14.9.2011 | 10:36
Ólafur Ragnar telur tilveruna snúast um sína persónu
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, telur að brambolt Ólafs Ragnars undanfarið og hávaðasamar árásir hans á ríkisstjórnina fyrir ræfildóminn í Icesaemálinu séu ótvíræð merki þess að hann hyggi á áframhaldandi setu á forsetastóli og treysti þar á stuðning Sjálfstæðismanna.
Árásir forsetans á ríkisstjórnina og gagnárás hennar á Ólaf Ragnar er vægast sagt furðulegt fyrirbrigði í íslenskri stjórnmálasögu og þar Ólafur Ragnar hefur aldrei haft aðrar og dýpri hugsjónir í lífinu en að gera veg Ólafs Ragnars Grímssonar sem mestan, bendir þessi uppákoma til þess að hann sé byrjaður að undirbúa jarðveginn fyrir næstu skref sín á þeirri vegferð.
Styrmir segir m.a: "Á árunum 2012 og 2013 munu vinstri menn á Íslandi gera upp allar óuppgerðar sakir í sínum hópi, sem í sumum tilvikum eiga sér rætur upp úr miðri 20. öldinni. Og Ólafur Ragnar verður í miðpunkti þess uppgjörs - þar sem hann hefur alltaf verið og vill vera."
Ýmsir telja að kaup forsetahjónanna á húseign í Mosfellsbæ bendi til þess að Ólafur Ragnar hyggi ekki á framboð í forsetakosningunum á næsta ári, heldur ætli að láta af embætti og draga sig þar með út úr kastljósinu að mestu. Það væri hins vegar ekki líkt Ólafi Ragnari að draga sig í hlé og sitja á friðarstóli í Mosfellsbænum og láta lítið á sér bera í ellinni.
Hyggist Ólafur Ragnar hætta sem forseti er mun líklegra að hann sé byrjaður að undirbúa stofnun nýs stjórnmálaflokks á vinstri vængnum og hyggi á framboð til Alþingis árið 2014 og ná þannig fram endanlegu uppgjöri við fyrrum félaga sína í stjórnmálunum, en eins og allir vita logaði þar alltaf allt í illdeilum og nú hyggi Ólafur Ragnar á endanlegar hefndir.
Eitt er að minnsta kosti alveg ljóst og það er að Ólafur Ragnar yfirgefur ekki sviðsljósið sjálfviljugur, átakalaust og sem boðberi friðar og kærleika.
Styrmir: Forsetinn hyggur á endurkjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf enginn að segja okkur frá því sem er að gerast innan Íhaldsins, hvorki Styrmir né aðrir. Alli vita þetta sem vilja vita það.
Hitt er athyglisverðara að tækifærissinninn, rassasleykir auðmanna og fyrirrum Vinstrimöðruvellingur er enn að sýna okkur hvílik ræksni hann er. Þangað leitar hann þar sem hann telur byrlegast blása fyrir sér og sínum hagsmunum. Hugsjónir, umhyggja fyrir öðrum og stefnufesta í stjórnmálum er nokkur sem Bessastaðablókin ÓRG hefur ekki og hefur aldrei haft í sínum kroppi. Vona að jafnvel óánægðir Sjálfstæðismenn í innri deilum sínum sjái þetta og hagi sér eftir því.Tómas H Sveinsson, 14.9.2011 kl. 12:08
Íslenskar bloggfærslur ættu að vera skyldulesning í íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þær gefa þar að auki góða innsýn í umræðumenningu okkar og hefðir.
Í athugasemdinni hér að ofan fannst mér vera efniviður í ótal kennslustundir, þó bara væru tekin orðin "rassasleykir" og "Bessastaðablókinn". Þá dettur mér fyrst í hug "pottasleikir", Jólasiðir, kristin trú á Íslandi, erlend áhrif á íslenska menningu, áhrif erlendra tungumála á íslenska tungu, svo að eitthvað sé nefnt.
Lífleg færsla eins og oftar, Axel Jóhann, þó þar með sé ekki sagt að ég sé henni sammál.
Agla (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 16:50
Forseti Íslands er okkar maður. Við eigum að halda honum á lofti sem bjargvætt þessarar þjóðar en við eru með mjög spillt alþingi og sérstaklega innan stjórnarliða.
Valdimar Samúelsson, 14.9.2011 kl. 18:00
Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið, er ekki og verður aldrei neinn bjargvættur þjóðarinnar, þannig að óþarfi er af öðrum en honum sjálfum að "halda honum á lofti".
Axel Jóhann Axelsson, 14.9.2011 kl. 22:49
Mér sýnist nú að margir aðrir telji tilveruna snúast um persónu Ólafs Ragnars. Svo mjög að sjaldan verður orðfærið mergjaðra heldur en þá.
Steini Bjarna, 15.9.2011 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.