9.10.2011 | 18:43
Einræði eða "tvíræði" í ESB
Merkel, kanslari Þýskalands, og Sarkozy forseti Frakklands, sátu saman á fundi í dag og tóku mikilvægar ákvarðanir um hvort og hvernig bankar á evrusvæðinu skuli endurfjármagnaðir vegna banka- og skuldakrísunnar sem skekur evrulöndin.
Það eru góð tíðindi að reynt verði að bjarga bæði evrunni sjálfri sem og þeim illa stöddu ríkjum, sem hana nota sem gjaldmiðil og geta vart annað héðan af, því Ísland, eins og önnur lönd, á mikið undir að Evrópuríkjum gangi vel, enda helsti markaðurinn fyrir íslenskar útflutningsvörur. Það verður æ meira áberandi að stórar og afdrifaríkar ákvarðanir í ESB eru ekki teknar af neinum stofnunum sambandsins, þingi þess, eða kommisarakerfinu, heldur af þeim Merkel og Sarkozy og þau ráða ráðum sínum á einkafundum sem öðrum er ekki hleypt að og síðan er stofnunum, embættismönnum og Evrópuþinginu einfaldlega tilkynnt um ákvarðanir þeirra og aðrir verða bara að hlýða.
Þetta kemur t.d. vel fram í eftirfarandi klausu úr fréttinni: "Þau Merkel og Sarkozy eru sammála um að gera þurfi mikilvægar breytingar á milliríkjasamkomulagi ESB ríkjanna. Sarkozy sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að auka ætti samþættingu evru-svæðisins. Merkel segir að markmiðið sé að koma á nánara- og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu."
Til eru hugtökin lýðræði og einræði um stjórnarfar einstakra ríkja. Líklega verður að taka upp nýyrðið "tvíræði" um stjórnun væntanlegs stórríkis Evrópu.
Styðja endurfjármögnun banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.