25.8.2011 | 08:19
Aga- og virðingarleysi
Aðsúgur unglinga að lögreglumönnum við verslun 10-11 við Langarima í Grafarvogi í gærkvöldi er enn eitt dæmið um það aga- og virðingarleysi, sem sífellt virðist aukast í þjóðfélaginu.
Virðing fyrir verðmætum, sérstaklega verðmætum annarra, fer minnkandi og virðast sumir telja bæði sjálfsagt og eðlilegt að útkrota og skemma á annan hátt, það sem á vegi þeirra verður hverju sinni. Einnig finnst sumum lítið tiltökumál að leggja hald á ýmsa hluti sem öðrum tilheyra og þykir ekki nema sjálfsagt að brjótast inn á heimili fólks í þeim tilgangi að taka eigur þess traustataki.
Þá virðist það þykja sjálfsagt, hjá ákveðnum hópum, að óhlýðnast og jafnvel veitast að lögreglumönnum sem eru að sinna skyldustörfum sínum við að halda uppi röð og reglu í þjóðfélaginu. Eins þykir mörgum tilhlíðilegt að níða og rægja dómstóla landsins og gera alla mögulega og ómögulega úrskurði þeirra tortryggilega og væna dómara um þjónkun við hagsmunasamtöð, ríkið og jafnvel glæpagengi.
Þessari þróun verður að snúa við áður en virkilega illa fer.
Gerðu aðsúg að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er búin að tala um þetta í mörg ár, en ástandið fer alltaf versnandi. Þetta hlýtur að enda með því, að virkilega illa fer. Virðingarleysi fyrir öðrum, eykur líka smám saman virðingarleysi fyrir sjálfum þér, og þá er ekki von á góðu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 25.8.2011 kl. 10:52
Að efla aga, virðingu og verðmætaskin inni á heimilunum væri áreiðanlega gott fyrsta skref.
Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2011 kl. 11:18
Það vantar nú alveg í fréttina hvers vegna lögreglan var kölluð til. Síðast þegar ég vissi var ekki saknæmt að standa fyrir utan 10-11.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 11:21
Það er hins vegar saknæmt að ráðast á lögregluþjóna, sem eru að sinna skyldustörfum.
Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2011 kl. 11:33
Það segir sig nú sjálft að þau í 10-11 hringdu ekki að ástæðulausu í lögreglu Elín, allavega ef 60 ungmenni með hávaða og læti fyrir framan búðina þá hefði ég snúið á því og farið í einhverja aðra verslun og verslað þar og örugglega þú líka. Hjartanlega sammála Axel að það þurfi að taka þetta MIKLU fastari tökum.
gunnz (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 12:24
Nei, gunnz, það segir sig ekki sjálft. Ég veit ekki betur en að hringt hafi verið úr stjórnarráðinu þegar sást til konu að gefa öndum brauð. Það er aldrei að vita hver andskotinn hleypur í fólk.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 12:31
Það er nú ekki svo langt síðan hópur fullorðinna gerði atlögu að lögreglu (lögregluSTÖÐ m.a.s.) í því skyni að frelsa afbrotamann, svo ég á erfitt með að þykjast hissa eða hneykslaður á þessu.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 12:45
Það vill svo til að ég bý ekki langt frá þessari búð Elín, og ég get sagt þér það að það var full ástæða fyrir starfsmenn 1011 að hringja á lögregluna. Ég þekki starfsfólkið þarna, enda tíður gestur í 1011, og án þess að fara of mikið út í þetta mál, sem er ennþá í rannsókn, þá get ég sagt þér að þér hefði ekki staðið á sama hefðir þú þurft að standa undir þeim óspektum sem þarna fóru fram, oh nei það er alveg á hreinu. Eitt get ég sagt er þetta, unglingar hafa í auknu mæli verið að safnast þarna saman á síðustu vikum, þegar ég var þarna á mánudeigi voru í það minnsta 20 unglingar, að reykja og sinna sínum unlingsmálum ef svo má að orði komast og mér var hugsað til foreldra þeirra já foreldra, hví voru þessi krakkar ekki heima hjá sér klukkan var að ganga 11, skólinn að byrja en þarna voru þau, varla hægt að þverfóta sig til að komast inn í búðina.
Ég hika ekki við að segja að flest sem þarna voru komin er eflaust ágætis krakkar, en það þarf ekki nema einn til að eyðileggja fyrir restinni.
Hinsvegar er ég alveg á því, að þetta þarf að laga, og það þarf öryggisvörð á vakt á staðnum til að senda krakkana í burt og heim.
Lögreglan á hrós skilið fyrir að reyna sinna vinnu sinni, samningslausir og undir endalausu álagi, án þeirra værum við í vondum málum. Svo já Elín það var full ástæða fyrir starfsmenn 1011 að hringja eftir hjálp og hananú.
Rut (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 12:46
>Eins þykir mörgum tilhlíðilegt að níða og rægja dómstóla landsins og gera alla mögulega og ómögulega úrskurði þeirra tortryggilega og væna dómara um þjónkun við hagsmunasamtöð, ríkið og jafnvel glæpagengi.
Axel hvað kemur þetta innskot þitt fréttinni við?
Ég hef sjálfur verið að vinna mikið á svæði sem unglingar heimsækja mikið. Ég tel að þetta tilheyri svokölluðum "skólakvíða" og er langmest á þeim tíma þegar að skólinn er að byrja, en dregur svo smám saman úr þangað til að er búið.
Lögreglan þarf að vera með (auknar) keyrsluvaktir í hverfunum þegar að þetta varir. Keyra í gegnum kverfið og vera eins sjáanlegir eins og þeir geta á þeim svæðum sem eru verst.
Guðni Karl Harðarson, 25.8.2011 kl. 13:01
Aga og virðingarleisi virðing er áunnin en ekki sjálfsðgð ég held að Lögreglan ætti nú aðeins að líta sér nær áður en hún heimtar virðingu. Ég get nú ekki vorkent þeim á neinn hátt að krakkar sem eiga eftir að þroskast séu með læti er bara skiljanlegt. En að Lögreglumaður í starfi sem barði krakka í 10-11 og var birt á youtube fyrir ári eða tvem haldi vinnu skil ég ekki það fynst mér nú mun alvarlega en krakka skríll sé að hittast og hafa hátt.
Bjarni (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 13:48
Guðni Karl, í pistlinum var verið að fjalla almennt um aga- og virðingarleysið, sem sífellt fer vaxandi í þjóðfélaginu og einn anginn af því er virðingarleysi fyrir lögum landsins og dómstólum.
Ef Bjarni er kominn af barnsaldri, sem engan veginn er ljóst af athugasemd hans nr. 10, þá er hann a.m.k. ekki góð fyrirmynd fyrir þá sem yngri eru, með þeim skilaboðum til þeirra að lögreglumenn eigi ekki að njóta neinnar virðingar í störfum sínum.
Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2011 kl. 16:51
Sæll Axel
Jú ég er löngu komin af barnsaldri. En þér fynst sennilega í lagi að lögreglan hylmi yfir vinnufélaganum sem barði barnið en ég get ekki borið virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum. Hann hefði átt að vera rekin áður en myndbandið komst á netið.
Bjarni (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 17:59
Sæll Axel
Jú ég er löngu komin af barnsaldri. En þér fynst sennilega í lagi að lögreglan hylmi yfir vinnufélaganum sem barði barnið en ég get ekki borið virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum. Hann hefði átt að vera rekin áður en myndbandið komst á netið.
Bjarni (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:03
Þó ég hafi séð myndbandið er ég ekki í neinni aðstöðu til að kveða upp dóm yfir lögreglumanninum, þar sem ekkert hljóð heyrist og ekki hægt að gera sér grein fyrir aðdraganda málsins.
Jafnvel þó þessum einstaka lögreglumanni hafi hlaupið of mikið kapp í kinn við störf sín, er ansi langt gengið að ætla að dæma allt lögreglulið landsins óhæft vegna þess.
Skógurinn er ekki ónýtur, þó ein grein brotni af tré.
Axel Jóhann Axelsson, 26.8.2011 kl. 07:58
Við erum heldur ekki í neinni aðstöðu til að kveða upp dóm yfir unglingunum. Það eina sem við vitum er að boð bárust frá 10-11 verslun um hóp af krökkum fyrir utan búðina. Ég held að lögreglan ætti að slaka aðeins á næst þegar boð berast frá 10-11.
http://www.visir.is/10-11-loggan-vidurkennir-mistok-en-neitar-sok/article/200847749583
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 09:45
Sæll Axel,
Ó, ég sem hélt að þú værir að blogga um virðingarleysi unglinga og þessa frétt þarna við 10-11.
>og einn anginn af því er virðingarleysi fyrir lögum landsins og dómstólum.
Ég verð nú daglega var við ýmislegt virðingarleysi úti í þjóðfélaginu. En hefur ekki gleymst að kenna fólki að bera virðingu fyrir þjóðfélaginu almennt? Ekki bara lögum og rétti.
Er ekki einmitt hraðinn í neysluþjóðfélaginu einmitt líka áhrifavaldur til virðingarleysis? Og einnig töpuð virðing á þá sem hafa ekki verið að standa sig í sínum verkum ef svo má segja. Þannig á almennt vantraust á getu stjórnmálamanna sinn og dómskerfið þátt líka og spilar inn í. Maður kannski spyr sig hvort fólk tapi ekki virðingu á þá sem eru ekki að standa sig. Og sú (tilorðna) vanvirðing dreyfist út sem vanvirðing á sjálft kerfið, dómskerfið og/eða stjórnkerfið almennt.
Þannig er það nú bara. Og verður sennilega ekki lagað fyrr en mennirnir standa sig í sínum störfum. Svo er líka annað að þegar að kerfið verður fyrir áföllum þá er minna um það að fólki sé hælt fyrir góð verk þegar að staðan er þess, heldur en ef allt væri í lagi.
Guðni Karl Harðarson, 26.8.2011 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.