alþingi og hefur t.d. verið nefnt af stjórnarflokkunum að setja slíka rannsókn af stað. Þingmenn t.d. Vg og Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þessi einkavæðing verði rannsökuð og Jóhanna Sigurðardóttir hefur einnig talað um slíka rannsókn.
http://www.ruv.is/frett/einkavaeding-banka-rannsokud
Þessi hugmynd er ekki frá mér komin nafni.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 13:17
Mér finnst minni manna vera ákaflega valkvætt. Einkavæðing bankanna var sett inn í hina svokölluðu einkavæðingarnefnd einmitt af Valgerði Sverrisdóttur sem títtnefndru Páll Magnússon aðstoðaði. Einn þeirra sem sat í nefndinni sagði af sér vegna afskipta stjórnmálamanna af störfum hennar, þ.e. Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, ekki afskiptum Valgerðar og hennar aðstoðarmanns. Niðurstaða Halldórs og Davíðs var að setja bankana í hendurnar á gjörsamlega vanhæfum eigendum, en enginn áttaði sig á vanhæfi þeirra stjórnenda sem unnu innan bankanna, bæði fyrir og eftir einkavæðingu. Menn gleyma því líka, að fyrir einkavæðingu var búið að sussa á verðbréfasvið Búnaðarbankans, m.a. vegna viðskipta þeirra með bréf deCODE og fleiri óskráð fyrirtæki.
Mig rekur ekki minni til að pólitísk bankaráð Búnaðarbanka og Landsbanka hafi verið skipuð sérfræðingum í bankamálum, að þau hafi haft eitthvað yfir rekstri bankanna að segja eða að þau hafi haft viðskiptasiðferði að leiðarljósi. Fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamannanna breyttist í fyrirgreiðslupólitík eigendanna. Var einhver munur á þessu í raun og veru. Það getur vel verið að vanhæfir aðilar hafi eignast bankanna við einkavæðinguna, en hún var ekki upphaf aðdraganda hrunsins. Það byrjaði a.m.k. tveimur árum fyrr. Síðan vitum við ekkert hvort bankarnir hefðu hagað sér á einhvern annan hátt, ef þeir hefðu ekki verið einkavæddir. Ég get t.d. ekki séð að Landsbankinn í ríkiseigu sé einhver fyrirmynd í viðskiptasiðferði, gegnsæi í ákvörðunartöku, jafnræði í úrvinnslu mála o.s.frv.
Ég tek undir með þér, Axel, að lítið er út á ferlið að setja eða starfshætti stjórnar Bankasýslunnar. Fagmennska í vinnubrögðum er stundum slíkt ólíkindatól að ekki sætta sig allir við niðurstöðuna. Málið er að niðurstaðan á samt sem áður að falla innan þess ramma sem almenningur og stjórnmálamenn viðurkenna. Þetta er eins og Sverrir Hermannsson sagði um árið: "Vinnan á ekki að taka langan tíma, þar sem niðurstaðan er þegar kunn." Þarna var hann að ákveða örlög fræðslustjórans á norðurlandi eystra, þó svo að hann hafi skipað faglegan hóp til að fara yfir málið. Síðar var fræðslustjóranum dæmdar skaðabætur fyrir ranglega brottvikningu.
Séu menn ekki sáttir með niðurstöðu faglegra vinnubragða, þá verða menn að benda á hvað var rangt við ferlið sem leiddi til niðurstöðunnar, en ekki ráðast á niðustöðuna.
Marinó G. Njálsson, 25.10.2011 kl. 14:47
Nafni já einmitt smjörklípa, lestu fréttina. Ef þið viljið láta rannsaka Magma þá skulum við láta rannsaka bankasöluna. Hver tekur mark á svona? Ég er ekkert að afsaka einkavæðingu bankanna en staðreyndin er sú að allir flokkar hafa stundað þetta. Af hverju ekki að láta Pál Magnússon klára dæmið? Það eru ekkert nema skuldir hvort sem er og ef nýir eigendur Landsbankans klúðra málinu þá geta skattgreiðendur ekki tekið á sig meira hvort sem er. Mín vegna mætti Finnur hirða þetta litla sem eftir er þá eru bara eftir skuldir og menn geta sleppt því að þrasa um þær.
Sigurður Þórðarson, 25.10.2011 kl. 15:01
Mjög góður pistill hjá þér Marinó en þegar bönkunum var ráðstafað var seta í bankaráði ekki jafn mikilvægur bitlingur og fyrr því nægt framboð var af lánsfé. Landsbankinn lenti að vísu í tímabundnum fortíðarvanda sem var SÍS en það var að mestu leyst með Regin. Það var vissulega slæmt að eignir ríkisins s.s. Síminn, VÍS og bankarnir skyldu gufa upp en eftirleikurinn sem fólst í því að ríkið auðmennirnir fóru úr landi en ríkið tók á sig skuldbindingar þeirra. Hvað segir þú um það Marinó?
Vandi Páls er sá að auðmennirnir sem hann tók þátt í að gera ríka eru með fé sitt erlendis þannig að hann þarf að leita á ný mið með þessar óverulegu eignir sem eftir eru. Ef Páll er búinn að missa áhugann gerði Fjórflokkurinn best í því að útvega honum virðulegt og vel launað starf á Biskupsstofu, þar sem hann getur setið á friðarstól.
Sigurður Þórðarson, 25.10.2011 kl. 15:30
Það er ánægjuleg tilbreyting að fá raunverulega málefnalegt innlegg í umræðuna, eins og frá Marinó í athugasemd nr. 22.
Enn eitt dæmið um gullfiskaminnið kemur fram í athugasemd nr. 24, þar sem sagt er að eignir ríkisins hafi gufað upp, ss. Síminn. Síminn var staðgreiddur og greiðslan lögð í sérstakan sjóð, sem átti að nota síðar til að fjármagna nýjar framkvæmdir á vegum ríkisins, t.d. sjúkrahússbyggingu. Við hrunið um haustið 2008 var fallið frá þeim áformum og peningarnir teknir til nota fyrir ríkissjóð til að létta aðeins skellinn sem fyrirséður var fyrir ríkið vegna hrunsins.
Sigurði # 1 nenni ég ekki að svara lengur, enda ekkert í skrifum hans sem gefur tilefni til málefnalegrar umræðu.
Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2011 kl. 18:06
Spurningin er einföld, en greinilega óþægileg.
þess vegna forðast þú að svara henni, hefur ekkert með það að gera að "nenna því ekki".
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 18:13
Þegar svona störf eru auglýst, hlýtur að liggja í augum uppi að það ber að ráða hæfasta umsækjandann. Mér er nákvæmlega sama hvað maðurinn heitir, ef hann telst hæfastur, á að sjálfsögðu að ráða hann. Ef Finnur yrði talinn hæfastur af hópi umsækjenda væri að sjálfsögðu eðlilegt að ráða hann, en ferill hans í viðskiptum gæti varla skorað hátt í mati á hæfni hans til að gegna slíku starfi.
Hitt er alveg ljóst að nornaveiðar eiga ekki að líðast víð opinberar ráðningar og allra síst þegar umsækjendur hafa óflekkað mannorð og rækt störf sín af samviskusemi og hæfni í áratugi og standast þar að auki allar kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs, að mati þeirra sem annast ráðninguna.
Blaður óvandaðra manna á Alþingi og á blogginu eiga ekki að ráða úrslitum í slíku ferli.
Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2011 kl. 18:48
Takk fyrir þetta Axel.
Þú myndir semsagt ekki gera athugasemd við það að Finnur Ingólfsson yrði forstjóri bankasýslu ríkisins ef það yrði niðurstaðan eftir ráðningarferlið að hann væri hæfasti umsækjandinn.
Það er þá allavega komið á hreint.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 19:33
Ekki er ég viss ennþá um að þú skiljir einfaldan og skýrt fram settan texta og er reyndar orðið alveg sama. Eins gæti þetta tuð stafað af hreinum barnaskap og þá er von til þess að upp úr því verði vaxið áður en yfir lýkur.
Hvað er annars sameiginlegt með starfsferli Páls Magnússonar og Finns Ingólfssonar? Hvorugan manninn þekki ég, en þú segist vera sérfræðingur í ferli þeirra og ættir því að geta upplýst okkur hina.
Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2011 kl. 19:44
Ég kem nafna mínum til aðstoðar hérna, því hann virðist ekki þekkja málið til hlýtar.
Ferill Finns í viðskiptum er frábær, því að er með allra auðugustu mönnum landsins. Páll hefur ekki skorað í viðskiptalífinu, en hann lagði hönd á plóg sem aðstoðamaður Valgerðar minnislausu við að koma Finni í álnir án þess að fá nokkuð út úr því sjálfur svo vitað sé. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig nafna mínum dettur í hug að fjárfestir og auðmaður sem á fjölda stöndugra fyrirtækja fari að sækja um vinnu hjá ríkinu.
Sigurður Þórðarson, 25.10.2011 kl. 21:43
Held að spurningin eigi frekar að vera Axel, ef að hæfasti maðurinn til að sækja um starfið sé nýútskrifaður viðskiptafræðingur með enga reynslu (ég veit, öfgafullt dæmi), semsagt enginn hæfari, allir umsækjendur óhæfir, á þá samt að ráða hann?
Ráðningarferlið var örugglega mjög gott og unnið af fagmennsku, en þegar það er auglýst sérstaklega eftir fólki með reynslu og menntun í fjármálaheiminum og hæfasti maðurinn er Páll, á þá ekki frekar að gefa engum starfið og auglýsa aftur?
Þar liggja mistökin að mínu mati, bæði hvernig hæfniskröfur starfsins voru auglýstar, því á miðaða við rökstuðning nefndarinn þá var hann ráðin vegna þess að hann skaraði fram úr á öðrum sviðum en var auglýst.
Svo að hreinlega ráða hann, en ekki bara auglýsa aftur og vonast eftir að fá hæfara fólk.
Tryggvi (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 00:22
Tryggvi, ég hef marg tekið fram að ef enginn umsækjandi um þá stöðu sem auglýst hefur verið, uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til menntunar og reynslu sem starfinu hæfir, þá á auðvitað að auglýsa stöðuna aftur. Jafnvel aftur og aftur, þangað til hæfur maður fæst til að sækja um hana.
Sæki enginn um, sem hæfur gæti talist, á stjórn viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar einfaldlega að leita að manni eða konu í starfið og láta ekki óvandaða þingmenn og aðra gasprara hafa áhrif á ráðninguna.
Þetta er ekki svo flókið að erfitt ætti að vera að skilja það. Allt rugl um Finn Ingólfsson og aðra ámóta pótintáta í þessu sambandi er ekkert nema orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Axel Jóhann Axelsson, 26.10.2011 kl. 00:36
Nú skil ég þig ekki alveg Axel, finnst þér Páll vera nógu hæfur miðaða við kröfurnar sem auglýstar voru fyrir starfið?
Það var nú bara það sem ég var að benda á, mistökin að mínu mati voru þau að auglýsa ekki aftur því ég get ekki séð hvernig Páll getur talist nógu hæfur.
Segjum svo að þetta voru mistök hjá stjórninni, hver á þá að skipta sér að því og segja eitthvað?
Tryggvi (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 02:36
Tryggvi, ekki getur þú sett þingmenn af á miðju kjörtímabili, en þú getur kosið einhvern annan í næstu kosningum en þann, sem þú kaust síðast.
Hluthafar kjósa stjórn á aðalfundi hlutafélags og ef þeim líkar ekki við gerðir einstakra stjórnarmanna, er þeim skipt út á næsta aðalfundi.
Sama hlýtur að gilda með stjórnir opinberra fyrirtækja. Ráðherra hefur ekkert beint boðvald yfir þeim, en getur skipt um stjórnarmenn við fyrstu hentugleika, ef honum líkar ekki störf þeirra, eða telur þá ekki valda starfi sínu.
Stjórnir, jafnt fyrirtækja sem stofnana, starfa sjálfstætt og án utanaðkomandi afskipta á skipunartíma sínum.
Þess vegna er svarið við spurningunni, að enginn getur í raun skipt sér af mistökum stjórna, þ.e. fyrr en á næsta bæra fundi sem bær er til að kjósa nýja menn í stjórnina.
Axel Jóhann Axelsson, 26.10.2011 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.