ESB vill skjóta sendiboðann

Framkvæmdastjórn ESB hefur undanfarið leitað logandi ljósi að lausnum á skuldavanda evruríkjanna og gegnið erfiðlega að ná samstöðu um leiðir til varanlegrar lausnar, enda erfiðleikarnir miklir.

Nú hefur framkvæmdastjórninni dottið það snjallræði í hug, að banna lánshæfismatsfyrirtækjunum að birta mat sitt á skuldsetningu sambandsríkjanna og möguleikum þeirra til að endurgreiða lán sín. Lánshæfismötin hafa verið lánadrottnum til viðmiðunar um þá áhættu sem þeir taka þegar ákvarðanir til einstakra ríkja og stórfyrirtækja eru ákveðin.

Sú lausn á vandamálum, að skjóta þann sem boðar válegu tíðindin, hefur fram að þessu verið talin bæði ómerkileg, lítilmannleg og gagnslaus. Ekki síður hefur hún verið talin merki um örvæntingu og ráðaleysi þess, sem svo lágt leggst að drepa sendiboðann í stað þess að einbeita sér að lausn hins raunverulega vanda.

Vonandi finnur ESB betri leiðir út úr vandamálum sínum, því hrun í Evrópu mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag, sem ekki má við frekari hremmingum en íslensku ríkisstjórnina.


mbl.is Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki merki um algert úrræðaleysi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eitthvað er örvæntingin að aukast að minnsta kosti.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2011 kl. 11:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Getur þetta bara eitt og sér ekki orðið til þess að gengið fellur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 12:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í Kína er líka bannað að fjalla um það sem stjórnvöldum finnst óþægilegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2011 kl. 23:51

5 identicon

Sæll.

Ég er auðvitað vitlausari en gerist en gengur en ég veit ekki betur en stærstu lánshæfismatsfyrirtækin séu amerísk og staðsett í Ameríku. Hvernig ætlar ESB að banna erlendum fyrirtækjum að vinna vinnuna sína? Nær nú lögsaga ESB út fyrir þetta fangelsi sem ESB er orðið?

Helgi (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband