Burt með Norður-Kóreu njósnir

Einhverjar siðblindar konur, sem kalla sig "Stóra systir" hafa tekið sig saman og njósnað um náunga sína til þess að geta kært þá fyrir lögreglunni, í þessu tilfelli vegna vændiskaupa. Einnig hafa þær afhent lögregluyrfivöldum 117 símanúmer sem væntanlega eiga að vera númer einhverrra kvenna sem þessir sjálfskipuðu njósnarar telja vera að selja blíðu sína.

Í Norður-Kóreu er almenningi gert skylt að fylgjast með nágrönnum sínum og jafnvel fjölskyldumeðlimum og tilkynna allt sem grunsamlegt getur talist í fari þeirra til yfirvalda, þar á meðal saklaust grín um valdhafa landsins. Allt sem yfirvöld telja að geti verið vottur um "óþjóðhollustu" er refsivert, enda þrælabúðir fjölmennar í landinu.

Að einhver kvennahópur skuli leyfa sér að taka upp slíka háttsemi hér á landi verður að stöðva umsvifalaust, því svona hugsunarháttur getur ekki gegnið í lýðræðisríki.

Hvar ætla þessar siðblindu konur að láta staðar numið í njósnum sínum? Ætla þær kannski að tilkynna til lögreglunnar ef þær heyra nágranna sína gera grín að Jóhönnu og Steingrími J?

Hátterni kvennanna er jafnvel meiri siðblinda en vændiskaupin sem þær þykjast vilja uppræta.


mbl.is Stóra systir fylgist með þér!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í fréttum á Stöð 2, rétt áðan, kom fram að símanúmerin 117 væru hjá karlmönnum sem þær segja að hafi leitað eftir vændiskaupum. Einnig kom fram að þær hefðu sjálfar lagt gildrur fyrir þessa menn með því að auglýsa vændissölu á netinu. Þá höfðu þær uppi hótanir um að birta nöfnin, símanúmerin og myndir af þessum mönnum á netinu, jafnvel strax á morgun, eins og ein þeirra orðaði það.

Að lokum hrópaði hópurinn upp slagorð sitt: "STÓRA SYSTIR FYGIST MEÐ ÞÉR".

Undir hvaða greinar hegningalaganna ætli svona glæpamennska heyri, þ.e persónunjósnir og allt að því fjárkúganir?

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 18:45

2 identicon

Þær hylja sig með búrkum og eru með hótanir, ég skil ekkert í lögreglunni að taka á móti þessu skjali frá þeim. Við höfum lög hér í landinu og lögreglu til að fylgja þeim eftir en ekki einhverjar Búrku nornir sem geta laumað inn hvaða nafni sem er og eyðilagt mannorð með þessum norna veiðum. Skil ekkert í lögreglunni að hún skyldi ekki handtaka þær, ég hélt að það væri bannað að hylja andlitið eins og þær gerðu. Burt með þessar nornaveiðar sem eru að tröllríða öllu í þessu þjóðfélagi núna. Þetta er svipað og gerðist hér fyrr á öldum er kellingarnar báru á menn sem þeim líkaði illa við  að þeir væru að kukla eittvað sem olli því að belja hefði drepist á bænum eða einhver kenndi sér meins. Þá var tekið mark á þeim og menn lentu á báli fyrir þeirra orð. Burt með nornirnar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 18:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er ekki meira að segja bannað með lögum að taka upp símtöl, án þess að láta viðmælandann vita af upptökunni?

Alveg sammála þér Rafn, að auðvitað átti að handtaka allan hópinn og rannsaka síðan gjörðir þeirra eins og hver önnur glæpamál.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 18:59

4 identicon

Sæll.

Góðar athugasemdir, mér finnst eiginlega að háttsemi þessara kvenna ætti að vera refsiverð. Ég veit ekki til þess að í lagi sé að almennir borgarar standi í rannsóknum á samborgurum sínum. Vonandi hirðir löggan nokkrar þessara "systra" um leið og hún rannsakar ábendingar þeirra.

Ætli það sé tilviljun að þessi atvinnugrein þrífst enn þrátt fyrir að hafa verið bönnuð/litin hornauga í langan tíma?

Segjum nú sem svo að þessar konur hafi rétt fyrir sér í einu og öllu og að allir þessir 117 hafi verið að leita sér að vændi. Hvað gerist svo þegar búið er að taka þá í gegn í réttarkerfinu og dæma? Ætli þá verði búið að stöðva með öllu allt vændi hér? Verður þjóðfélagið betra fyrir vikið? Hverjir eru t.d. öruggari ef þessum mönnum verður gerð refsing (þ.e. ef þeir eru sekir um það sem borið er á þá)?

Annars er núverandi löggjöf, ef ég hef þekki rétt til, afar einkennileg. Nú er einungis öðrum aðilanum gerð refsing vegna refsiverðs athæfis. Hvernig þætti fólki ef bara þeir sem kaupa sér fíkniefni geta lent í fangelsi fyrir það en ekki sölumennirnir?

Vændi ætti að vera löglegt á meðan allir ganga sjálfviljugir til leiks. Það kemur engum við hvað fullorðið fólk kýs að gera af fúsum og frjálsum vilja og allra síst einhverjum konum sem telja sig vera að bjarga kynsystrum sínum frá meintri hættu. Þær ættu að fara í riddaraleiki sína annars staðar.

Ef þær fá sínu framgengt að einkamal.is verði lokað er auðvitað næsta skref að koma upp neteftirliti ríkisns svo enginn í landinu geti farið á klámsíður, Steingrímur lagði til að komið yrði upp netlöggu hér árið 2007 (og þar með hefði stjórnmálaferli hans átt að ljúka). Svo verður auðvitað að hafa eftirlit með öllum íslenskum karlmönnum sem fara til útlanda svo þeir geti ekki lagst í svall og vændi þar. Svo eftir það verður að banna ákveðnar skoðanir því þær geta verið hættulegar og svo auðvitað líka trúarbrögð því allir vita hvað þessir trúarnöttar eru vafasamir og ekki viljum við að saklaust fólk sé heilaþvegið!! 

Helgi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 19:19

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þetta framferði kvennanna verður liðið, er ómögulegt að segja fyrir um hvernig svona persónunjósnir um náungann enda. Um hvað verður njósnað næst og hvaða gildrur verða lagðar fyrir fólk, til að reyna að blekkja það til ýmissa lögbrota?

Eitt slagorð þessara siðblindu kvenna er "Eyðum eftirspurninni" og það á að gera með ólöglegum aðferðum og aðgerðum gegn "helvítis karlpungunum". Hvers vegna berjast þær ekki gegn sölunni sjálfri, þ.e. framboðinu? Getur verið að það sé vegna þess að yfirleitt eru það ekki "helvítis karlpungarnir" sem eru að selja sig, heldur kynsystur þessara glæpakvenda?

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 19:31

6 Smámynd: Dexter Morgan

Róa sig hérna í æsingnum. Á ekki bara að handtaka Guðrúnu Ebbu líka, hún var að segja til um, og "ljóstra" upp um kynferðisglæp. Hver er munurinn ? Þessar konur eru bara að gera það sem lögreglan ÆTTI að vera að gera. Þið ættuð að þakka þessum konum og skammast ykkar.

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 21:13

7 Smámynd: Dexter Morgan

Þið eruð kannski hræddir um að nafn ykkar sé á þessum lista, hmm, - hugs-hugs

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 21:22

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvernig skyldi standa á því, að stuðningur þinn, Dexter, við glæpaverk og nágrannanjósnir í stíl Kim Il Jong skuli ekki koma manni neitt á óvart.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 21:23

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enn síður kemur þetta innlegg þitt nr. 7 á óvart.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 21:30

10 Smámynd: Dexter Morgan

Hahaha,,, glæpaverk, nágrannanjósnir. Þvílík umræða. Það er verið að koma upp um glæpi, lögum samkvæmt. Nokkuð sem lögreglan ÆTTI að vera að gera. En, nei. Þið skjótið sendiboðan, þann sem upplýsir um glæpinn. Ekki fannst ykkur neitt skrítið við það þegar Kastljóss-Jóhannes plataði barnaperrann hérna um árið og tók það allt saman upp og sýndi í sjónvarpinu. Svo dæmi sé tekið.

P.S. Svona okkar á milli Axel, þá hugnast mér EKKI stjórnunarstíll Kim Jong, en gæti alveg hugsað mér sæluríkið Kúbu :)

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 21:56

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Af hverju í ósköpunum hefur þú ekki flúið land fyrir löngu og gerst pólitískur flóttamaður á Kúbu? Það ætti að vera hægt að fá ódýrar skektur í Flórída til að komast þangað, því fram að þessu hefur flóttamannastraumurinn bara verið í aðra áttina, svo nóg framboð ætti að vera af flóttamannabátum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 22:10

12 Smámynd: Dexter Morgan

Já takk fyrir þessar upplýsingar. Kannski maður axli sandalanna og stuttbuxurnar og skelli sér í Karabíahafið. Það GETUR ekki verið verra en hérna, hugsa ég.

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 22:29

13 identicon

@Dexter:

Þú virðist ekki átta þig á því en að nota tálbeitur er síður en svo sjálfsagður hlutur. Hvað ætlar þú að gera ef þú finnur allt í einu 5000 kall á tröppunum þínum? Þú hirðir hann sjálfsagt en svo spretta allt í einu einhverjar kerlingar fram og segja að þú sért að stela.

Það er í besta falli vafasamt þegar blaðamenn eða óbreyttir borgarar fara í lögguleik. Ég hef aldrei verið hrifinn af Jóhannesi og hans þáttum - finnst þetta sorpblaðamennska. Ef óbreyttir borgarar mega rannsaka svona mál mega þeir þá ekki líka bara fara að refsa? Hvar liggja mörkin? Svo er alveg morgunljóst hverjar skoðanir þessara systra eru og hverjar þær eru og því álíka augljóst hvernig þær túlka þau gögn sem þær hafa. Er algerlega útilokað að einhverjir þessara 117 hafi ekki verið að daðra?

Það sem lögreglan veit sjálfsagt mun betur en þú og þessar "systur" er að haga þarf rannsókn slíkra mála þannig að engu sé klúðrað sem leiði síðan til sýknudóms. Sanna þarf að viðkomandi sé sekur, ennþá er a.m.k. þörf á því hvað sem síðar verður undir núverandi valdhöfum.

Mál Guðrúnar Ebbu og þetta er ekki sambærilegt. Ég skil að vísu ekki hvers vegna hún kýs að tala stöðugt um þetta. Mér skilst að kirkjan hafi greitt henni sanngirnisbætur þó mér sé fyrirmunað að skilja hvernig kirkjan beri ábyrgð á því sem faðir hennar gerði henni.

Ágætur mælikvarði á það hvort t.d. hegðun er rétt eða ekki er að spyrja sig hverjar afleiðingarnar væru ef allir gerðu svona. Hvað gerist ef allir færu að rannsaka einhverja meinta glæpi? Hvað gerist ef allir stela í búðum? Hvað gerist ef allir eru góðir við náunga sinn?

Er ekki orðið nokkuð ljóst núna hversu fáránleg hegðun þessara systra er?

Helgi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:36

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sennilega er ástandið svipað á báðum stöðum, enda hrein og tær vinstri stjórn við völd á báðum eyjunum. Líklega á sú íslenska þó eitthvað í land með að ná lífskjörunum jafn langt niður og á Kúbu. Vissulega er hún þó á góðri leið.

Ætli vinir þínir á Kúbu séu hættir að notast við nágrannanjósnirnar, sem þú ert svo hrifinn af. Ef ekki, þá mun þér vafalaust líða vel þarna í sólskininu, sérstaklega ef þú fengir að taka þátt í viðbjóðinum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 22:41

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, það er alveg rétt sem þú segir, enda skilst manni á fréttunum að "Stóra systir" hafi ekki selt þessum mönnum eitt eða neitt og allra síst blíðu sína. Þær auglýstu hins vegar vændissölu, sem er lögbrot út af fyrir sig, og reyndu að tæla þessa menn til að kaupa.

Hafi raunveruleg viðskipti aldrei farið fram, hefur heldur enginn glæpur verið framinn og því ekkert tilefni skapast til að kæra eða lögsækja.

Framferði þessara kvenna er algerlega ólíðandi, enda spurning hvar eigi að draga mörkin ef þetta verður látið átölulaust, eins og þú bendir réttilega á.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 22:47

16 identicon

Alveg samála með þessar búrkukonur ,,,sem er þvilik hneysa sem enginn skilur nema þá feministar ??  ...allt annað mál eru börn og barnaniðingar og mál Guðrúnar Ebbu sem eiga ekkert sameiginlegt umræðu um vændi  eða þessari umræðu um búrkukvendin !! .......En  hverjum   dettur svo hug að hægt se að koma i veg fyrir vændi ...siðan hvernar ?  ...elsta atvinnugreinn mannkyns !.Segið annann berti  !! Ekki fyrir að eg mæl með þvi...heldur einfaldlega það verður aldrei upprætt ,enda hverjum ætti ekki að vera frjálst að kaupa ser gleðikonu ef hún er föl og á frjálsum og það að stærstum hluta bull að konur seu neyddar úti vændi her ...en sumar kanski neyðast til þess til  að lifa af á siðustu og verstu  !!og það er kanski mál sem ætti að ræða á við þá sem á niðurskurðar hnifnum halda !!!!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:47

17 identicon

Sönnargögn fengin á ólöglegan hátt eins og þessir hópur gerði er gjörsamlega ónothæfur fyrir rétti og yrði aldrei hægt að dæma eitt að neitt fyrir hann.

 Almenningur má ekki beita tálbeitum og hvetja til glæpa, það er lögbrot eitt og sér 

Alexander Kristófer Gústafsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 23:05

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögreglan má ekki einu sinni nota tálbeitur, nema að undangengnum dómsúrskurði.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2011 kl. 23:26

19 identicon

Guð hvað það er leiðinlegt að hlusta á málfluttning manna eins og Dexters. Þetta er svona týpískur einstaklingur sem er úthrópar aðra rasista, kvennhatara og og þar eftir götunum ef þeir eru ekki sammála honum.

Jón (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 00:17

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er alveg rétt hjá þér varðandi Dexter. Hann leggur aldrei til neitt málefnalegt í umræður, en kastar skít í aðra í krafti dulnefnisins. Það sýrir hugleysið og lítilmennskuna, að þora ekki að standa við skoðanir sínar, en vega sífellt úr launsátri.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2011 kl. 08:18

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kannski orkar þetta tvímælis hjá konunum, en ég man alls ekki eftir mikilli hneykslun þegar Kompásmenn notuðu tálbeitur til að lokka menn til ímyndaðra vændiskaupa, og sýndu svo í sjónvarpi.

Skeggi Skaftason, 19.10.2011 kl. 16:13

22 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Það sem þessar konur hafa gert er með öllu ógeðfelt að mínu mati. Hafa þær eitthvað rætt við þær vændiskonur sem þær eru mögulega að hafa eina lífsviðurværið af? Eru þær tilbúnar til þess að borga matarkostnað og meira fyrir þær?

Ef við viljum koma í veg fyrir að nokkur manneskja "leiðist" út í vændi eða "neyðist" til þess úrráðs til þess að ná endum saman er þetta alls ekki leiðin!

Hans Miniar Jónsson., 19.10.2011 kl. 16:19

23 identicon

Er alveg sammála ykkur að aðferðir þeirra eru kannski umhugsunarverðar en þær hafa líka fengið umfjöllun. 

En restin af kommentunum hjá ykkur vekur hjá mér viðbjóð og ímynd um sveitta karla sem geta ekki fengið það öðruvísi en að borga fyrir það, réttlæta það svo með því að þær "græði" nú á þessu líka. 

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 23:45

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristín, ekki tek ég nú til mín þessa umsögn þína um "sveitta karla sem geta ekki fengið það öðruvísi en að borga fyrir það, réttlæta það svo með því að þær "græði" nú á þessu líka", enda ekki verið að réttlæta vændi á nokkurn hátt eða taka afstöðu til þess yfirleitt á hvorn veginn sem er.

Hins vegar hefur stundum komið í hugann hvort það sé ekki ákveðinn tvískinnungur fólginn í þeim áróðri að konur eigi að ráða líkama sínum sjálfar þegar um fóstureyðingar og frjálst kynlíf er að ræða, en berjast svo hatramlega gegn því að þær ráði sjálfar hvort þær stunda kynlíf og taki fyrir það greiðslu í einhverri mynd. Þá er auðvitað ekki átt við þvingað vændi, mansal eða aðra misneytingu, aðeins verið að velta upp hvað eigi að felast í þvi "að ráða líkama sínum sjálfar".

Varðandi "Stóru systur" var einfaldlega verið að mótmæla þeirri aðferð að blekkja fólk til þátttöku í ólöglegu athæfi og kæra það svo fyrir að láta blekkjast og vera tilbúið til verknaðarins. Þætti einhvejum það ásættanlegt að ég auglýsti eftir þátttakendum í innbroti á heimili eða í verslanir og legði svo fram kæru á þá sem væru nógu vitlausir til að svara?

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2011 kl. 11:38

25 identicon

Mér finnst þetta þarft framtak hjá "Stóru systrunum" Amk. styð ég þá tillögu að einkamal.is verði tafarlaust lokað. Þetta er sóða vefur. Hef eftirtalin rök fyrir þeirri fullyrðingu:

Þetta er aðal auglýsingavefurinn fyrir vændiskaup og vændissölu á Íslandi.

Það fólk sem er inni á þessum vef, og er ekki að auglýsa kaup og sölu á vændi, er mjög svo varasamt lið. andlega og líkamlega veikt. Ég þekki menn og konur sem í sakleysi sínu hafa skráð sig á þennan vef, til að kynnast fólki af hinu kyninu. Þessir kunningar mínir hafa lent í hræðilegum málum gegn um einkamal.is

Karl (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 17:17

26 identicon

@Karl:

Ég veit líka um fólk sem hefur lent í hræðilegum málum í umferðinni. Eigum við þá ekki að banna bíla? Má fullorðið fólk ekki reka sig á í lífinu án þess að banna þurfi eitthvað? Hvað með vín? Hve margir hafa farið illa út úr dansi sínum við Bakkus? Þig rekur kannski minni til þess að hafa lesið um slíkt bann. Hvernig kom það aftur út?

@KJ: Hvað veist þú um vændi? Heldur þú að þetta snúist bara um sveitta karla sem geta ekki fengið það? Ekki ætla ég að þykjast vita eitthvað sem ég ekki veit og sting upp á að þú og aðrir fylgi sömu reglu, hún kemur í veg fyrir að fólk verði sér til minnkunar. Heldur þú virkilega að allar konur sem eru í þessu séu neyddar í þetta? Sumt fólk (karlar og konur) er einfaldlega lausgirtara en annað og það kemur í raun engum við hvernig það fólk kýs að haga svefnherbergislífi sínu. Þá sem neyða fólk í vændi á að hengja úr hæsta gálga en nota þarf aðferðir réttarríkisins en ekki aðferðir femma til að ná fram sektardómi. Tilgangurinn helgar ekki meðalið!

Helgi (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband