Dalalíf, Löggulíf, Nýtt líf og Ríkisstjórnarlíf

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sveiflar ennþá böðulsexinni yfir ríkisstjórninni og hótar að láta höggið ríða, verði ekki látið að kröfum hans um nýtt lif fyrir Kvikmyndaskóla Íslands. Skólinn virðist ekki eiga sér von um neitt framhaldslíf, vegna ofsókna og eineltir Menntamálaráðuneytisins, eftir því sem Þráinn segir.

Ráðuneytið telur að skólinn sé ekki rekstrarhæfur, væntanlega vegna lélegs rekstrar á undanförnum árum og Ríkisendurskoðun tekur undir þá skoðun. Það segir Þráinn að sé "„einstaklega ruddaleg aðgerð“ að siga Ríkisendurskoðun á skólann við þær aðstæður sem uppi séu," eins og haft er eftir honum í fréttinni.

Ráðuneytið og ráðherra í barneignaleyfi fá sinn skammt frá þessum líflega þingmanni:  "„Mér finnst þetta bara vera ótrúlega sorglegt mál. Og sorglegast af öllu þessu finnst mér vera að það sé fólk úr mínum flokki sem á að stjórna þessu ráðuneyti. Ég hélt að það væri áhugi á menningu í þessum flokki,“ segir Þráinn og kennir um skrifræði í menntamálaráðuneytinu og aðgerðaleysi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur."

Næsta kvikmynd Þráins hlýtur að fá nafnið "Ríkisstjórnarlíf", þ.e.a.s. ef hann tekur hana ekki sjálfur af lífi. 


mbl.is Stendur við fyrri yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka til að sjá þá bíómynd.  Hún verður líklega frábær eins og hinar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 19:58

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Verður hún ekki bara stuttmynd?

Sigurður I B Guðmundsson, 18.8.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki víst að sú mynd verði gamanmynd, eins og hinar. Miklu líklegra er að hún verði afar dramatísk hryllingsmynd.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2011 kl. 20:13

4 identicon

Jú, ég held að þetta verði alveg frábær grínmynd.  Svolítið raunsæ en með miklu gríni.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:15

5 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já það sorglegasta er að stjórnendur hafa kannski farið illa með fé og greitt sér kannski óhófleg laun eða getur það verið einhverri óráðssíu þar á bæ um að kenna? Nú held bara að Þráinn ætti að hunskast burtu sem þingmaður því þar hefur hann blessaður ekkert að gera alltaf með allt á hornum sér en ef að hann vill bjarga rekstrinum þá skal hann finna peninga því almenningur er búinn að fá upp í kok allar borganir fyrir hina og þessa eftir hrunið, almenningur getur ekki tekið fleyri byrðar á sig og þá er bara að blessaður þingmmaðurinn snúi sér til ESB kannski luma þeir á einhverjum evrum handa skólanu og eins og sagt hafa menn í umræðunni Ríkisstjórnarlíf Þráins Bertelssonar og eða Þingmannslíf Þráins!!!

Örn Ingólfsson, 18.8.2011 kl. 20:17

6 identicon

Örn, líklega getur skólinn sótt um hjá ESB.  Allavega þegar í bandalagið er gengið.

En nú er þetta staðan í dag.  Þetta er ekki sérlega gott því skólinn er mikilvægur fyrir Ísland og íslenska menningu. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:23

7 Smámynd: Sólbjörg

"Ríkistjórnarlíf Þráins" verður slitrótt stuttmynd að mestu slidemyndir og með löngu hléi. Að reyna að horfa á þessa bíomynd verður flestum ofraun og verður hún því bönnuð börnum, vitibornu fólki, öryrkjum og eldri borgurum, öðrum verður frjálst á eigin ábyrgð að reyna áhorf.

Sólbjörg, 18.8.2011 kl. 20:39

8 identicon

Kanski er gott að það eru engar þulur lengur í sjónvarpinu ef hún þarf að fara með svona langa setningu um það hverjum hún sé bönnuð:)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:42

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Heyrst hefur að myndin komi eftir helgi eða á næstu dögum........................

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2011 kl. 20:47

10 identicon

Við verðum bara að fá Þór og Daniel inn á þing

valli (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:58

11 identicon

Þór og Daníel eru of góðir til þess. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 21:02

12 identicon

Ég veit nú ekki hvernig peningunum er varið í Kvikmyndaskólanum, en ef eitthvað er að marka upplýsingar skólans um kostnað ríkisins vegna hvers nemanda (sjá hérna) þá hefur annaðhvort Kvikmyndaskólinn farið mjög vel með peninga eða allir hinir skólarnir farið mjög illa með þá og ætti þá að stöðva fjármagnið til þeirra líka. 

 Því samkvæmt þessu er Kvikmyndaskólinn mun ódýrari fyrir ríkið en skólarnir sem borið er saman við.

AF (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 22:02

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst að það ætti að taka þessa peninga af Ríkisendurskoðun og láta Kvikmyndaskólan hafa þá. Endurskoðun Ríkissins er hvorki sjálfstæð stofnun né hefur nokkur alvöru áhuga á að hún verði það. Ríkisendurskoðun er eins og hundur sem hinir og þessir geta sigað á hvern annan fram og til baka. Málið í þessu snýst ekki bara um peninga. Það snýst um hver getur hvað, hver stjórnar hverjum, hver ræður, hver er mesti töffarinn í pólitíkinni.

Fullorðinsleikurinn "PowerGame" er klassískur pólitískur strákaleikur og Alþingi er vinsæll leikvöllur. Svo skammast sín allir fyrir þennan sandkassaleik stjórnmálanna, enn það er ekki hægt að EKKI taka þátt í honum. Það er nógur peningur til á Íslandi, ESB aðildarkostnaður, verkefni að bora í gegnum fjöll, listahús og snobbstykkin taka hver við af öðru. Allt bráðnauðsynlegt, flott og svolítið yfirgengilegt eins og allt á Íslandi. Enda yfirgengilegt fólk sem býr þar.

Sá sem heldur á Ríkiskassanum eyðir úr honum eins og sjómaður á fyllíríi og hinir ráðherrarnir sitja á hnjánum og lítilækka sjálfan sig æi hvert skipti sem þeir þurfa að betla meiri pening í sín ráðuneyti.

Þráinn notar aðstöðu sína til að láta ekki gott verkefni deyja næstum út. Gott hjá honum að þora þessu. Vita að það er hægt að gera grín að honum fyrir þetta, hrósa honum, dást að honum og margt annað. Plús að hann verður enn óskiljanlegri í augum þeirra smáborgara sem sumir sitja í ráðherrastólum og aðrir á Alþingi....

Óskar Arnórsson, 18.8.2011 kl. 23:52

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er afar athyglisverð skoðun hjá þingmanni, að það sé "einstaklega ruddaleg aðgerð" að vísa skoðun á rekstri stofnana sem ríkið fjármagnar að einhverju, eða miklu leyti, til Ríkisendurskoðunar.

Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþigi og hefur það hlutverk að fylgjast með því að fjármunum samfélagsins sé varið á þann hátt sem ráð er fyrir gert í fjárlögum. Í því ljósi er þessi yfirlýsing þingmannsins stórundarleg.

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2011 kl. 08:31

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er frekar að þessi yfirlýsing sé óvenjuleg enn undarleg. Ég er alveg handviss um að það hefur þurft kjark til að beita sér svona persónulega sem þingmaður. Kvikmyndagerð á Íslandi verður seint sjálfstæð þar sem sala á myndum stendur undir kostnaði. Það myndi engin banki lána til kvikmyndagerðar þar sem peningar fyrir sölu á mynd ætti að greiða lán tilbaka.

Ef Ríkisendurskoðun hefur verið "pöntuð", þ.e. niðurstaðan er pöntuð fyrirfram af pólitískum andstæðingum Þráins, þá skil ég þetta vel. Það verður að skiljast að það er fólk á þingi sem hikar ekki við að fórna Kvikmyndaskólamum eingöngu til að ergja Þráinn. Annað eins hefur verið leikið í pólitíkinni. Svo eru menn á þingi sem finnst allar listir óþarfi, sumum þingmönnum finnst félags- og ororkubætur óþarfar sem ætti hels að leggja alveg niður. Og vinna í rólegheitunum að hafa eins neikvæð áhrif á öllum stöðum.

Það þarf að hugsa um Ríkisfjármál á allt annan hátt í dag. Þessi stóru dýru verkefni sem öll eru fjármögnuð með lánum, gera samanburðin á hvað sé mikilvægt, að þessi upphæð sem um ræðir, er hreinlega hlægileg. Það liggur eitthvað annað á bakvið þetta útspil Þráins enn Kvikmyndaskólinn...hann er kanski ekki í aðstöðu að segja hvað það er...

Óskar Arnórsson, 19.8.2011 kl. 08:58

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, ég minnist þess ekki í fljótu bragði að hafa áður séð ásakanir um að Ríkisendurskoðun láti "panta" frá sér álit frá einhverjum pólitíkusum og þar með aðstoðað þá við að ná sér niðri á andstæðingum sínum. Það er alvarleg ásökun gagnvart endurskoðunarfyrirtæki, sem heyrir beint undir Alþingi og á að standa því reikningsskil gerða sinna, hvernig sem þingmannafjöldi skiptist á milli flokka.

Ekki skildi ég orð Þráins sem beina gagnrýni á Ríkisendurskoðun, heldur virðist honum finnast að ekki sé ástæða til að endurskoða bókhald allra sem fá fjárveitingar frá ríkinu og telur það "einstaklega ruddalega aðgerð" í þessu sérstaka tilfelli. Þá var hann heldur ekki að gefa í skyn að það væru pólitískir andstæðingar sínir, sem stæðu á bak við þennan "ruddaskap", heldur þvert á móti virðast það vera hans eigin flokksmenn með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar.

Hér er því ekki um að ræða neinn slag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi, heldur innanflokksvandamál í VG og ef til vill enn eitt dæmið um vanhæfni ríkisstjórnarinnar við að koma saman fjárlögum og sameina krafta stjórnarliða í þeirri vinnu.

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2011 kl. 11:04

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég minnist þess heldur ekki í fljótu bragði ásakanir um að Ríkisendurskoðun sendi frá sér álit, með pantaðir niðurstöðu.  Hins vegar man ég það vel, Þegar Ríkisendurskoðun var beðin um að rannsaka, kostnað stjórnarráðsins við ráðgjöf háskólamanna, þá sendi Jóhanna Ríkisendurskoðun bréf með leiðbeiningum um, hvernig sú rannsókn skildi fara fram....

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.8.2011 kl. 17:47

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, er ekki líka rétt munað að Ríkisendurskoðun hafi ekkert gert með það bréfsnifsi, heldur einmitt gagnrýnt ófullkomna upplýsingagjöf hennar við fyrirspurnunum?

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2011 kl. 22:02

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ríkisendurskoðun á að fylgjast með meðferð fjármuna hjá Ríkinu. Það á að vera sjálfstætt og óháð ráðherrum, ráðuneytum og bókstaflega öllu. Ríkisendurskoðun eins og hún er í dag er bara leikrit fyrir hina og þessa valdamenn. Ég man reyndar ekki eftir þessu með leiðbeiningar Jóhönnu, enn er alls ekkert hissa. Enda eru það klassísk "pöntun" á niðurstöðu að voga yfirleitt að leyfa sér þetta, og ekki sá ég neinar sérstakar umræður um það. Enda alveg kostulegt að ráðamaður skuli þora þessu.

Ég er ekkert að segja að Ríkisendurskoðun vilji hafa þetta svona. Eg segi bara að þetta hefur alltaf verið svona, er svona og kanski með að umræðu væri hægt að breyta þessu. Ríkisendurskoðun á að vera tæki fólksins til að skilja í hvað er eiginlega verið að eyða ríkisfjármunum. Því á ekki að vera stjórnað af akkúrat fólkinu sem á að vera undir eftirliti einmitt þeirra.

Ríkisendurskoðun er viðkvæmasta stofnunin sem er stjórnað í gegnum pólitíkusa. Allir sem skilja þörfina af að bankaeftirlitið sé ekki stjórnað af bönkunum sjálfum, ættu að sjá kristaltært að Ríkisendurskoðun á að verða miklu öflugra eftirlitstæki enn það er í dag.

Allar stofnanir Ríkissins eru notaðar fram og tilbaka sem peð í pólitískum leikjum. Og það nennir engin að ergja sig á því. Enn Ríkisendurskoðun þarf að fá algjört sjálfstæði frá áhrifum misvitra pólitíkusa...og það fæst með umræðu um málið.

Ef fólk vill að fjármál á Íslandi verði með einhverju viti í framtíðinni, þá á sjálfstæði Ríksendurskoðunar að vera sviðsljósinu. Ríkisendurskoðun má ekki bergmála skoðun ráðuneytis. Hún á bara að skoða hvort eitthvað sé í ólagi og á að vinna sjálfstætt að öflun upplýsinga. Ekki í gegnum ráðuneyti, heldur á Ríkisendurskoðun að geta kallað til sín fólk beint eins og úr Kvikmyndaskólanum, lagt fram spurningar og fengið skýringar.

Í stað þess kemur þetta allt í gegnum ráðuneyti og pólitíkusa og þá hættir þetta að vera heiðarlegt og verður pólitískt í staðin....

Óskar Arnórsson, 20.8.2011 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband