ASÍ í harðri stjórnarandstöðu

Það verða að teljast mikil tíðindi að stjórnarandstaða ASÍ harðnar með hverri vikunni, en eins og allir vita hafaflestir helstu forystumenn sambandsins verið tryggir fylgjendur VG og Samfylkingarinnar og nægir að nefna Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í því sambandi.

Hagdeild ASÍ hefur sent frá sér nýja hagspá fyrir 2011-2014 sem er afar svartsýn, enda sér deildin þess engin merki að ríkisstjórnin muni hætta að flækjast fyrir og eyðileggja alla möguleika sem í boði gætu verið fyrir erlenda fjárfestingu í landinu á næstu árum.  Ekki virðist hagdeildin reyndar sjá nokkur merki þess að innlend fjárfesting komist heldur á skrið á spátímanum, vegna aðgerða og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.

Í efnahagsspánni kemur fram m.a:  "Áhyggjuefni sé hins vegar, að efnahagsbatinn framundan sé svo veikur að við blasi doði í hagkerfinu þar sem Íslendingum takist hvorki að endurheimta fyrri lífskjör né vinna bug á atvinnuleysinu á komandi árum."

Þetta þættu hörð orð, kæmu þau frá stjórnarandstöðunni á Alþingi.

Því miður er allt útlit fyrir að þessi spá muni rætast. 


mbl.is ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó einstaka sinnum heyrist smá gagnrýni frá ASÍ gegn stjórnvöldum, telst það varla hörð stjórnarandstaða Axel. Svo nakinn getur sannleikurinn um getu og ráðleysi ríkisstjórnarinnar orðið að jafnvel ASÍ verður að slá örlítið af stuðningi sínum við hana.

Gunnar Heiðarsson, 25.10.2011 kl. 21:08

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta eru hörð orð, frá hverjum sem þau koma, enda sönn. Heldurðu að stjórnarandstaðan gæti sagt eitthvað betra og mýkra, án þess að ljúga?

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.10.2011 kl. 23:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Líklega er þetta bara mildilegasta orðalag sem hægt er að nota um dug- og getuleysi ríkisstjórnarinnar. Það sem er samt athyglisvert við þetta er, að þessi gagnrýni skuli koma frá þeim sem til þessa hafa verið einlægir stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna.

Þessi gagnrýni kemur í kjölfar mjög harkalegrar gagnrýni Öryrkjabandalagsins, sem lýtur formennsku varaþingmanns VG, þannig að greinilega er að sífellt fleiri eru að gefa upp alla von um að Eyjólfur hressist. Það segir mikla sögu, þegar formaður Öryrkjabandalagsins lýsir því yfir að vinstri stjórnin geti engan veginn kennt sig við velferð og er farinn að sakna þeirra góðu daga, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og styrkti og efldi velferðarkerfið ár frá ári.

Axel Jóhann Axelsson, 26.10.2011 kl. 00:45

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvíslarinn í pólitísku leikhúsi fáránleikans, hefur sagt Gylfa hvað hann á að segja, eins og venjulega. Það er varla nokkur maður sem trúir því, að hann sé með sjálfstæðar skoðanir, hvað þá að hann sé hugsjónamaður sem berst fyrir öryrkjana og verkafólkið í landinu, sem hann þiggur þó há laun fyrir. Maðurinn er illa haldinn af bráðdrepandi siðblindu (ég, um mig, frá mér, til mín), sem er rótgróin í sál embættisfólks á Íslandi. Og enginn valdamaður vill eða þorir að gera neitt í því. 

En það er ekkert nýtt að verkafólk og öryrkjar á Íslandi hafi ekki raunverulegan talsmann til að verja þeirra launakjör. Upp úr 1990 var ekki einu sinni hægt að borga meðal húsaleigu fyrir heils dags lægstu verkamannalaun. Þrældómur þessa hóps er ekki að byrja núna, og vert að minna flokkseigendur á þann gamla/nýja skammarlega smánarblett.

Þrælahald er óleyfilegt, og það er eins og áður, skylda stjórnvalda samkvæmt stjórnarskránni, að tryggja öllu fólki mannsæmandi lífskjör, og allir eiga að vera jafnir fyrir lögum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2011 kl. 08:54

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hr. ég, um mig, frá mér, til mín, þarf engan hvíslara. Við skulum ekki gera hvíslara leikhúss fáránleikans þá vansæmd, að ætla honum að hafa laumað inn agerðaleysi Gylfa, gagnvart skjólstæðingum sínum.

Hvaða leikhús sem er, er svo miklu merkilegra en fyrrnefndur Gylfi, og leikhús fáránleikans er einmitt miðillinn sem höfundar nota til að koma réttlætinu að, oftast þó með  öfugum formerkjum, en forsetinn Hr. Ég, hefur tekið það allt hrátt og soðið, hafi hann þá hlustað , sem ég á varla vona á, því hver nennir að reyna að hvísla að svona mönnum. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.10.2011 kl. 10:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur öllum hér, verkalýðurinn ætti að losa sig við þennan mann sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 16:16

7 Smámynd: Dexter Morgan

Já, maður fagnar ALLRI andstöðu við þessa duglausu ríkisstjórn. Ekki eru kjörnir fulltrúar að standa sig, ferkar en fyrri daginn. En Gylfi hefur öruglega "fengið" innanbúðar-leyfi til að segja þetta, ræðan hans er ritskoðuð af Hrannari.

Dexter Morgan, 26.10.2011 kl. 16:23

8 identicon

Sæll.

Ekki gleyma því þegar Gylfi Icesave hraunaði yfir íslenska landbúnaðinn.

Maður sem gerir sig sekan um slíkan dómgreindarbrest að vilja borga Icesave er eiginlega búinn að koma málum þannig fyrir að ekki er hægt að taka hann alvarlega. Ég myndi ekki ráða hann í að ryksuga hjá mér.

Helgi (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband