"Smámunir og smáaurar " sem ekki tekur ţví ađ tala um

Jóhannes Jónsson, stofnandi Baugsgengisins, sem alltaf hefur veriđ notađur sem "góđi gćinn" í öllu áróđursstríđi gegnisins gegn opinberum ađilum og til ađ afla ástar og virđingar almennings vegna "góđgerđarstarfsemi" gengisins í ţágu ţjóđarinnar, hefur veriđ ađ svara spurningum ákćruvaldsins í dag, vegna skattsvikaákćru á hendur nokkurra gengisfélaga.

Í svörum sínum hefur Jóhannes gert lítiđ úr ákćrunum og segir ađ ţau smáatriđi sem til umfjöllunar eru fyrir dómi hafi ekki veriđ álitin merkileg í heildarsamhengi ţess lífernis sem gegniđ tamdi sér á "útrásarárunum".

Notkun á Porche 911, Hummer- og Cherokee-jeppum ásamt leikföngum á borđ viđ snjósleđa og öđru slíku hafi ekki ţótt merkileg "risna" í augum gengisins, eđa eins og haft er eftir honum í fréttinni: "Já, já, ţetta voru náttúrulega smámunir á ţessum tíma."

Ţađ verđur ađ segjast, ađ "smámunir og smáaurar" hafa geysilega mismunandi merkingu í hugum fólks, eftir ţví hvort ţađ tilheyrir Bónusgenginu og öđrum útrásargengjum, eđa sauđsvörtum almenningi, sem aldrei hefur látiđ sér detta í hug ađ kalla vel ökufćran Hummer "brotajárn". 

 


mbl.is Hummerinn var brotajárn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hroki og aftur hroki. Ţannig er Jóhannes Jónsson, og hefur alltaf veriđ, en ekki skánađi ţađ viđ ađ hann varđ nýríkur og hélt ţar međ ađ hann vćri kominn í röđ "sjentilmanna" samfélagsins. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 14:45

2 identicon

Hverjir eru sjentilmenn samfélagsins ađ ţínu mati Bergljót...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráđ) 18.10.2011 kl. 15:25

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sjentilmenn samfélagsins, eru ţeir sem hćgt er ađ sýna virđingu, og ţeir eiga hana skiliđ, hverrar stéttar sem ţeir eru. Virđing samfélagsins skapast ekki endilega viđ peningaeign eđa völd, heldur framkomu og allt samneyti viđ samfélagiđ, og samborgarann.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 15:38

4 identicon

Treystir ţú ţér til ađ nefna einhver nöfn í ţessu sambandi...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráđ) 18.10.2011 kl. 15:46

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ólafur Thors var valinkunnur sjentilmađur, svo og Kristján Eldjárn, og Pál Skúlason prófessor, fyrrv. rektor Háskólans, set ég í flokk međ ţeim, ásamt nokkuđ mörgum núlifandi Íslendingum. Ţví miđur sýnist mér sjentilmennirnir fleiri međal fullorđinna manna, og meina ég ţá, sem eru komnir af miđjum aldri. Á Íslandi finnur ţú sjentilmenn víđa til sveita.

 En Frakkar eiga sér t.d mann sem vill vera sjentilmenni ,en er hreinrćktađur drullusokkur og á ég ţar viđ manninn sem var fortjóri AŢG til skamms tíma, en ţađ er svo sem ekkert einsdćmi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 16:12

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ekki má gleyma mönnum eins og Jóni Ormi Halldórssyni, sem ég met mikils, fyrir greind, hógvćrđ og sjentilmennsku.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 16:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, ţó Bergljót sé fullfćr um ađ svara fyrir sig sjálf, er alveg óhćtt ađ benda á meginhluta almennings sem "sjentilmenn samfélagsins", og ţar eru međtaldir flestir stjórnendur í ţjóđfélaginu, en ţví fer víđsfjarri ađ ţeir séu allir á sama báti og útrásargengin.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 16:16

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á međan ég var ađ setja inn fćrslu nr. 7, smullu svör Bergljótar inn ţannig ađ hún varđ auđvitađ snögg til svara eins og hennar er von og vísa.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 16:19

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Nćrtćkasta skýringin á sjentilmanni, er líklega sú, ađ hann sé fyrrtur andlegum sóđaskap.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 16:33

10 Smámynd: Dexter Morgan

Ţetta minnir mig á söguna, (sagđa af innanbúđarmanni hjá Bílabúđ Benna), ţegar Jón Ásgeir "týndi" Porche-inum". Hann hafđi skiliđ hann eftir einhvers stađar og gat ómöglega munađ hvar ţađ vćri. Fenginn var sérfrćđingur frá Porche til ađ finna, (track-a), bílinn í gegnum stađsetningartćki sem er í öllum Porche bílum. Bílinn fannst ađ lokum inn í 2000m2 dótageymslunni ţeirra Baugsmanna. Ţeir sem sóttu bílinn á vegum B.Benna, sögđu ađ ţessi geymsla vćri full af ALVÖRU dóti fyrir stóra stráka, s.s. Gógart-bíla, vélsleđar, fjórhjól ásamt fullt af öđrum bílum. Jón Ásgeir hafđi skipt yfir í Hummerinn, fariđ í veiđitúr og gat ekki munađ hvađ hefđi orđiđ um Proche-inn. Gaman ađ ţessu :)

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 16:47

11 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Takk Bergljót ţú ert séntilmenni miđađ viđ ţađ sem ţú skrifar. Jóhannes og hans pakk er veruleikafyrt međ öllu og á hvergi heima annarsstađar en í grjótinu!

Sigurđur Haraldsson, 18.10.2011 kl. 16:58

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ţađ er ekki óalgengt ađ leikföng týnist, en sjaldnast eru ţađ nú svona "leikföng". Samt sýnir ţetta ađ "stórir strákar" eru hreint ekkert alltaf stórir strákar.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 19:24

13 Smámynd: Jón Óskarsson

Ţví hefur oft veriđ haldiđ fram ađ ţví stćrri sem "fullorđins tćki og leikföng" eru ţví "minni karlmenn" séu eigendurnir.  Ég held ađ ţađ eigi vel viđ í ţessu tilfelli Baugsleikfangana....

Jón Óskarsson, 24.10.2011 kl. 13:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband