Æsifréttamennska Stöðvar 2

Sá sjaldgæfi atburður gerðist í gær að foreldrar gleymdu barni sínu í bílstól á gangstétt við íbúðarhús sitt þegar þau voru að búast til blaðburðar og höfðu lagt stólinn frá sér á meðan dagblöðunum var hlaðið í bílinn.

Barnið var vel haldið, vel klætt og svaf vært í stólnum sínum, þannig að í sjálfu sér var barnið ekki í neinni lífshættu, enda alsiða hér á landi að láta smábörn sofa úti. Þarna var því eingöngu um mannleg mistök að ræða, sem alla getur hent þegar röð tilviljana eða óhappa henda hvern sem er við ólíklegustu aðstæður.

Í Mogganum er eftirfarandi haft eftir Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur, yfirfélagsráðgjafa Setljarnarness: "Ekkert bendi til vanrækslu heldur hafi aðeins verið um stakt atvik að ræða vegna sérstakra aðstæðna. „Það er bara hræðilegt að þetta skyldi hafa komið fyrir og ef einhverjir eru í áfalli þá eru það foreldrarnir,“ segir Sigrún. Ekki þykir tilefni til frekari eftirmála."

Ömurlegt var að fylgjst með fréttaflutningi Stöðvar 2 af þessu máli, en þar var atvikið sett upp í miklum æsifréttastíl og reynt að gera mikinn harmleik úr því og því meira að segja logið að barnið hafi grátið mikið og verið nánast óhuggandi, þegar staðreyndin var sú að ekki heyrðist í því og það svaf rólega og vært.

Þessi fréttaflutningur er enn ein staðfesting á því að engum fréttum er treystandi frá þessum miðli. 

 


mbl.is Áfallið er mest fyrir foreldrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér með hvenig fréttafluttiningur er hjá þeim. Svo er annað sem mér þikir mjög miður og fremur dónaleg, um daginn var (gær/fyrradag) var fjallað um banaslysið á Geirsgötu, þar var hin látni nafngreindur og fréttastofan sá ekki sóma sinn í að hafa smá þögn á milli frétta. Þetta er eithvað sem við erum vön, smá þögn í virðingarskyni, en nei ekki á Stöð 2.

Kjartan (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 14:52

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála, það er  með ólíkindum hve einn fréttamiðill gerir mikið drama úr lilltu,  en ég spyr samt, hvernig er það hægt af foreldrum að fatta ekki fyrr en eftir klukkutíma eða tvo  að littla barnið þeirra er ekki í bílnum?????????????

Mér finnst það hrikalegt kæruleysi!!

Guðmundur Júlíusson, 20.8.2011 kl. 01:47

3 identicon

Sæll Guðmundur,

Nú veit ég ekki alveg sjálfur hvað gerðist þarna, en ég get ímyndað mér að foreldrarnir hafi farið í sitt hvora áttina að bera út blöð og hvort talið að barnið hafi verið hjá hinum. Mér finnst ólíklegt að þau hafi vaknað saman til þess að fara með barnið í göngutúr klukkan fimm um morgun ef þau væru ekki að skipta leiðinni í tvennt til að flýta fyrir. En ég er sammála þér með það að um kæruleysi er að ræða, og sérstaklega ef þau voru saman allan tímann - þá hefðu þau átt að átta sig á þessu strax.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 02:12

4 Smámynd: Helga

Elskurnar mínar......

Hvað haldið þið að þið hafi átt sér stað að í erli dagsins hafi börn gleymst á leikskólanum....?    Eða í boltalandi í Kringlunni...?  Maður veltir fyrir sér hversu lengi börnin hefðu getað verið þar eða annarsstaðar í "algleymingi" ef ekki væri fyrir stafrsfólk staðanna sem hringir ef einhver fer yfir tímann sinn...

Það er ekki vegna vansinnu við barnið, heldur sennilega hamagangs við að standa sig í þessu þjóðfélagi......  Og svo ER mjög oft misskilningur milli foreldra, annað heldur að hitt "hafi reddað....."

Helga , 20.8.2011 kl. 09:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkert þekki ég til þessa fólks, eða málsatvika, en finnst samt algerlega út í hött að fordæma fólkið fyrir þetta "slys", því auðvitað atvikast svona lagað af hreinni slysni og allir geta gert og gera mistök í lífinu.

Sem betur fer fór ekki illa í þessu slysi og yfir því ættu allir að gleðjast.

Axel Jóhann Axelsson, 20.8.2011 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband