"Elsku Breivik"

Fjöldamorðingjanum Anders Breivik berst fjöldinn allur af ástarbréfum í fangelsið frá konum víðs vegar úr heiminum og munu sumar vilja sýna honum móðurlega ástúð og aðrar að tjá honum kristilegan kærleika með ást sinni.

Breivik fær þó ekki að njóta þessarar ástleitni, þar sem hann situr í einangrun og fær hvorki ástarbréfin, né hatursbréf sem honum berast líka, og hvað þá að þessar ástsjúku konur fái að heimsækja hann.

Fangelsispresturinn Kjell Arnold Nyhus segist ekkert hneykslaður á þessum ástarbréfasendingum, enda sé svo margt skrýtið fólk í heiminum.

Ekki verður nú annað sagt, en að presturinn sé afar umburðarlyndur maður, því að svona bréfaskriftir eru örugglega bæði stórfurðulegar og hneykslanlegar í hugum flestra annarra.

Kristilegu kærleiksblómin spretta þó greinilega víða, þó þau geri það ekki á þessari bloggsíðu vegna svona perraskapar nokkurra kvenna.


mbl.is Breivik berast ástarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Presturinn þarf mun meira umburðarlyndi til að umbera guð sinn en þennan geggjaða mann og snarvitausa fjöldamorðingja.
Athugaðu það að samkvæmt biblíu þá er guðinn mesti fjöldamorðingi allra tíma.. Helsti munrurinn er sá að Breivik getur ekki skaffað extra líf í lúxus eftir dauðann*

* Það getur meintur guð ekki heldur, því hann er ekki til.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 15:31

2 identicon

Ég held að mbl.is hefði átt að sleppa því að birta þessa frétt, Ramirez sem var raðmorðingi og djöfladýrkandi í Bandaríkjunum giftist konu sem dáði hann eftir að hann var handtekinn, konur fall svo mikið fyrir Bad-Boy lúkkinu.

Karl (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 15:41

3 Smámynd: halkatla

Þetta er mjög algengt með alla snaróða morðingja, bæði kalla og konur, að fá svona ástarbréf. Ætli allir sem komast í fréttirnar fái ekki sinn skerf. Casey Anthony var líka alveg að fá aðdáunarbréf en þá aðallega vegna þess að hún þótti heit. Hjá konum snýst þetta meira um afneitun á staðreyndum, að vilja trúa á innra sakleysi morðingjanna, en ákveðinn hópur af fólki (hugsanlega fleiri konur en karlar í honum) laðast einfaldlega að siðblindum morðingjum. Presturinn er örugglega orðinn vanur þessu rugli en það er erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja þetta. En það er alveg rétt að það er óhugnanlega mikið af rugluðu fólki í heiminum (ég meina fólk sem virkar eðlilegt að öllu leiti en á sér svo alveg klikkaðar hliðar undir niðir...)

halkatla, 29.8.2011 kl. 18:07

4 Smámynd: Gunnar Waage

svona fólk sem laðast að morðingjum kallast 'murder groopies'. Einhverntíman las ég nokkrar skilgreiningar á þessum persónum.

1)Einn hópurinn er með einhverskonar fórnarlams-komplex,

2)annar hópur vill kynnast svona mönnum af einskærum rannsóknaráhuga,

3)sá þriðji er einnig/eða upprennandi morðingi.

Allt eru þetta víst týpur sem setja sig í samband við svona fjölda eða raðmorðingja.

Gunnar Waage, 29.8.2011 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband