7.9.2011 | 20:48
Hanna Birna er glæsilegur forystumaður
Hanna Birna Kristjánsdóttir hugleiðir áskoranir um að hún gefi kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, en kosningar til æðstu embætta flokksins fara fram á Landsfundi í nóvember.
Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að gegna embættinu áfram og gefur því að sjálfsögðu kost á sér til endurkjörs. Bjarni hefur verið vaxandi í starfi sínu sem formaður þann stutta tíma sem hann hefur gengt embættinu. Hann hefur mátt þola talsverða gagnrýni fyrir að vera ekki nógu stefnufastur, en eflist við hverja raun.
Hanna Birna er glæsilegt foringjaefni og myndi sóma sér vel í formannsembættinu og enginn annar stjórnmálaflokkur í landinu getur státað af öðru eins mannvali í forystu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn.
Hvort sem Hanna Birna eða Bjarni verður formaður Sjálfstæðisflokksins að afloknum Landsfundi verður fundurinn upphaf stórsóknar flokksins á landsvísu, enda sá flokkur sem best er treystandi til að koma þjóðfélaginu á skrið á nýjan leik, eftir hrunið 2008 og skelfilega óstjórn "Norrænu velferðarstjórnarinnar" síðan.
Útilokar ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel Jóhann, er árangur Hönnu Birnu í síðustu borgarstjórnarkosningum til vitnis um forustuhæfileika eða sérstakt foringjaefni? Mér sýnist ekki, hvað sem þér sýnist. Sumir segja, að hvorugt þeirra Bjarni og Hanna Birna, passi í fötin sem formaður Sjálfstæðisflokksins þarf passa í. Kannski kemur fram öflugri maður en þau, hver veit?
Gústaf Níelsson, 7.9.2011 kl. 21:05
Árangur Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðustu var alveg ágætur, miðað við aðstæður í þjóðfélaginu eftir hrunið.
Samkvæmt skoðanakönnunum byrjaði flokkurinn með afar lítið fylgi, samkvæmt skoðanakönnunum, þannig að þegar upp var staðið var útkoman framar öllum vonum.
Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2011 kl. 22:07
Hanna Birna hefur ávalt virkað á mig sem heiðvirður stjórnmálamaður. Slaka útkomu flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum er að mínu mati ósanngjarnt að skrifa á hana, heldur held ég að hún hafi bjargað því er bjargað varð.
Bjarni er að mínu mati engin forustumaður heldur aðeins meðalupplýstur hentistefnupólitíkur, eins
Guðlaugur Þór sem er þó langtum lakari sökum lélegs siðgæðis.
Framangreint er aðeins heiðarlegt mat mitt á nefndum einstaklingum án þess ég þekki þau til hlítar og ber því að taka orðum mínum með þeim fyrirvara.
Kristján Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 22:08
Í þessu samhengi virkar ekki piltar, árangur "alveg ágætur, miðað við aðstæður í þjóðfélaginu eftir hrunið" eða "ávalt virkað á mig sem heiðarlegur stjórnmálamaður." Spurningin er þessi: Er hún foringjaefni og leiðtogi? Svarið er: Hún er hvorugt.
Látum liggja á milli hluta þá sem ykkur líkar ekki, en eru mögulega aðrir, sem kalla má til forustustarfa? Þeirri spurningu þarf að varpa fram og svara, ekki satt?
Gústaf Níelsson, 7.9.2011 kl. 22:48
Bjarni Ben verður að áttasig á að hann hefur ekki traust Flokksmanna...
Vilhjálmur Stefánsson, 7.9.2011 kl. 22:57
Þetta er rangt Vilhjálmur, meira að segja gróflega rangt. Bjarni nýtur trausts fjölmargra flokksmanna, að öðrum kosti væri hann ekki formaður flokksins.
Gústaf Níelsson, 7.9.2011 kl. 23:14
Vantaði ekki aðeins á að Hanna Birna væri öll þar sem hún var séð í brölti sínu í borgarstjórastólinn?
Landfari, 7.9.2011 kl. 23:35
Þetta yrði þá keppni þeirra tveggja "foringja" Sjálfstæðisflokksins sem skilað hafa flokknum verstu kosningaúrslitum í sögu hans, í borginni annars vegar og Alþingi hinsvegar. Það er auðvitað ánægjuefni fyrir aðra flokka ef þetta par er Sjálfstæðisflokksins besta.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 23:59
Þetta er tómt mál að tala um. Hanna Birna mun ekki bjóða sig fram til formanns. Ekki í þessari umferð. Það er alveg klárt. Vissulega hefur hún margt sér til ágætis í það embætti. En hún fer ekki fram á þessum tímapunkti.
Jens Guð, 8.9.2011 kl. 00:54
Ég er á því að Hanna Birna sé ekki manneskjan í þetta starf. Ég held að ef flokkurinn ættli að treysta sig í sessi þá þurfi að fá einhvern í forustu sem fólk treystir, ég nefni mann eins og t.d. Þorstein Pálson sem hætti í stjórnmálum allt of snemma og er ég viss um að þar fer maður sem allur almenningur treystir...
Góðar stundir
Óli
Ólafur Ólafsson, 8.9.2011 kl. 05:02
Ég get lofað ykkur því að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins verður einstaklingur sem LÍÚ hugnast best. Skrítið!! Ég held ekki.
Sigurður I B Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 09:02
Bjarni kemur vel fyrir og er óvitlaus. Hann þorir að taka málefnalega afstöðu samanber síðasta Icesave þó ekki sé hún likleg til vinsælda.
Það breytir hinsvegar ekki því að efnislega er allt of mikið til í því sem Gylfi segir hér að ofan þó ekki sé ég sammála orðbragðinu frekar en afstöðu Bjarna í Icesave II.
Því miður held ég að Sigurður geti staðið við loforðið hér að ofan.
Landfari, 8.9.2011 kl. 10:41
Hanna Birna er mikið leiðtogaefni og Bjarni er það reyndar líka, enda hefur hann verið vaxandi undanfarið sem slíkur.
Hvort Hanna Birna gefur kost á sér núna í haust, sem formannsefni, er allt annað mál. Flokkurinn verður fullsæmdur af hvoru þeirra sem er sem foringja sínum.
Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2011 kl. 18:57
Axel..Bjarna Ben vantar mikið til að teljast traustur leiðtogi.það er ekki nóg að menn glansi á torgum,menn verða vera sá sem fólk treistir og beri fólk virðingu fyrir.
Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2011 kl. 20:00
Vilhjálmur, nógu margt fólk treystir Bjarna Ben., annars hefði hann ekki verið kosinn formaður flokksins.
Ég gef ekkert fyrir það, þó annarra flokka fólk segist ekki treysta honum, því aldrei myndi ég geta lýst yfir trausti á formönnum hinna flokkanna, a.m.k. ekki þeim sem nú gegna þeim embættum hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum.
Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2011 kl. 20:25
Axel..Ég er Flokksbundin Sjálfstæðismaður og hef skoðun á þeim sem fara fyrir Flokknum á hverjum tíma. Ef enginn væri gagnrínin leiddi það til hruns til þess er Landsfundur haldin að menn skiftast á skoðunum og Flokkslínur lagðar og ætlast er til að Formaður Flokksins fari eftir þeim samþiktum sem menn komu sér saman um..
Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2011 kl. 21:58
Ég talaði við einn innmúraðan í kvöld, vel tengdan í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði mér að þrýstingur á Hönnu Birnu um að fara fram sé svo mikill að það verði henni erfitt að skorast undan. Sjálfur er viðkomandi mjög áhugasamur um það og sér hana fyrir sér sem þann sterka formann sem flokkurinn þurfi á að halda. Ég fer samt ekki ofan af því að hún muni halda sig við borgarstjórnardæmið. Ég starfaði með borgarstjórnarflokki Ólafs M. og tel mig þekkja hug Hönnu Birnu þannig að ég stend við fyrri yfirlýsingu.
Jens Guð, 9.9.2011 kl. 00:21
Jens, án þess að þekkja Hönnu Birnu persónulega, tel ég hana vera afar heilsteypta manneskju og að hún sé mjög áhugasöm um að vinna áfram að hag borgarinnar og borgarbúa. Hins vegar gæti þrýstingur á hana um formannsframboð orðið svo mikill að erfitt yrði að neita.
Hún er í svipuðum sporum og Davíð var á sínum tíma, þ.e. þarf að ákveða hvort skuli slaginn núna eða bíða jafnvel í mörg ár eftir að tækifæri skapaðist fyrir slíku framboði aftur.
Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2011 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.