Vígin falla, eitt og eitt

Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar um að gegnistryggðir fjármögnunarleigusamningar lánafyrirtækjanna séu í raun lánasamningar en ekki leigusamningar, eins og bankarnir hafa reynt að hanga á, til þess að þurfa ekki að endurreikna þá yfir í íslenskar krónur eins og aðra ólöglega gengisviðmiðaða lánasamninga.

Bankarnir hafa verið ótrúlega þrjóskir að viðurkenna ólögmæti hinna ýmsu lánsforma sinna og lánþegar hafa þurft að reka mál fyrir dómstólum vegna hverrar einustu tegundar af þeim leigu- og lánssamningum sem bankarnir settu saman fyrir hrun, en þær nema tugum. Þessi þrjóska bankanna vegna fjármögnunarleigunnar hefur fyrst og fremst bitnað á verktakafyrirtækjum og mörg þeirra farin í þrot vegna þeirrar tafar sem orðið hefur á lokaniðurstöðu þessara málaferla.

Vonandi fer deilum vegna þessa lánaforms eða hins að ljúka, svo fyrirtæki geti farið að snúa sér að öðru en að standa í málaferlum við viðskiptabanka sína.


mbl.is Bankinn vel í stakk búinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband