Lögreglumenn fari að lögum

Lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti á árum áður og samþykktu að hlýða framvegis úrskurði gerðadóms um laun sín. Nýlegur úrskurður gerðadómsins vekur síður en svo lukku í röðum lögreglumanna, en úrskurður er það engu að síður og eftir honum ber að vinna.

Fjöldi launþega í öllum stéttum er hundóánægður með laun sín og önnur kjör um þessar mundir, en verður að sætta sig við þau, bíta á jaxlinn og vonast eftir betri tíð fljótlega eftir að núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

Þó launþegar séu óánægðir með kjör sín, sinna þeir störfum sínum eins og áður og neita ekki að vinna sumt sem undir starf þeirra heyrir, þvert á móti hlýtur það að vera metnaðarmál hvers manns að skila starfi sínu eins vel frá sér og hann mögulega getur.

Lögreglumenn hljóta að sinna starfi sínu áfram og öllum þeim skyldum sem því fylgja, þrátt fyrir óánægju með launin. Allt annað hlýtur að vera lögbrot.


mbl.is Vaxandi ólga og reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég hef ekki trú á öðru en að Lögreglan geri allt sem hún getur til að vernda Land og Þjóð. En að ætlast til þess að allir aðrir en Ríkisstjórnin beri að fara eftir lögum og reglum og gerðum samningum er fyrra...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.9.2011 kl. 08:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu ber ríkisstjórninni skylda til að fara að lögum og reglum og standa við þá samninga sem hún gerir. Auðvitað ætti hún að einmitt að sýna gott fordæmi í þeim efnum, en því miður er útséð um að núverandi ríkisstjórn hafi nokkurn vilja eða getu til slíks.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2011 kl. 08:33

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú þarft að skoða sögukunnáttu þína um verkalýðsmál örlítið betur Axel.

Fyrir það fyrsta þá afsöluðu lögreglumenn aldrei verkfallsrétti sínum, þeir fengu hann einfaldlega ekki þegar aðrir ríkisstarfsmenn fengu verkfallsrétt. Þeim, ásamt fleiri stéttum, var meinað að fá þennan rétt vegna öryggis og almannahagsmuna. Síðan þá hafa sumar þeirra stétta sem ekki fengu verkfallsréttinn, náð að kría hann fram.

Þá er ekki heldur rétt hjá þér að lögreglumenn, eða þeir sem ekki hafa verkfallsrétt, hafi samþykkt að framvegis þurfi þeir að hlýta niðurstöðu gerðardóms. Það gildir sama regla um þá sem ekki hafa verkfallsrétt og hina sem hann hafa, það skal samið um kaup og kjör. Gerðardómur er hins vegar til staðar ef allt um þrýtur og hægt ar að vísa deilum um kaup og kjör til hans, algerlega óháð því hvort viðkomandi deiluaðili launþega hefur verkfallsrétt eða ekki. Gerðardómur er ekki eingöngu fyrir þá hópa sem ekki hafa verkfallsrétt.

Gerðardómur hefur nokkrum sinnum fellt úrskurð í kjaradeilu. Undantekningarlaust hefur sá úrskurður verið atvinnurekandanum í hag. Ástæðan er einföld, dóminn skipa þrír menn, einn frá atvinnurekendum, einn frá launþegum og formaður skipaður af ríkisvaldinu. Valdahlutföllin er því launþeganum í óhag.

Sjaldan hefur þó gerðardómur fellt úrskurð sem nú, þar sem annar aðilinn hefur fullann sigur og hinn ekkert. Þó úrskurðir dómsins hafi alla tíð verið atvinnurekandanum í hag hefur launþeginn alltaf fengið eitthvað. Ekki lögreglumenn!

Kjör lögreglumanna hafa dregist afturúr, um það deilir enginn. Lengst af voru þeir á svipuðu plani og kennarar í launum. Það er langur vegur frá því nú.

Lögreglumenn eru vissulega bundnir niðurstöðu gerðardóms, þar til annað verður ákveðið. Úrskurður dómsins er mannana verk, ekki byggður á staðreyndum eða lögum. Niðurstaðan er fengin með því að þeir aðilar sem sitja dóminn skoði og meti kröfur málsaðila. Þeir hafa engin sérstök lög til að styðjast við, eingöngu þarf samstöðu tveggja af þrem í dómnum. Því byggist allt á mati eins manns, formanni dómsins. Það er hann sem í raun ræður kjörum málsaðila og sá fulltrúi atvinnurekenda eða launþega sem getur komið sér í mjúkinn hjá honum vinnur. Niðurstaðan nú var fyrirsjánleg þar sem annar málsaðilinn átti tvo fulltrúa dómsins!!

Það er vissulega hægt að breyta mannan verkum, ef vilji er til staðar. Ef ekki er vilji til staðar til að leiðrétta þessi mistök, eiga lögreglumenn ekki eftir nema einn kost, að yfirgefa starfið. Flestir grípa ekki til þess úrræðis fyrr en allt annað hefur verið reynt. Þá munu vel menntaðir og hæfir þjónar lögreglunnar verða fyrstir til að fara. Auðvitað er ekkert mál að manna þær stöður, það bíða hópar manna sem ekki hafa verið taldir hæfir hingað til að sinna þessu vandasama verki, eftir því að komast inn. Þeir menn eru ekki að reyna að komast í starfið launanna vegna og margir sem væru til í að lækka launin enn frekar, til þess að komast að. Þessir menn vilja komast í þetta starf til að fara í lögguleik, hafa horft á of margar Hollywood myndir.

Guð hjálpi Íslandi ef sú staða kemur upp!!

Gunnar Heiðarsson, 28.9.2011 kl. 11:04

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef ég man rétt er þetta fyrsti úrskurður gerðardóms þar sem fulltrúar hans standa ekki allir að niðurstöðunni, en það gæti verið misminni hjá mér.

Gunnar Heiðarsson, 28.9.2011 kl. 11:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tek heilshugar undir með þér nafni, samningar eru samningar og þá ber að virða, þótt ég fari ekki leynt með þá skoðun mína að lögreglumenn séu illa launaðir, en eins og þú bendir á þá er svo um fleiri starfsstéttir. Ég efast samt stórlega um að úr því rætist við innreið íhaldsins í stjórnarráðið, nema síður verði.  

Gunnar þetta er kjaftæði í þér að lögreglumenn hafi ekki haft verkfallsrétt, ég gúgglaði, en nennti ekki að rannsaka málið til hlítar, þetta fann ég á fyrstu síðu, kíktu á það; hér , hér,  hér, og hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 14:42

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, ég verð að taka undir með nafna mínum um að þessi langa athugasemd þín sé hrein kjaftæði.  Það er meira en lítið hallærislegt að rita langt mál um eitthvert atriði og ásaka þar aðra um fávisku, en byggja allan sinn pistil upp á eintómri dellu og vitleysu.

Lestu þetta og kynntu þér svo allt annað sem þú kemst yfir um málið, áður en þú tekur fólk í kennslustund aftur.  Eins ættir þú að kynna þér betur úrskurði gerðardóms og kjaradóms í gegnum tíðina og skoða betur hvort alltaf sé um einróma niðurstöður að ræða og hvort alltaf hafi ríkt ánægja með þær hjá viðkomandi starfsstéttum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2011 kl. 17:13

7 identicon

Áður fyrr hafði engin stétt verkfallsrétt og það hefði líklega ekki breyst nema fyrir ólöglegar aðgerðir í verkfallsbaráttu.

Á endanum stendur samfélagssáttmálinn og fellur með því að fólk líti svo á að samfélagið sé þolanlega réttlátt.

Mér sýnist sem að lögreglumenn líti margir svo á að það sé verið að níðast á þeim þar sem þeir hafa ekkert verkfallsvopn. Þá er eðlilega hætt við einhverskonar siðrofi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 18:17

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir sjónarmið flestra.

Varðandi söguna þá mætti kíkja á þetta: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1193406

Góðar studir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.9.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband