Fádæma siðleysi og ræfildómur

Leið allra liggur í kirkjugarð að loknu ævistritinu og þangað koma ættingjar og vinir á hátíðar- og tyllidögum til að minnast ástvina sinna og eiga kyrrðarstund með minningum sínum um hinn látna.

Einstaka sinnum kemur fyrir að lægstu hvatir skrílmenna verða til þess að slíkir ræflar vanhelga grafir hinna látnu, skemma krossa og legsteina og raska leiðum á svívirðilegasta hátt.

Framkoma þessara ómenna er einn angi þess aga- og virðingarleysis, sem virðist sífellt fara vaxandi í þjóðfélaginu og kemur fram í því að margur ræfillinn tekur ekkert tillit til annarra eða eignarréttar þeirra.

Svona siðleysi og ræfildómur er algerlega óásættanlegur og hlutverk foreldra að kenna afkvæmum sínum háttu siðaðra manna, kurteisi og umgengnissiði.


mbl.is Skemmdarverk unnin á leiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrir meira en ári ræddum við eitthvað þessu líkt hér á blogginu. Börnum var ekki   bannað nema,máttleysislega; Gummi hættessu; það var erfitt að fá konur í heimsókn með börnin sín,mörg afar erfið og gramsandi í öllu. Þau urðu auðvitað fyrirmyndar fólk,en einhver geta orðið eftir sem finnst í lagi að hafa rangt við í viðskiptum,svona sem dæmi,því það er nærtækt. Þótt ég vilji segja að hæfilegur agi sé það sem börn þarfnast,get ég ekkert sagt um hvað er hæfilegt. Ég varð fyrir því að fugl var tekinn af leiðissteini,þó gæti vinnutæki kirkjugarðsins hafa rekist í og brotið. Skemmdarverk á leiðum koma alltaf öðru hvoru upp,eitt af þeim gjörðum sem ég get engan veginn skilið,frekar en aðrir. Kanski gera afbrotafræðingar það ,þótt staðlað ástand geranda sé varla eins hjá öllum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2011 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband