19.10.2011 | 08:29
Fínar efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins
Framtíðin, blað sem Sjálfstæðisflokkurinn sendir inn á hvert heimili í dag, birtir nýjar efnahagstillögur flokksins og verður þetta að teljast mikið og gott framtak, enda fátítt að flokkur í stjórnarandstöðu vinni svo umfangsmiklar tillögur til framfara í þjóðlífinu.
Án þess að hafa náð því að lesa allt blaðið í gegn ennþá, frá orði til orðs, er óhætt að fagna þessum tillögum og hvetja alla til þess að kynna sér þær til hlýtar.
Skattarnir lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver sá sem hallast að sjálfstæðisflokk eða öðrum 4flokk; Sá hinn sami þarf að láta athuga á sér hausinn.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 11:09
Það getur verið að svona tillögsnepill komi flokki til valda, en það eru efndirnar sem gera útslagið. Orð eru því miður bara orð, hver sem á í hlut.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.10.2011 kl. 15:41
Auðvitað eru orð bara orð, en orð eru til alls fyrst.
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 16:42
Heldur þunnur þrettándi hjá þeim þessar tillögur.
Það er margt mjög óljóst í þessum tillögum og eins og Bergljót segir algjörlega óvíst um efndinar.
Tökum bara smá dæmi:
3. þessi 110% leið hefur verið dæmd út af borðinu og hafa margir talað um að hún sé leysi lítinn vanda fyrir marga.
9. leita þarf leiða til að auðvelda fyrstu fasteignakaup. Hver vill ekki? Hér koma engvar lausnir.
Hvergi minnst einu orði á breytingar á hagkerfinu og bjóða upp á samfélagslegt bankakerfi.
Ég er síðan sammála honum DoctorE fjórflokkurinn er dauður.
Mjög sérstakt er að bera þetta saman við tillögur samtaka Attac. Ég held að þið ættuð að lesa þær.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 19:10
Reyndar alveg hlægilegt og ómerkilegt plagg þetta. Enginn skilningur sýndur í neinu af því sem mótmælendur eru að berjast fyrir.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 19:12
Guðni Karl, þessar fullyrðingar þínar um þessar tillögur eru reyndar svo hundómerkilegar að þær eru ekki einu sinni hlægilegar.
"Samfélagslegt bankakerfi" og annað álíka slagorðablaður leysa nú ekki mikinn vanda, frekar en annað álíka þvaður.
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 19:20
Axel ekki veit ég tilhvers ég er að fara hér inn á síðu þína og koma með athugasemdir. Það er auðséð að þú veist lítið hvað er í gangi úti í þjóðfélaginu. Samfélagslegt bankakerfi er ekki slagorðablaður. Mér finnst þetta vera ómaklegt af þér að vega svona að fólki sem er búið að vera að vinna að samskonar tillögum sem eru þegar notaðar á ýmsum stöðum úti í heimi. Svo dæmi sé tekið í Svíþjóð IAK Bank og fleiri staðir.
Nema eins og áður sagði þú vitir akkúrat ekkert hvað hefur verið að gerast.
Sjálfstæðisflokkurinn er gamall og úreltur flokkur sem hvergi á samleið með tíðarandanum. Fátt af þessum tillögum sem eru að einhverju viti. Og hver einasti maður getur tildæmis út í hött liður nr. 9 er. Þar segir nákvæmlega ekki neitt. Svo þó ekki sé nefndir fleiri liðir.
> þessar fullyrðingar þínar um þessar tillögur eru reyndar svo hundómerkilegar að þær eru ekki einu sinni hlægilegar
Ómerkilegt tal frá þér sem ég því miður alltof oft hef séð koma fram á þínu bloggi. Hafðu bara þína skoðun fyrir þig.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 19:35
Mér er alveg kunnugt um IAK Bank í Svíþjóð, en hvergi hef ég samt séð að reiknað sé með að hann verði fyrirmynd fyrir allt bankakerfið í Svíþjóð, á norðurlöndunum eða í heiminum öllum. Tilraunastarfsemi á flestum sviðum er af hinu góða, en það er ekki þar með sagt að þær gangi allar upp eða nýtist til framtíðar.
Guðni Karl, þér finnst ekkert athugavert að þú skulir sjálfur kalla annarra manna tillögur "alveg hlægilegt og óperkilegt plagg", en stórmóðgast svo, þegar þínum eigin orðum er snúið upp á þínar skoðanir. Einkennilegt af svo móðgunargjörnum manni að ítreka svo ummæli á ruddalegan hátt um mig og mínar skoðanir, eins og þú gerir í lokalínunni í athugasemd nr. 7. Sá, sem er svona einstaklega viðkvæmur fyrir gagnrýni á eigin skoðanir, ætti að tala kurteislega um skoðanir annarra.
Það skal tekið fram að ég er ekkert viðkvæmur fyrir gagnrýni á mínar skoðanir og tek þess vegna oft sterkt til orða um þau málefni sem fjallað er um hverju sinni.
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 19:49
Enda sjentilmaður!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.10.2011 kl. 20:20
Takk, Bergljót, en líklega eru ekki allir sammála þessu. Miðað við það sem fram hefur komið hér að framan, reikna ég a.m.k. ekki með að Guðni Karl taki undir þetta.
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 21:08
Loksins hefur þú rétt fyrir þér Axel: reikna ég a.m.k. ekki með að Guðni Karl taki undir þetta.
Viltu gjöra svo vel að bera saman þessi orð mín í byrjun:
ég>þessar tillögur þeirra eru þunnur þrettándi
við þín Axel>Guðni Karl, þessar fullyrðingar þínar um þessar tillögur eru reyndar svo hundómerkilegar að þær eru ekki einu sinni hlægilegar.
"Samfélagslegt bankakerfi" og annað álíka slagorðablaður leysa nú ekki mikinn vanda, frekar en annað álíka þvaður.
Er þetta móðgun frá þér eða ekki? Sérstaklega beint til mín fyrrihlutinn. Þú skrifar fullyrðingar mínar en ég skrifaði um mína skoðun um hlutlægt efni.
Ég var hlutlægur en þú persónugerðir.
Hinsvegar hef ég alveg rétt á því að hafa þá skoðun að þetta sé ómerkilegt plagg. Sem er lítið í samanburði við það sem þú skrifaðir.
Er ég móðgunargjarn? Með ummælum mínum var ég bara að koma að því sem þú hefur skrifað um fólk og skrifa um vanvirðingu þína við vinnu fólks úti í þjóðfélaginu. Ég er ekki að beina sjónum að mér sem slíkt. Ég svaraði þér nákvæmlega með persónugeringu vegna þess að þú gerðir það sjálfur.
Varðandi IAK banka og aðra samfélagsbanka þó þeir séu ekki alls ráðandi í þeim löndum þá hefur fólk að minnsta kosti val til að nota þá. Nokkur hundruð þúsund eða einhverjar milljónir í þeim löndum sem þeir starfa. En hér á landi sem það ætti nú að vera frekar auðvelt að lýðræðisvæða kerfið sökum fámennis okkar. Að minnsta kosti að leyfa tilraun í þá veru eins og fjármálaeftirlitið (eftir frumvarpi frá þinginu) á einhverjum stöðu. Það er fámennið einmitt sem ætti að gera þetta okkur auðveldara.
Nei Axel ég er ekki vanur að persónugera nema með að svara þeim sem gera það við mig að fyrrabragði.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 22:34
Guðni Karl, viltu bera saman þessa setningu þína úr athugasemd nr. 5: "Reyndar alveg hlægilegt og ómerkilegt plagg þetta" við afleidda setningu mína í athugasemd nr. 6: "Guðni Karl, þessar fullyrðingar þínar um þessar tillögur eru reyndar svo hundómerkilegar að þær eru ekki einu sinni hlægilegar" og þá sérðu væntanlega að samanburðurinn sem þú reynir að skeyta við "þunna þrettándann" er algert vindhögg.
Er nokkuð í íslenskum lögum sem bannar áhugasömum að stofna banka eins og IAK banka?
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 23:03
Eigum við endalaust Axel að fara að deila um þetta?
Þetta er einfalt mál þú persónugerðir með nafni mínu en ég vísaði til plaggs. Sem aftur leiddi til að ég svaraði þér.
Það að nota afleiðingu í svari gefur þér ekki leyfi til að persónugera.
