6.9.2011 | 22:24
Banna siðareglur samkeppni?
Kostulegar kvartanir eru til umfjöllunar hjá Lögmannafélagi Íslands, en þær snúast um þann hræðilega grun nokkurra lögmanna, að ákveðin lögmannsstofa reyni að útvega sér viðskiptavini, sem jafnvel hafa áður þurft á lögfræðiþjónustu að halda.
Ef það telst til brota á siðareglum lögmanna að reyna að afla sér viðskipta, þá eru siðareglurnar einfaldlega eitthvað meira en lítið undarlegar. Í landi, þar sem frjáls samkeppni ríkir á flestum sviðum, hlýtur það að vera eðlilegasti hlutur í heimi að keppst sé um viðskitin, bæði með því að bjóða betri verð og þjónustu en keppinauturinn.
Ef lögmenn hafa leitt einhverskonar einokunartilburði inn í sínar siðareglur þarf að breyta þeim í takt við það sem almennt tíðkast í nútímaþjóðfélagi.
Lögfræðingar eru sú stétt manna í þjóðfélaginu, sem síst ætti að stunda verðsamráð og samkeppnishamlandi bellibrögðum.
Reyni að ná viðskiptum annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á umræddum lögmönnum að Atli er að plokka af þeim kúnnana vegna tengslanetsins sem hann myndaði í fangelsinu. En það er algjörlega heiðarleg aðferð sem allir nota við sölu. Sölumenn selja sig sjálfa atvinnurekendum og ekki síst vegna tengslanetsins síns og framtíðartekna sem það mun skapa nýjum vinnuveitenda. Það er nákvæmlega ekkert að þessum aðferðum en lögmannafélagið er greinilega frekar paranoja batterí að verja okrara innan eigin geira sem væla yfir því að viðskiptavinir velji frekar viðskipti við dæmdan mann en þá sjálfa.
Og mér finnst þetta líka lykta af óvild í garð Atla og skot fyrir neðan beltisstað því einhversstaðar stendur skrifað að menn afpláni í fangelsi og það hefur hann þegar gert.
Þetta er svo mikill aumingjaskapur af þessum lögmönnum að hið hálfa væri nóg. þeir ætti að kíkja á eigin verðskrá og ræða svo um siðferðisbresti.....
Gylfi (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 23:58
Talandi um siðferðisbresti.
Formaður lögmannafélagsins mun vafalaust hafa samúð með þessum vesalings mönnum sem eru bara að reyna að hafa þýfi af öðrum glæpamönnum.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 03:47
Guðmundur, þetta er algerlega óboðleg athugasemd af þinni hálfu. Það ætti ekki að þurfa að útskýra það neitt nánar, svo fáránleg er svona umsögn um starfsemi þeirra lögmanna, sem fréttin fjallar um.
Hefur þú annars vitneskju um einhver sérstök glæpaverk þessara lögfræðinga?
Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2011 kl. 08:08
Það er nú reyndar þannig að hjá lögmönnum, endurskoðendum og okkur viðurkenndum bókurum gilda ákveðnar siðareglur sem eru nauðsynlegar hjá þessum starfsstéttum því við erum að vinna með mjög viðkvæmar persónulegar upplýsingar manna. Stundum sagt um okkur uppgjörsaðilana að við vitum meira um hag okkar viðskiptavina en þeir sjálfir :)
Partur af þeim siðareglum er að vera ekki að "ræna" viðskiptavinum frá öðrum í faginu. Hins vegar er hverjum viðskiptavini frjálst að flytja sig á milli aðila þegar og ef hann óskar þess og alltaf sjálfsagt að menn líti í kringum sig. En það er grundvallarmunur á því í þessum fögum hvernig menn nálgast nýja viðskiptavini. Menn geta auglýst sig, sent kynningarbréf um sína starfsemi og eins beðið sína viðskiptavini um að gefa sér gott orð og ef viðskiptavinurinn er ánægður með þjónustuna þá oftar en ekki mælir hann með henni og þannig hugsa aðrir sér til hreyfings og ákveða að færa sig á milli þjónustuaðila.
Það er því talsvert mikill munur á því hvort menn færa sig á milli verslana, bílaverkstæða og slíkra aðila, eða hvort menn skipta um lækni, lögfræðing eða endurskoðanda. Munurinn liggur ekki hvað síst í því hversu persónuleg þjónusta er veitt og með hversu viðkvæmar upplýsingar er verið að vinna.
Aðferðafræði Atla við að afla nýrra kúnna fyrir fyrirtækið sem hann vinnur hjá er á mjög gráu svæði og samkvæmt fréttum fer hann á skjön við siðareglur lögmanna og lögmannafélagsins. Ég veit hins vegar ekki meira um málið en komið hefur fram í fjölmiðlum.
Jón Óskarsson, 7.9.2011 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.