10.9.2011 | 16:27
Ólaf Ragnar ei meir
Ólafur Ragnar Grímsson verður búinn að sitja á forsetastóli í sextán ár næsta vor, þegar næstu forsetakosningar munu fara fram. Enginn forseti hefur setið lengur en þrjú kjörtímabil fram til þessa, en Ólafur Ragnar væri vís til að vilja brjóta þá hefð eins og flestar aðrar varðandi forsetaembættið.
Ólafi Ragnari hefur tekist að spila með þjóðina á undraverðan hátt í tíð sinni sem forseti og hefur alltaf heppnast að spila út einhverju trompi til að snúa almenningsálitinu sér í vil, þegar glitt hefur í þann mann sem hann hefur raunverulega að geyma.
Nú er nóg komið af Ólafi Ragnari í forsetaembættinu og vonandi sameinast þjóðin um að skipta um þá persónu sem embættinu muni gegna næstu árin.
Forsetinn á allra vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásgeir var í 16 ár og Vigdís var í 16 ár. Svo að talið með ÓRG hefur meirihluti allra forseta setið í 4 kjörtímabil. Aðeins Sveinn Björnsson og Kristján Eldjárn voru skemur.
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.9.2011 kl. 17:02
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona m.m., væri vís til þess að hrista duglega upp í þessu embætti og koma því úr þeirri tilvistarkreppu sem það virðist fast í. Ekki yrði slepjunni fyrir að fara á Bessastöðum ef hún lætur verða úr því að bjóða sig fram. Er nokkuð viss um að hún tæki Ólaf í nefið í kosningum.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 17:24
Ætli það sem Jóhanna vill með því að láta endalaust ráðast á Ólaf sé ekki eitthver merkikerti sem segir "já og amen" við öllu og brosir. Með því verður forsætisráðherra (breytingar standa yfir þar sem á að gera embættið að einræði) einvaldur.
Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 17:48
Ég held bara að það sé ágætt að hann haldi áfram, einhver verður að halda aftur af ólátabelgjunum við austurvöll og koma í veg fyrir að þeir fari sér ekki að voða eins þeir gerðu nærri í tvígang er hann stoppaði þá af. Svo er líka alveg óþarfi að fara að borga með tveimur forsetum.
Áfram Ólafur.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:11
Ólátabelgirnir eru ekki hættir. Elsti og versti prakkarinn er núna að smíða áform sín um einræði. Það er því eins gott að hafa einhvern til að hirta þá annann en einhvern sjálfumglaðann glaumgosa sem segir já og amen við öllu.
Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 18:20
Það er nú soldið einkennilegt, að stærstur hluti þeirra er gagnrýna hann fyrir að hafa dansað með útrásarliðinu, fagnaði honum sem þjóðhetju, þegar hann gerði útrásarliðinu stærsta greiðann. Synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.9.2011 kl. 18:21
Eins og sést af samhenginu er innsláttarvilla í þessum texta í upphaflegu færslunni: "Enginn forseti hefur setið lengur en þrjú kjörtímabil fram til þessa,......."
Þarna átti auðvitað að standa fjögur kjörtímabil......
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2011 kl. 18:36
Hvað sem segja má um pólutíska fortíðs Ólafs Ragnars, Þá verður að segjast eins og er að enginn af fyrri forsetum Íslands kemst með tærnar þar sem Ólafur Ragnar er með hælana. Þar á ég við gáfur og þor að taka á málum þjóðarinnar.Ég vona svo sannarlega að hann bjóði sig fram aftur. Ekki veitir af að halda í við þessi roðhænsi sem sitja á alþingi..Þökk fyrir þín störf Ólafur Ragnar.
Jóhanna (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:37
Með sínum venjulega blekkingaleik hefur Ólafi Ragnari tekist að fá þjóðina til að gleyma því að hann STAÐFESTI fyrsta Icesavefrumvarpið og það hefði orðið að lögum, ef Bretar og Hollendingar hefðu ekki neitað að samþykkja þá fyrirvara sem ALÞINGI setti við samþykki frumvarpsins.
Ólafur Ragnar hafnaði hins vegar seinni Icesavelögunum staðfestingar eftir að tugþúsundir kjósenda höfðu skorað á hann að skrifa ekki undir þau.
Ólafur Ragnar hefur ekkert frumkvæði haft í Icesavemálum, heldur eingöngu dansað eftir almenningsálitinu, þó hann hafi að vísu gengið gegn því við staðfestingu Svavarssamningsins, sem fyrstu og alverstu Icesavelögin byggðu á.
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2011 kl. 18:42
Það er rétt og satt Axel, sem þú segir í ath. 9, að ÓRG staðfesti Svavarssamninginn. En batnandi mönnum er best að lifa og þjóðin metur það við ÓRG að hann sneri við blaðinu og viðurkenndi opinberlega villu síns vegar. Eftir það hefur enginn verið ötulli og skeleggari talsmaður íslenskra þjóðarhagsmuna en hann, hvað eftir annað, enda stórlega legið á hálsi fyrir það af því liði vitleysinga sem við illu heilli hrúguðum inn í kumbaldann við Austurvöll síðast. Hans verður minnst fyrir það í sögubókum framtíðarinnar öfugt við þá sem mest lá honum.
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.9.2011 kl. 19:01
@Baldur Ragnarsson: Steinunn Ólína? Einhver rök?
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.9.2011 kl. 19:06
Steinunn Ólína???????????
Leyfi mér þá frekar að benda á Rögnu Árnadóttur, fyrrv. dómsmálaráðherra.
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2011 kl. 19:19
Ólafur Ragnar hefur ekkert frumkvæði haft í Icesavemálum, heldur eingöngu dansað eftir almenningsálitinu, þó hann hafi að vísu gengið gegn því við staðfestingu Svavarssamningsins, sem fyrstu og alverstu Icesavelögin byggðu á.
Forsetinn hefur sjálfur látið þau orð falla að það sé ekki hans að eiga slíkt frumkvæði. Komi frumkvæðið hinsvegar frá þjóðinni geti hann ekki skorast undan því að hlusta, sem hann hefur gert í þeim tilfellum þar sem það á við. IceSave-I er ekki samanburðarhæft því þá var engin undirskriftasöfnun í gangi til að skora á hann að synja. Fyrirvararnir sem þú nefnir og gerðu þann samning ekki nógu góðan að mati Breta og Hollendinga, voru ekki til staðar í síðari samningum. Það má því með réttu segja að Ólafur hafi gætt samræmis með því að vísa öllum ótakmörkuðum ríkisábyrgðum vegna IceSave sem haldin hefur verið undirskriftasöfnun um, til þjóðarinnar.
En fyrir forvitnis sakir Axel Jóhann, hvern myndirðu vilja fá sem forseta annan en Ólaf? Hyggurðu kannski sjálfur á framboð? :)
Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 19:54
Ólafur Ragnar hefur meira en gefið í skyn að hann hafi að eigin frumkvæði vísað Icesavelögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og nú síðast lýsti hann því yfir að hann hefði alltaf vitað að þrotabúið myndi eiga fyrir öllum forgangskröfum. Man einhver eftir því að hann hafi lýst því yfir á meðan Icesavedeilurnar stóðu sem hæst?
Ég hef nú ekki verið að hugsa um að bjóða mig fram í forsetaframboð, en ef þú hyggur á undirskriftasönfun til að skora á mig að fara í framboð, myndi maður að sjálfsögðu leggjast undir feld og skoða nafnalistann. Algerlega er þó öruggt að ekkert yrði annað gert en að skoða listann og ekki reikna ég einu sinni með því að hann yrði langur, svo fljótlegt yrði að renna yfir hann.
Ég stakk upp á forsetaframbjóðanda í athugasemd nr. 12, sem þú hefur greinilega ekki tekið eftir.
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2011 kl. 20:10
Sammála með Rögnu. Held að ÓRG sé búinn að sitja nógu lengi, gert sumt gott og sumt miður gott. Hans tími er að verða liðinn.
Skúli (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 21:00
Ég held það sé nóg að borga með Vigdísi og Ólafi Ragnari þó við bætum ekki Rögnu í útgjaldahópinn.
Áfram Ólafur
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 21:13
Steinunn Ólína hefur engin flokkspólitísk tengsl. Það eru fín rök ein og sér. Auk þess er hún nútímaleg kona, ekki föst í hugmyndafræði fyrri alda, hispurslaus, alþýðleg og fjallhress. Maðurinn hennar er líka vel frambærilegur. Ungt fólk tæki Steinunni hiklaust fram yfir Ólaf. Það geri ég líka ef hún tekur slaginn.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 21:20
Ólaf áfram og það sem allralengst, meðan enginn betri er í sjónmáli. Steinunn Ólína er enginn valkostur að mínu mati og yrði örugglega mjög þreytandi strax sem kandidat, hvað þá í embætti.
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.9.2011 kl. 21:40
Undirrituð er komin með 133 meðmælendur, vantar aðeins 2867! ... Hálfnað er verk þá hafið er! Er þverpólitískur og þvertrúarlegur diplómat, sem kann að taka á móti fólki, víðsýn, einlæg og einhleyp miðaldra ljóska.
Vinkona stofnaði s.s. "Like síðu á Facebook" og svo var fólk svona almennilegt að fara að lýsa yfir trausti, - þá fór ég að hugsa: "af hverju ekki?" .. - en ætli megin ástæða fyrir "af hverju ekki?" væri að fáir þekkja mig. Er ekki fræg né rík, eiginlega bara ófræg og fátæk!
Kannski verða frambjóðendur bara jafn margir og frambjóðendur til Stjórnlagaþings!
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.9.2011 kl. 22:06
"Er þverpólitískur og þvertrúarlegur diplómat, sem kann að taka á móti fólki, víðsýn, einlæg og einhleyp miðaldra ljóska," eru hreint ágæt einkunnarorð í upphafi kosningabaráttu um forsetaembættið.
Að vera "ófræg og fátæk" gæti einnig höfðað til "vorkunnartilfinninga" kjósenda og halað inn fjölda atkvæða.
Fyrst Jón Gnarr gat platað nógu stóran hóp kjósenda til að koma sér í borgarstjóraembættið, þá er líklega allt hægt þegar kemur að kosningum. Ef slíkur trúður byði sig fram til forseta, gætir þú hinsvegar lent í miklum erfiðleikum og harðri samkeppni með þitt framboð.
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2011 kl. 22:34
Þó svo að mér sé eiginlega slétt sama um ÓRG, þá er hann okkar eina von, svo fremi að hann sé bóndinn á Bessastöðum. Ég sé landann alveg svo vitlausan að fara að hefna HELferðarstjórninni og þar með kjósa sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í töluverðu mæli um næstu kosningar, hvenær sem þær verað. Og ef þeir HRUNA flokkarnir komast aftur til valda er eins gott að ÓRG sé á Bessastöðun, hann er eina bremsan á alla einkavina og flokksgæðinga væðinguna sem þeir tveir flokkar unnu eftir og munu vinna eftir ef þeir ná saman meirihluta. Með þeirri skýringu tel ég best fyrr alla að ÓRG verði bara áfram forseti enda hefur hann reynst okkur vel og "betri en enginn" í Æseif málinu.
Svo væri það líka flott fyrir hann að núna aðeins salti í sárinn á Sjálfstæðismönnum með því að ákveða að vera 4 ár í viðbót.
Dexter Morgan, 11.9.2011 kl. 01:27
Dexter, þú skautar fram hjá sannleikanum eins og vanalega í þessari athugasemd þinni, þar sem þú sleppir því algerlega að það var Samfylkingin sem var í ríkisstjórn við hrunið, en ekki Framsóknarflokkurinn.
Ekki lætur þú þess heldur getið að samkvæmt síðustu skoðanakönnun er það meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sem vilja Ólaf Ragnar áfram á Bessastöðum, en meirihltuti stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna vilja hann ekki.
Þannig að þá vaknar spurning um á hverjum ÓRG væri að hefna sín, ef hann byði sig fram aftur. Ekki væri hann a.m.k. að nudda neinu salti í sár meirihluta Sjálfstæðismanna, enda eru þeir engum kaunum hlaðnir hvort sem er.
Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2011 kl. 06:50
bara smá plús sem ég vil benda á fyrir Ólaf ..
"Ólafur Ragnar hafnaði hins vegar seinni Icesavelögunum staðfestingar eftir að tugþúsundir kjósenda höfðu skorað á hann að skrifa ekki undir þau. "
já tugþúsundir íslendinga (það eru sem sé almenningur ,almúginn íslandi)´báðu um hjálp og hann hlustaði frekar á þjóðina heldur en nokkra útúr spillta geðsjúka raunveruleikafyrrtar manneskjur í polí leik á alþingi ..
SEM betur fer ...
Hjörleifur Harðarson, 11.9.2011 kl. 11:30
þar sem nönf hafa verið nefnd varðandi annann forseta verð ég að skjóta inn einu ..hvað með Latabæjar Magnús .. held hann gæti orðið góður í þessu ..
Hjörleifur Harðarson, 11.9.2011 kl. 11:35
Hjörleifur, Ólafur Ragnar lætur þess aldrei getið að hann hafi hafnað lögunum staðfestingar EFTIR áskoranir tugþúsunda kjósenda.
Hann lætur alltaf eins og hann hafi sjálfur haft frumkvæði að því að vísa málinu til þjóðarinnar.
Það er auðvitað hrein sögufölsun og gegnur upp hjá honum þar sem þjóðin virðist vera hálfminnislaus.
Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2011 kl. 19:45
Þjóðin væri nú fyrst algjörlega minnislaus, ef ekki bara minnisbiluð, ef hún tæki upp á því að kjósa Sjálfstæðismenn aftur til valda. Ólafur Ragnar gerði þó þjóðinni greiða. En Sjálfstæðisflokkurinn meiddi þessa þjóð svo mjög að hún liggur eftir í blóði sínu og er að blæða út. OG vogaðu þér ekki að kalla neina aðra til ábyrgðar sem HÖFU-arkitekta af hruninu 2007. Þó svo að Samfylkingarbjálfarnir hafi látið tæla sig upp í bílinn á sínum tíma, þá var löngu orðið ljóst að sú birfeið var algjörlega bensínlaus.
Dexter Morgan, 11.9.2011 kl. 21:23
Það er svo þreytt þvæla að hrunið hafi verið stjórnmálamönnum að kenna, en ekki fjárglæframönnum, að maður nennir ekki einu sinni að taka þátt í þeirri ruglumræðu núorðið og allra síst að eiga orð við fólk, sem ekki þorir að gangast við skoðunum sínum undir réttu nafni.
Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2011 kl. 21:32
Þá veit maður það, í einfeldni sinni létu Samfylkingarbjálfarnir gnarra sig upp í bensínlausan bíl með gjörspilltum Sjálfstæðismönnum.Þeir eru ekkert slæmir, þeir lentu bara í slæmum félagsskap. Það sama má kanski segja um ómögulega borgarstjórn þar sem þeir létu gnarra sig upp í Besta bílinn sem var svo ekki eins góður og af var látið og er núna alveg í rusli.
En burtséð frá því þá minnist ég ekki þess að Ólafur hafi sagt hafa haft frumkvæði að því að hafna lögunum staðfestingar, en í yfirlýsingu Forseta Íslands kom meðal annars fram þetta,
Í framhaldi af samþykkt Alþingis á hinum nýju lögum 30. desember 2009 hafa forseta borist áskoranir frá um fjórðungi kosningabærra manna í landinu um að vísa þessum breytingalögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mun hærra hlutfall en tilgreint hefur verið sem viðmið í yfirlýsingum og tillögum stjórnmálaflokka.
En yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á heimasíðu forsetans hér
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 22:42
Rafn, hvað hefur forsetinn sagt um þetta í fjölmiðlum síðan, bæði innanlands og utan? Hvernig ræddi hann málið við erlenda fjölmiðla í síðustu viku?
Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2011 kl. 23:12
Ég verð að viðurkenna að ég sá lítið fjölmiðla í síðustu viku en ég vísa bara í það sem hann sagði er hann neitaði að staðfesta lögin og þá gerði hann það alveg kristaltært að ástæðan fyrir því að hann neitaði að staðfesta lögin væri áskorun frá fjórðungi kosningarbærra manna og að skoðunarkannanir sýndu að meiri hluti þjóðarinnar væri sama sinnis.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 23:21
Nei, ég er ekkert hissa á því að þið, Sjálfstæðismenn, viljið ekki rifja upp fortíðina. Ekki rifja upp hverjir báru ábyrgð og bjuggu til landslagið fyrir fjárglæframennina, hverjir einkavæddu bankana, hverjir geldu eftirlitið, hver var Seðlabankastjóri og s. fr. Þið eruð eins og gamli dráttarklárinn í þeim efnum, sjáið bara næsta skref framávið, en neitið að gangast við eins og 1 stk. alsherjarhruni á íslandi. En ég get alveg sannfært þig um það að útblæðandi þjóð mun ekki gleyma því, svo mikið er víst.
P.S. Þú þarft ekkert að svara þessu, enda talar þú og skrifar bara um það sem er "þægilegt" fyri ykkur og reynir endalaust að bera af ykkur sakir og sverta aðra um leið og vonast eftir því að áróðurinn síist inn á endanum.
Góðar stundir.
Dexter Morgan, 12.9.2011 kl. 10:44
Landslagið fyrir fjárklúðrararna og einkavæðing bankana er til komin að mestu vegna tilskipana reglugerða evrópska efnahagssvæðisins og það voru þáverandi kratar, Alþýðuflokkurinn sem barðist fyrir upptöku þessara regla. Sjálfstæðisflokkurinn er að vísu sekur einnig, sekur um að hafa verið í stjórn ásamt Alþýðuflokknum á þessum tíma. Og enn er móast við að koma okkur enn frekar inn undir regluveldi Evrópu.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:26
Ég vona sannarlega að ÓRG gefi áfram kost á sér. Betri Íslendingur er vandfundinn í embættið.
Stoð og stytta (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 11:25
Varla er hægt að trúa því, að sá sem skrifar athugasemd nr. 33 sé Íslendingur og hafi svona lítið álit á sjálfum sér og þjóðinni í heild.
Annars bendir dulnefnið reyndar til þess, að viðkomandi hafi ekki mikið álit á sjálfum sér og þori því ekki að standa við skoðanir sínar undir réttu nafni.
Axel Jóhann Axelsson, 13.9.2011 kl. 17:17
Ég er nú mjög oft sammála þínum skrifum og skoðunum Axel, en í þetta skiptið verð ég að segja að ég sé all hressilega ósammála þér. Sá eini sem hefur gert eitthvað af viti í forsetaembættinu er einmitt Ólafur Ragnar Grímsson að mínu mati, og vona ég innilega að hann gefi áfram kost á sér. Því hann einmitt stoppaði af þessa vitleysu eftir áskoranir mörgþúsund landsmanna. Eru ekki allir sammála að hann er okkar besta bremsa á þessa vitleysinga sem sitja í okkar ríkisstjórnleysu? Hversu oft hefur hann sýnt það með því að gera eitthvað í málunum? Hann þorir og hann gerir, sem er annað en hægt er að segja um flest annað fólk sem gegnt hefur þessu embætti síðustu áratugi.
Gunnar (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.