Með fullri virðingu fyrir þér Axel og ætla ég alls ekki að vera neitt dónalegur við þig! Þér hættir oft til að persónugera svör þin eins og með þessari setningu þinni sem ég nefndi. Til þess færðu oft svör til baka sem þér finnst sjálfur móðgandi þegar að þú varst sjálfur móðgandi í byrjun.
Varðandi Samfélagsbanka þá eru ekki til nein lög um það að leyfa þá og þvert á móti verður mjög sennilega mjög erfitt að setja svoleiðis lög á þingi sem leyfir fjármálaeftirlitinu að samþykkja þá. Hins vegar væri kannski til önnur leið til að framkvæma verkefni til að byrja með sem teljast til svipaðar stefnu og er í IAK banka. Sérstaklega með tilliti til fyrirtækja hlutann eins og að fjárfestir sparar inn í sparisjóð og á peninga sína áfram í sparibók sem verður til þess að sparisjóðurinn geti lánað á móti í framkvæmd að setja fyrirtæki eða verkefni í gang. Engvir vextir sem þurfa þar.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 23:19
Sjálfur er ég í tveimur félögum sem eru að vinna af einurð að setja fram tillögur um að breyta bankakerfinu.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 23:22
Þú gætir síðan spurt heimspeking eða rökfræðing hvort er meira móðgandi að persónugera svör eða að tala hlutlægt um hlutina.
Guðni Karl Harðarson, 19.10.2011 kl. 23:24
Það er auðvitað hægt að stagla um þetta út í hið óendanlega, en upphafið að þessu öllu var þó að ég lýsti þeirri skoðun minni að tillögur Sjálfstæðisflokksins væru mikið og gott framtak og þeim bæri að fagna. Þú sagðir hins vegar að plaggið væri alveg hlægilegt og ómerkilegt og ekki nokkur leið að taka slíka yfirlýsingu öðruvísi en að þetta væri þá jafnframt lýsing þín á mínum skoðunum, þar sem ég hafði lýst ánægju með þær.
Eins og áður sagði er hægt að þvarga um það endalaust hvað telst að persónugera það sem um er fjallað. Skoðun sem sett er fram hlýtur a.m.k. í flestum tilfellum að vera persónuleg skoðun og ekkert óeðlilegt að þar með séu þær "persónugerðar", sem þó er ekki það sama og að ráðast að fólki persónulega, þ.e. að níða persónu viðkomandi, þó hans pesónulegu skoðun sé mótmælt og jafnvel gert lítið úr henni. Slíkt verður maður að þola, ef maður setur fram skoðanir á annað borð.
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 23:33
Axel þú notaðir nafn mitt sem mér fannst móðgandi í tengslum við að það sem ég skrifaði væri ómerkilegt osfrv. = níð.
Ég bara lýsti þeirri skoðun minni hvað mér finndist um plaggið en ekki um þina skoðun! Ég get ómögulega skilið það þannig að ég hafi verið að svara þínum eigin skoðunum. Enda nefndi ég þig hvergi á nafn heldur vísaði eingöngu til hvað skoðun sjálfur ég hafði á plagginu.
Persónugerð í tengslum við níð átti ég auðvitað við. Ekki gera mér upp verra orð en að nota orðið persóngerð frekar en níð. Sem ef þú vilt þá voru orðin persónugerð með níði. Þú gerðir meira en að mótmæla. Dæmi hver sem vill hvað þessi orð merkja:
>Guðni Karl, þessar fullyrðingar þínar um þessar tillögur eru reyndar svo hundómerkilegar að þær eru ekki einu sinni hlægilegar.
Orðin sem urðu tilefnið af öllum þessum skrifum
Eigum við ekki að láta kyrrt liggja?
Guðni Karl Harðarson, 20.10.2011 kl. 00:01
Barnalegir.is. ....... Reynum að skoða þetta út frá ástandinu. Ég sé eitthvað annað en skattpíningu og ánauð i þessu plaggi sjálfstæðisflokksins og ef doktor death, býst við að E standi fyrir alsælu, og Guðni vilja þau öfl áfram sem er hér nú þá held ég að mönnum þyki gott að láta flengja sig.
Jón H B (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.