Litháar styðja fullveldisafsal Íslendinga

Forseti Litháen er í opinberri heimsókn hér á landi í tilefni af því að Ísland var fyrst landa til að viðurkenna sjálfstæði Litháen fyrir 20 árum.

Frúin er þó ekki smekklegri en það í heimsókn sinni að hún leyfir sér að nota tækifærið til að óska eftir innlimun Íslands, sem útnárahrepps, í ESB og að frá því verði gengið formlega árið 2013, þegar Litháar sitja í forsæti í hinu væntanlega stórríki Evrópu.

Þessi lítt kurteisi gestur mun reyndar hafa rætt málin á þeim nótum að frágangur innlimunarinnar væri nánast formsatriði, því ESB væri þegar búið að fá loforð Össurar og félaga fyrir afsali fullveldisins, sem þjóðin barðist fyrir áratugum saman langt fram eftir síðustu öld.

Einhver gestgjafa frúarinnar hefði átt að sýna meiri kurteysi en hún sjálf, með því að útskýra fyrir henni að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé algerlega andvígur ESBinnlimun og að hún muni aldrei verða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einnig hefði verið ástæða til að fara þess á leit við hana, að hún beitti sér fyrir stöðvun innlimunarferilsins og gert Íslendinga þar með sáttari við hana sjálfa og heimsókn hennar.


mbl.is Ísland gangi í ESB árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Húrra Axel!

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.8.2011 kl. 20:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já megi hún skammst sín fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 21:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

fullveldisafsal er bara þvæla

við eigum að hlusta á forseta litháens.

litháen var ekki sjálfstætt land undir oki sovietríkjanna. það fyrsta sem þeir gerðu eftir frelsi frá kommunistanum var að ganga í ESB. þar fólst frelsið og sjálfstæði liháens.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 22:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er algerlega út í hött að bera saman aðstæður í Liháen, eftir Rússayfirráðin, við aðstæður á Íslandi, sem þarf að reiða sig á afar fábreytt atvinnulíf og byggir stærstan hluta afkomu sinnar á einni auðlind, sjávarútvegi, og furðulegt að nokkrum skuli detta í hug í alvöru, að afhenda yfirráðin yfir landhelginni í hendur fiskveiðiþjóða í Evrópu.

Ef hér væru demantanámur, skyldi þessi fólki þá detta í hug að afhenda yfirráðin yfir þeim til kommisaranna í Brussel?

Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2011 kl. 22:43

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eitt af verkefnum stjórnlagaráðsins, var að setja í stjórnarskrá, ákvæði þess efnis að stjórnvöld mættu afsala fullveldi að hluta til, til alþjóðastofnana.

Dettur einhverjum í hug að ESBumsóknin hafi ekkert með það að gera?  

 Eða er þetta einhver ,,eftiráredding", vegna NATO inngöngu eða vegna EES-samnings? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2011 kl. 23:06

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

axel

við þurfum ekkert að reiða okkur á fábreitt atvinnulíf. það er nú ekki góð framtíðarsýn.

fiskauðlindin mun ekki stækka en íselndingar munu fjölga

við þurfum fjölbreyttara atvinnulíf og það gerist m.a með stöðugleika og gjaldmiðil sem er ekki í höftum.

fjölbreytt atvinnulíf kemst á íslandi með ingöngu í ESB.  CCP, Marel og Össur HF vilja öll inn í ESB. Sannkölluð sprotafyrirtæki sem eiga bjarta framtíð.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 23:24

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kristinn

þetta er nátturulega þvæla hjá þér

það stendur í nýju stórnaskránni að afsal þarf að bera undir þjóðaratkvæði. 

þetta er reyndar betri en í gömlu stjórnarskránni. ef þú ert að hugsa um fullveldi

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 23:25

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrirsögn þessa pistils er snilld!

Í hreinskilni sagt man ég varla eftir að hafa áður séð jafn vel mótaða en einfalda og auðskilda kaldhæðni í einni setningu.

Góður!

Árni Gunnarsson, 30.8.2011 kl. 10:03

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

fyrir utan það að með því að ganga í ESB er ekki fullveldisafsal.

langt í frá.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2011 kl. 10:27

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til hvers ætli þurfi að breyta fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, ef það telst ekki fullveldisafsal að innlimast í væntanlegt stórríki ESB?

Axel Jóhann Axelsson, 30.8.2011 kl. 10:42

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það þarf ekkert.

Danir, finnar, svíar, frakkar.. þetta eru allt sjálfstæðar þjóðir.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2011 kl. 11:42

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er það?  Hvar er sjálfstæðið í sambandi við herta landamæragæslu í Danmörku?  Veit ekki betur en ESB sé að hóta þeim öllu illu ef þeir reyna ekki að sporna við glæpahundum sem flykkjast yfir landamærin og stela öllu steini léttara.  Ætli frelsið sé nú ekki minna en við verðum vör við.   Ekki komast allar hótanirnar í fjölmiðla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 12:06

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Danir geta ráðið sínum innflytjendalöggjöfum einsog aðrir.

Höfum við allt vald í sambandi við innflytjendur. NEI. Við erum í Schengen og neyðumst til að hleypa öllum inn sem eru innan þess svæðis án vegabréfaáritun.

Ertu þá að segja að við Íslendingar erum ósjálfstæðir???

Það skítur skökku við það sem þú varst að segja að við getum misst sjálftæðið. Skv þínum rökum um ósjálfstæði Dana þá erum við Íslendingar ósjálfstæðir.

Þetta er bara tómt bull og kjaftæði hjá þér Ásthildur.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2011 kl. 12:16

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei málið er að við getum alltaf sagt okkur úr Schengen, en það er ekki hægt að ganga út úr ESB.  Þar liggur munurinn. Bullið liggur allt þín megin.  Enda sýnist mér þú vera einn eftir að verja þetta ESB rugl. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 12:23

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lissabon-sáttmálinn frá árinu 2007 kynnti til sögunnar ákvæði sem gerir ríkjum kleift að segja sig úr Evrópusambandinu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Withdrawal_from_the_European_Union

hver er að bulla núna?

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2011 kl. 13:30

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kanntu annan? Við skulum sjá þegar herðir meira að þeim ríkjum sem verst standa.  Ætli þeim verði ekki bara sparkað út úr myndsamstarfinu og þar með ESB?  allof mikið vesen að draslast með þau.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 13:54

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú sagðir að munurinn á Scengen og ESB var að það er hægt að segja sig útúr Schengen.

En það er hægt að segja sér úr ESB.

sbr linkinn fyrir ofan.

 Besta að halda sig við staðreyndir.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2011 kl. 15:55

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það stendur einhversstaðar, en í framkvæmt hefur verið fullyrt að ekki sé hægt að segja sig úr sambandinu.  Enda er það afskaplega erfitt, þegar ríki er búið að samþykkja allar reglur sambandsins og er orðið innlimað í regluverk Evrópusambandsins.  Það kostar allavega miklar pælingar og vinnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 16:39

19 identicon

Reyndar hefur eitt ríki nú þegar sagt sig úr ESB, en það er Grænland.

Helgi (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband