Samfylkingin á engin foringjaefni

Jóhönnu Sigurðardóttur var sett í formannsstól Samfylkingarinnar þegar Ingibjörg Sólrún varð að láta af formennsku í flokknum af heilsufarsástæðum, enda fannst enginn annar í flokknum, sem talist gat hæfur í embættið.

Flokkurinn stríðir ennþá við þetta vandamál og því líklegt að Jóhanna verði endurkjörinn formaður flokksins á landsfundi flokksins í októbermánuði. Enginn þeirra sem nú gegna ráðherrastörfum, eða öðrum trúnaðarstörfum, í nafni flokksins hefur traust flokksmanna til að gegna embættinu og traust utanflokksmanna til þeirra er algerlega á núllpunkti.

Þetta atgerfisvandamál hlýtur að vera afar sárt fyrir Samfylkingarfólk, ekki síst í samanburðinum við það mannval sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa í sinni forystusveit, þar sem margir bæði gætu og hefðu traust til að taka að sér formennsku í flokknum.

Því miður fyrir þjóðina bendir allt til þess að Samfylkingin og þar með blásaklaus almenningur, sitji uppi með Jóhönnu enn um sinn.


mbl.is Enginn krafðist kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það er kominn tími á hana,hún ætti bara að fara að koma sér fyrir í ruggustólnum.

Birna Jensdóttir, 9.9.2011 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband