27.9.2011 | 08:47
Flótti úr sérsveit löggunnar og lítilsvirðing gagnvart Alþingi
Flótti er brostinn á í óeirðasveit lögreglunnar vegna óánægju með launakjör og niðurstöðu kjaradóms þar um fyrir skömmu. Nú þegar hafa 35 sérsveitarmenn sagt sig frá störfum sveitarinnar og ef fer fram sem horfir verður hún mannlaus innan skamms.
Staða í sérsveitunum hefur verið eftirsótt fram að þessu, enda hljóta hana ekki nema úrvarlsmenn sem þrufa að standast ströng próf á andlegu og líkamlegu atgerfi og í framhaldi miklar og erfiðar æfingar til þess að vera í afbragðs formi til að takast á við hættulega glæpamenn og óeirðaskríl.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki nokkurn skilning á erfiðum vinnuaðstæðum lögregluþjóna og hvað þá sérsveitarinnar, sem hún hefur þó treyst á til verndar sjálfri sér á tímum mótmæla, sem skríll og ofbeldismenn hafa iðulega nýtt sér til óhæfuverka sinna.
Nú er svo komið að virðing ríkisstjórnarinnar er orðin svo lítil, eða réttara sagt engin, að hún getur ekki einu sinni fengið almennu lögregluna til að standa heiðursvörð við setningu Alþingis, en það hefur verið venja frá lýðveldisstofnun. Vanvirðing lögreglunnar gagnvart Alþingi getur ekki orðið meiri en að neita að leggja til menn í heiðursvörðinn við þingsetninguna.
Vonandi vitkast ríkisstjórnin áður en það verða lögregluþjónar sem fara að standa fyrir mótmælum og jafnvel skrílslátum í miðborginni.
35 hættir í óeirðarsveitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki rugla saman óeirðasveit og sérsveit, það er ekki sami hluturinn. Samt sem áður mjög alverlegt og sýnir í verki hvernig lögreglumönnum lýður núna.
Birgir (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 08:55
Ríkisstjórn og Alþingi sem er komið í þessa stöðu á tæplega rétt á sér lengur og á að segja af sér rjúfa þing og boða til kosninga.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 09:21
Já piltar. Þið haldið að rólegra verði í kringum Ausaturvöll ef hrunflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taki við stjórnartaumunum ?
hilmar jónsson, 27.9.2011 kl. 09:34
Við höfum ekkert með kosningar að gera
um er að velja 4 gjörspillta flokka sem allir hugsa um flokkinn fyrst og síðan fólkið
kjósa hvað?
Utanþingsstjórn núna takk
Magnús Ágústsson, 27.9.2011 kl. 09:44
Á að hækka skatta til að borga lögreglumönnum hærri laun?
Skeggi Skaftason, 27.9.2011 kl. 10:00
Birgir, að betur athuguðu máli er "Sérsveitin" og "Óeirðasveitin" ekki sami hluturinn. Er ekki "Sérsveitin" undir beinni stjórn Ríkislögreglustjóra, en "Óeirðasveitir" á vegum hvers lögregluumdæmis?
Hilmar, ekki myndi ástandið versna og reyndar gæti það ekki annað en batnað við að losna við hrunflokkinn Samfylkingu úr ríkisstjórn, enda er hún á fullu við að dýpka og lengja kreppuna sem bankahrunið olli, en eins og þú veist líklega ekki var niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis sú, að það hafi fyrst og fremst verið eigendur og stjórnendur bankanna sem hruninu ollu, en ekki stjórnmálamenn. Þrátt fyrir mikinn vilja og mörg skrif, breytir þú ekki Íslandssögunni.
Þingið þarf fyrst og fremst að öðlast virðingu og traust á ný og það sýnir sig æ betur að það gerist ekki undir stjórn núverandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta.
Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2011 kl. 10:00
Gott er að Lögreglan verndar ekki lengur þá, sem stálu af þeim mannréttindunum,
að róa til fiskjar og mega fénýta aflann.
Aðalsteinn Agnarsson, 27.9.2011 kl. 12:20
Ég styð þessi mótmæli af heilum hug. En ég vil líka að það sé fyrirfram ákveðið hvernig landslagið verður EFTIR að þessi stjórn verður hrakinn frá. Og þá er það ljóst í mínum huga að EKKERT annað komi til greina en UTANÞINGSSTJÓRN. Mér væri meinilla við það að láta taka mig í þurrt rass..... aftur. Ég tók þátt í að koma Sollu og Geir frá völdum, ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að koma Jóhönnu og Steingrími frá völdum, en EKKI til þess að fá yfir okkur Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn aftur.
Dexter Morgan, 27.9.2011 kl. 14:47
Varla er væntanlegum mótmælum ætlað að afnema lýðræði í landinu, eða hvað?
Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2011 kl. 14:53
Komið þið sælir; Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !
Segir Dexter Morgan ekki það; sem segja þarf, Axel Jóhann ?
Okkur er betur komið; með óflokksbundið fólk, utan úr atvinnulífinu, fremur en puntudúkkur hvítflibba- og blúndukerlinga, úr flokka kraðakinu, síðuhafi góður.
Tímabundið afnám; svokallaðs lýðræðis, væri bara, af hinu góða, úr því sem komið er.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 15:49
Óskar, það verður hver að hafa sína skoðun í þessu efni. Ég er eindreginn lýðræðissinni og vil miklu frekar efla lýðræðið í landinu en minnka það.
Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2011 kl. 16:19
Sælir; að nýju !
Axel Jóhann !
Skal svo vera; sem þinn þanki býður þér, um hríð, ágæti drengur.
Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 16:54
Það er ósköp notalegt að geta valið um það á lýðræðislegan hátt hvort maður verður hálshöggvinn eða hengdur.
Ég er sammála Dexter. Ég tók líka þátt í mótmælaöldunni sem kom hrunstjórninni frá og vonaðist til að í kjölfarið næðu menn saman um að komast í gegn um þetta og endurvekja traust. Hér er tengill á færslu sem ég skrifaði þá. En nei, það var kosið á gamla mátann og hrunverjaflokkur leiðir enn afkvæmi kosninganna sem hefur staðið sig hroðalega í flestu.
Maður verður nánast þunglyndur þegar maður sér hve langur tími hefur liðið og hve illa hann hefur verið nýttur. Það er ljóst að hefðbundnir flokkar hafa það ekki í eðli sínu að skapa traust eða vinna að sameiginlegum markmiðum.
Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2011 kl. 18:50
Haraldur, hverjir hafa "í eðli sínu að skapa traust eða vinna að sameiginlegum markmiðum"? Einræðisherrar, kannski?
Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2011 kl. 18:56
Nei ekki heldur, þeir tapa allir glórunni fyrr en seinna...
Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2011 kl. 19:53
Fólk þarf bara að fara að ræða stjórnmálin á réttum grunni og hætta að tala um fjórflokk og annað í þeim dúr, enda eiga flokkarnir sem vanalega eru spyrtir saman í því heiti, ekkert sameiginlegt annað en að vera stjórnmálaflokkar. Stefnur og hugsjónir þeirra eru gjörólíkar og því út í hött að láta eins og þetta sé allt sama tóbakið.
Ekki hefur maður heyrt að svona sé talað um flokkakerin í öðrum löndum.
Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2011 kl. 07:24
Ég hef nú einhvern tímann áður, hérna á blogginu, lagt fram minn óskalista um hvernig Utanþingsstjórn ég vildi sjá. Og hefst þá upptalninginn: Lilja Mósesdóttir - viðskipta og efnahagsráðherra, Margrét Pála Ólafsdóttir - menntamálaráðherra, Ragna Árnadóttir - innanríkisráðherra, svo mætti öruglega finna fleira gott fólk, t.d. úr Stjórnlagaráðinu, til að fylla í hin ráðherraembættin. Forsetinn ÓRG ætti að tilkynna að hann hafi ákveðið að setja Ríkisstjórnina af og Utanþingsstjórn hafi verið falið að stjórna landinu næstu, ja segjum 5-10 ár, í það minnsta.
P.S. Það er nú bara tilviljun að þessir sem mér er búið að detta í hug eru allt konur, en þó mætti nefna Þorvald Gylfason, Illugi Jölulsson, Ómar Þorfinn Ragnarson, ef þeir kærðu sig um ráðherraembætti.
Þetta væri flott og fín Ríkisstjórn, heiðarleg, vinnusöm, óspillt og væri landi og lýð til heilla. Góðar stundir.
Dexter Morgan, 28.9.2011 kl. 15:32
Án þess að gefa nokkuð upp um álit mitt á þeim sem þú nefnir þarna, þá er hugmyndin sem slík bara þvæla, þar sem forsetinn hefur ekkert vald til þess að setja ríkisstjórnir af, eða skipa nýjar. Til þess að svo gæti orðið yrði að gera byltingu í landinu, afnema stjórnarskrána og gefa forsetanum alræðisvald.
Ýmsa delluna hefur þú sett inn á bloggið, Dexter, en þessi slær þær flestar út og er þó af nógu að taka.
Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2011 kl. 17:28
Það er algerlega kristantært að 4flokkur verður að fara, ekkert framfaraskref getur orðið fyrr en hann er farin, aflagður, bannaður.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.